Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 20182 Þá fóru bílar út af á fróðárheiði á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Gluggi losnaði í nýja hótelinu við Borgarbraut í Borgarnesi og skilti fauk í bænum. Um tíma var Sem- entsverksmiðjan á Akranesi vökt- uð af lögreglu og björgunarsveitar- mönnum því talsverð hætta var tal- in á að járnplötur færu að fjúka yfir nærliggjandi hús. Til þess kom þó ekki en ýmiskonar smærra brak og byggingarefni fór af stað. Skemmdir á bílum Í einni óveðurslægðinni valt bíll á Vesturlandsvegi skammt frá fiskilæk í Melasveit. Meiðsli voru minnihátt- ar en bíllinn talinn ónýtur. Þá hafa lögreglu borist nokkrar tilkynningar vegna bifreiða sem hafa skemmst við það að aka ofan í djúpa holu á Borg- arfjarðarbraut, vestan við Skelja- brekku í Andakíl. Þar hafa hjólbarð- ar sprungið og felgur skemmst und- ir bílum. Olía lak Gat kom á olíutank flutningabif- reiðar þegar hún var stödd í Borg- arnesi. Um 100 lítrar af olíu láku niður á planið við Olís. Starfsmenn Olís hreinsuðu upp og var Heil- brigðiseftirliti og slökkviliði til- kynnt um málið. Björgunarbátur fór á flakk Tilkynnt var um að uppblásinn björgunarbát hefði rekið á land við Malarrif á Snæfellsnesi. Í ljós kom að hann hafði fallið af skipi fyrr um daginn. Björgunarsveitin Lífsbjörg tók að sér að sækja bátinn og koma honum í hús ásamt því að aftengja neyðarsendi. Hraðasektir engu að síður „Þrátt fyrir válynd veður í vikunni og stundum slæma færð kærðu lög- reglumenn níu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 130 km hraða á klst. Hraða- myndavélar mynduðu auk þess lið- lega 260 hraðaakstursbrot í um- dæminu. mm Hreyfing er holl og góð fyrir andlega og líkamlega heilsu. Margir byrja að hreyfa sig í upphafi árs en missa dampinn þegar líður á. Við minn- um fólk á að halda áfram að gefa sér tíma fyrir hreyfingu. Nú þegar snjór- inn er að mestu farinn og útlit fyr- ir fækkun óveðurslægða, er um að gera að nota tækifærið og fara út að hreyfa sig. Þá er líka í boði á flest- um stöðum að skrá sig í fjölbreytta hreyfingu í hópum með öðrum og hvetjum við sem flesta til að kynna sér það sem er í boði. Á fimmtudag er gert ráð fyrir norð- austan 5-13 m/s og dálitlum éljum en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Frost verður á bilinu 0-5 stig en frostlaust við suðurströndina. Á föstudag og laugardag má gera ráð fyrir norðaustan 8-15 m/s og éljum á Norður- og Austurlandi en þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi og frost um allt land. Á sunnudag og mánu- dag er gert ráð fyrir ákveðinni norð- austanátt með éljum norðaustan- lands en bjartviðri sunnan heiða og kalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Gætir þú hugsað þér að starfa í sveitarstjórn?“ Fæstir voru tilbúnir til þess en 52% svöruðu neitandi og aðeins 35% svöruðu því játandi. 11% hafa ekki hugleitt það og 1% hefur ekki aldur til þess. Í næstu viku er spurt: Tekur þú vítamín eða lýsi? Gréta Sigurðardóttir er Vestlending- ur vikunnar að þessu sinni fyrir að hafa verið í fararbroddi fyrir bókahá- tíðina Júlíönu í Stykkishólmi. Er þetta í sjötta skipti sem Gréta og félagar standa að hátíðinni sem tóks með ágætum um liðna helgi, eins og lesa má um í Skessuhorni í dag. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Stefna á aðalfund Sigurfara AKRANES: „Það hefur ekki farið mikið fyrir starfsemi Sig- urfara – siglingafélags Akraness síðustu vikur. Það þýðir þó ekki að málefni félagsins séu í dvala, þvert á móti. félagið er í upp- byggingu og margt farið fram sem lítið hefur farið fyrir út á við. Við höfum verið í samskipt- um við yfirvöld faxaflóahafna og Akranesbæjar vegna aðstöðu. Sendar hafa verið umsóknir um styrki til starfsins, og hefur aflast ágætlega,“ segir Guðmund- ur Benediktsson formaður Sig- urfara. „Á þessu ári höfum við fengið úthlutað úr styrktarsjóði Skagans 3X og Þorgeirs & Ell- erts, og úr styrktarsjóði menn- ingar,- íþrótta- og atvinnumála á vegum Akraneskaupstaðar, og erum við mjög þakklát fyrir. Við bíðum svara við fleiri umsókn- um. Sigurfari hefur líka verið í sambandi við systurfélög á höf- uðborgarsvæðinu um aðstoð við uppbyggingu félagsins. Í fyrra fegnum við lánaða seglbáta hjá Brokey í Reykjavík og héldum námskeið til prufu, sem heppn- aðist vel. Við nutum þar einnig aðstoðar Björgunarfélags Akra- ness. Í sumar verðum við vænt- anlega komin með eigin flota og getum þá haldið fleiri námskeið og haldið úti ýmissi starfsemi með,“ segir Guðmundur. fram- undan er aðalfundur Sigurfara. Hann verður haldinn þriðjudag- inn 6. mars kl 19:30 í hátíðar- sal ÍA að Jaðarsbökkum. félags- menn eru hvattir til að mæta en allir sem áhuga hafa eru vel- komnir. -mm Bora eftir heitu vatni HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 13. febrúar síðastlið- inn að láta bora eftir heitu vatni í landi Eyrar í Svínadal á þessu ári. Gengið verður til samninga við Ræktunarsamband flóa og Skeiða um verkefnið. Kostnaður vegna heitavatnsleitar er áætlað- ur um 45 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu í framkvæmdaáætlun ársins 2018 en einnig verður sótt um lán frá Orkusjóði til jarðhitaleitar. -kgk Frumsýnir Grettissögu BORGARNES: Næstkomandi föstudagskvöld verður Grett- issaga Einars Kárasonar frum- flutt á Söguloftinu í Landnáms- setri Íslands í Borgarnesi. Ein- ar er sá listamaður sem hef- ur verið með flestar frumsýn- ingar í Landnámssetrinu frá opnun þess. Þetta verður hans sjötta sýning í Borgarnesi, en mörgum er í fersku minni frá- bær flutningur hans á Skáldinu Sturlu og Óvinafagnaði. Einar er fyrir vikið orðinn jafn virt- ur sem sögumaður og rithöf- undur. Nú ætlar Einar að segja eina vinsælustu Íslendingasög- una, söguna um ógæfumanninn Grettir Ásmundsson. -mm Talsverður erill var hjá Lögregl- unni á Vesturlandi í liðinni viku og má rekja flest útkallanna til veð- urs. Mestur viðbúnaður lögreglu og annarra viðbragðsaðila var síðdegis á sunnudaginn þegar hópferðabíll fékk á sig vindhviðu og fauk á hlið- ina á Borgarfjarðarbraut austan við bæinn Kvígsstaði í Andakíl. Allt til- tækt lið lögreglu í umdæminu kom að því útkalli, en frá því er nánar greint í annarri frétt í blaðinu í dag. Flest mála lögreglu mátti rekja til veðurs Í holu sem myndaðist í veginum við Skeljabrekku skemmdust bílar og dekk sprungu. Ljósm. tvs. Björn Bjarki Þorsteinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð og forseti sveitarstjórnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista flokksins fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í vor. „Ég hef verið oddviti í þrennum kosn- ingum þar sem unnust sigrar með sterkri og góðri liðaheild, góðum liðsanda og öflugum stuðnings- mönnum. Kosningabaráttan hef- ur ávallt verið háð án neikvæðni gagnvart mótframbjóðendum, það er mikilvægt, jákvæðni er dýrmæt og verður seint ofmetin,“ segir Björn Bjarki og kveðst jafnframt líta stoltur um öxl eftir þessi 16 ár sem hann hefur setið í sveitar- stjórn og þar af 12 ár sem oddviti Sjálfstæðismanna. „Staða Borg- arbyggðar í dag er afar sterk eins og allar kennitölur bera vitni um, mannauðurinn er mikill og tæki- færin gríðarleg í samfélaginu öllu. Ég trúi því og treysti að eftir kosn- ingar haldist áfram góður starfs- andi innan sveitarstjórnar,“ segir Björn Bjarki og bætir við að hann standi afar sáttur frá borði. Uppstillingarnefnd er nú að störfum á vegum Sjálfstæðisfélag- anna í Borgarbyggð en ekki liggur fyrir hvenær vinnu hennar lýkur. mm Björn Bjarki segir mál að linni í sveitarstjórn Björn Bjarki Þorsteinsson. Síðustu daga og vikur hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi roki og rigningu. Á Snæfellsnesi er ekki vitað um teljandi tjón á mann- virkjum í þessum lægðagangi, en útköll björgunarsveita og slökkvi- liða hafa verið nokkur til aðstoðar íbúum. Skólabílar fóru ekki í akst- ur á mánudaginn vegna veðursins, hvorki frá fjölbrautaskóla Snæfell- inga né Grunnskóla Snæfellsbæjar. Sökum úrkomu voru miklir vatna- vextir t.d. á Breiðinni. Á mánudag- inn flaut yfir vegi. Þessi mynd sýn- ir aðstæður í Rifi síðdegis á mánu- dag. þa Úrkomutíð og óveðurslægðir Hópferðabíll með ríflega 30 manns innanborðs fauk á hliðina á Borgarfjarðar- braut síðdegis á sunnudaginn. Enginn slasaðist alvarlega enda allir í bílbeltum. Mikill viðbúnaður var vegna óhappsins. Ljósm. mm. Um tíma var Sementsverksmiðjan á Akranesi vöktuð af lögreglu og björgunars- veitarmönnum því hætta var talin á að járnplötur færu að fjúka. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.