Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 9 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 166. fundi sínum þann 8. febrúar 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulagslýsingu: Bjargsland II í Borgarnesi – Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Gera þarf breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Bjargsland II, í Borgarnesi, sem samþykkt var í sveitarstjórn Borgarbyggðar 30. nóvember 2006 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda (nr. 1166/2006) , 19. desember 2006. Skipulagssvæðið er um 7 ha að stærð. Það afmarkast að vestanverðu af götunum Hrafnakletti og Egilsholti, og lóðunum Egilsholti 1 og 2. Að norðanverðu afmarkast skipulagssvæðið af verslun og þjónustusvæði S2. Að austanverðu afmarkast svæðið af íbúðarsvæði Í11, óbyggðu svæði og austurmörkum lóða við Fjóluklett 16, 18, 20 og 22. Að sunnanverðu afmarkast svæðið af suðurmörkum lóða við Fjóluklett 6, 8, 10, 12 og 14 og norður- mörkum þjónustulóðar Þ4 við Ugluklett. Skipulagslýsing felst í því að breyta landnotkun og gatnakerfi í Bjargslandi II, í Borgarnesi. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 08.02.2018 og tekur til breytinga á afmörkun íbúðar- svæðis Í10 og Í11, og verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðar- svæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. göturnar Kvíaholt, Stekkjarholt og Stöðulsholt. Íbúðarsvæði Í11 stækkar til vesturs og svæði fyrir verslun og þjónustu S2 stækkar til suðvesturs, en minnkar jafn mikið á móti austri. Nýtt íbúðarsvæði Í12 verður til, þ.e. Fjóluklettur og svæðið norðan hans verður skilgreint sem annað íbúðarsvæði. Opið svæði til sérstakra nota O15, þ.e. leiksvæði, er fellt út og óbyggt svæði minnkað. Málsmeðferð verði í samræmi við 36. grein Skipulags- laga nr. 123/2010. Ábendingar vegna lýsingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi föstudaginn 09. mars 2018 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@ borgarbyggd.is Miðvikudaginn 07. mars 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem skipulagslýsing verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska. Skipulagsauglýsing SK ES SU H O R N 2 01 8 „Við tónanna klið,“ er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða til heiðurs Óðni G. Þórarinssyni, tónskáldi og harmonikkuleikara, í Tónbergi á Akranesi föstudaginn 23. mars næst- komandi. Óðinn á að baki langan og farsælan feril sem tónlistarmað- ur og tónlistarkennari, bæði á Akra- nesi og austur á fjörðum. Eru nokkur laga hans löngu orðin landsþekkt. Má þar nefna lög eins og Nú liggur vel á mér, Heillandi vor og Blíðasti blær. Verða þau að sjálfsögðu flutt á tón- leikunum, í bland við minna þekkt lög Óðins og enn önnur sem aldrei hafa heyrst áður, nema ef til vill við píanóið á heimili hans. fram koma á tónleikunum Hljóm- ur, kór fEBAN, undir stjórn Lárus- ar Sighvatssonar. Sveinn Arnar Sæ- mundsson annast undirleik. Tríó Rut- ar Guðmundsdóttur harmonikkuleik- ara kemur einnig fram, en auk hennar skipa tríóið þeir friðjón Jóhannsson bassaleikari og söngvari og Daní- el friðjónsson trymbill. Síðast en ekki síst ætlar hljómsveitin Tamango að flytja lög Óðins. Hana skipa Jón Trausti Hervarsson, Ketill Bjarna- son og Reynir Gunnarsson sem allir syngja og leika á saxófón, auk Lárusar Sighvatssonar sem syngur og leikur á hljómborð. Skessuhorn hitti þá félaga í Tamango að máli á æfingu síðdegis á mánudaginn og ræddi við þá um tón- leikana. Á sama tíma hafði Pétur Óð- insson, sonur tónskáldsins, litið við á æfingu. Pétur hefur komið að undir- búningi viðburðarins ásamt þeim fé- lögum og verður kynnir á tónleikun- um í Tónbergi. Tímabært að kynna fólki lögin „Hugmyndin að þessu kviknaði fyr- ir nokkrum árum síðan. Okkur fannst orðið löngu tímabært að kynna fyr- ir almenningi fleiri af lögum Óðins og höfum oft rætt þetta okkar á milli. Síðasta haust ákváðum við síðan að slá til og drífa í því að halda þessa tónleika,“ segja þeir Tamangomenn. „Við byrjuðum því að bæta fleiri lög- um eftir Óðinn inn í prógrammið okkar í vetur,“ bæta þeir við. „Þegar lög hans voru sett á bók þá fór hálf- gerð flóðbylgja af stað. Þar eru kórút- setningar sem við höfum nýtt okkur í kórnum og einnig útsetningar sem við nýtum okkur í hljómsveitinni,“ segir Lárus. Þar til lög Óðins voru sett á bók höfðu sum þeirra hvergi verið aðgengileg, enda sum hvorki komið út á plötu né verið flutt áður. „Pabbi hafði nú hljómasett eitthvað af þessum lögum, eitthvað var til út- skrifað á nótum en það var aldrei lok- ið við það. Við fórum svo í það systk- inin að láta skrifa lögin út svo þau myndu ekki glatast með tímanum,“ segir Pétur. Langur og farsæll ferill Óðinn er fæddur á fáskrúðsfirði árið 1932 en flutti á Akranes tólf ára gam- all. Seinna sneri hann aftur austur á firði, settist svo að á höfuðborgar- svæðinu áður en hann sneri á Skag- ann að nýju, þar sem hann býr enn þann dag í dag. Langan og farsæl- an ferli sinn sem tónlistarmaður og tónskáld hóf Óðinn ungur að árum. Hann lék á harmonikku á böllum og gekk síðan til liðs við E.f. kvintett- inn sem gerði út frá Akranesi. „Pabbi byrjaði að spila fyrir austan á böll- um með undanþágu. Hann var ekki nema tíu, tólf ára og mamma hans fylgdi honum á böllin,“ segir Pétur og brosir. „Eftir að hann flutti hing- að spilaði hann síðan með E.f. kvin- tettinum í mörg ár. Hann var byrjað- ur með þeim fyrir stríð og þeir voru aðal bandið hér á Vesturlandi fram undir 1960,“ segir Trausti. „E.f. kvintettinn var hér á þessu svæði það sem Dúmbó og Steini urðu síð- ar, svona til að setja hlutina aðeins í samhengi. Þetta var bara aðalband- ið,“ bætir Pétur við. Seinna átti Óðinn eftir að leika með fleiri hljómsveitum, til dæmis Mánum frá fáskrúðsfirði og bítla- sveitinni Góbí. Í þeirri síðarnefndu lék hann með mönnum sem voru allt að tuttugu árum yngri og gaf þeim ekkert eftir í músíkinni. Mótunarárin á Akranesi Óðinn var ungur þegar hann hóf að fást við lagasmíðar. Á sjötta ára- tugnum samdi hann fjölda laga sem hann sendi í dægurlagakeppni SKT og fÍD. Vann hann til verðlauna í nokkur skipti og varð landsþekktur fyrir vikið. „Þetta var leiðin í þá daga fyrir unga höfunda að skapa sér nafn í tónlistinni og koma lögum sínum á plötu í flutningi þekktra söngvara. Við munum flytja þessi þrjú lög sem unnu til verðlauna og að sjálfsögðu þar á meðal frægasta lagið hans, Nú liggur vel á mér, sem sigraði einmitt í dægurlakakeppni SKT á sínum tíma,“ segir Trausti. „Hann var ekki nema rúmlega tvítugur þegar hann var að semja til að senda inn í þess- ar keppnir. Þar atti hann kappi við þekkta höfunda eins og Sigfús Hall- dórsson og fleiri. Ég tel það vel að verki staðið af ungum manni á þess- um árum að ná að vinna til verðlauna í þessum keppnum,“ bætir hann við. En grunninn að velgengni sinni sem lagahöfundur lagði Óðinn mun fyrr og það var á Akranesi. „Pabbi er hérna á mótunarárunum, kemur hingað ungur piltur og ver hér sín- um unglingsárum. Hér stígur hann sín fyrstu skref sem lagahöfundur og samdi fullt af lögum hér á Skaganum. Austfirðingarnir hafa aðeins verið að flytja lögin hans og dálítið gert hann að sínum. Þess vegna er ég mjög ánægður með að þessir herramenn sem sitja hérna með mér ætli að blása til þessara tónleika, flytja lögin hans pabba hér á Akranesi, þar sem þau urðu mörg hver til og kynna þau fyr- ir Skagamönnum,“ segir Pétur. „Skemmtileg lög og grípandi“ flest laga Óðins eru danslög og dæg- urlög en einnig er í safni hans að finna töluvert af sönglögum. Kór eldri borgara mun flytja sönglögin en Tríó Rutar Berg Guðmundsdótt- ur og hljómsveitin Tamango munu glíma við danslögin. Þeir félagar í Tamango eru eldri en tvævetur í tón- list og hafa lengi spilað saman í hin- um ýmsu hljómsveitum. „Ætli það séu ekki að vera komin hátt í fimm- tíu ár, með hléum, í gegnum hinar og þessar sveitir,“ segja þeir og bæta við að í flestum, ef ekki öllum þeirra, hafi lög Óðins ratað á prógrammið. „Í það minnsta þessi þekktustu. Það er varla til sú ballhljómsveit okkar kyn- slóðar sem ekki hefur haft Nú liggur vel á mér á prógramminu sínu,“ segir Lárus. Aðspurðir segja þeir ánægju- legt að rifja upp kynnin af minna „Skemmtileg lög, auðlærð og grípandi“ Heiðra Óðinn G. Þórarinsson með tónleikum á Akranesi Hljómsveitin Tamango ásamt Pétri Óðinssyni, syni Óðins G. Þórarinssonar. F.v. Reynir Gunnarsson, Ketill Bjarnason, Pétur Óðinsson, Jón Trausti Hervarsson og Lárus Sighvatsson. Jón Trausti blæs í saxófóninn. Í baksýn leikur Lárus á hljómborðið. Ketill og Reynir einbeittir á svip á æfingu Tamango. Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is SK ES SU H O R N 2 01 8 KYNNING OG ÁRITUN Haraldur Bjarnason kynnir og áritar bók sína VÍKINGUR - Sögubrot af aaskipi og skipverjum. Í Eymundsson á Akranesi á laugardaginn milli kl. 12-14. Ka og konfekt. þekktum lögum Óðins og læra þau sem þeir hafa aldrei spreytt sig á fyrr. „Það er búið að vera mjög gaman að æfa þessi lög og kynnast sumum sem aldrei hafa verið flutt opinberlega áður. Þetta eru skemmtileg lög, auð- lærð og grípandi,“ segir Trausti og félagar hans taka undir með honum. Tónleikarnir „Við tónanna klið“ verða sem fyrr segir haldnir í Tón- bergi, sal Tónlistarskólans á Akra- nesi, föstudaginn 23. mars næst- komandi. Hefjast þeir kl. 20:30 um kvöldið. Tónleikarnir verða nánar auglýstir síðar, með upplýsingum um miðasölu og fleira slíkt. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.