Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 23 Eru þetta virkilega setningarn- ar sem við viljum nota til að hafa áhrif á kynjahlutfall á vinnustöð- um? Mitt svar væri hreint og klárt nei, þetta er ekki leiðin að mínu mati! Þurfum við ekki aðeins að hægja á okkur? Ólm vil ég endi- lega fá allskonar fólk inn í alls- konar störf. Það verður þó að vera á réttum forsendum, þeirra eigin forsendum. Þessar setningar sem ég nefni hér í byrjun eru í raun alls ekki rangar en að mínu mati alls ekki rétt fram reiddar. Við þurfum jú alltaf að byrja á grunninum. Mik- ið væri gaman að fleiri stelpur myndu sækja í þessi störf en með þessu er eins og ekki sé pláss fyrri neitt nema þvílíka kvenskörunga í iðnnámi. Ég held að finnir þú stelpu með áhuga á iðn og gefur henni færi eða kynnir stelpu fyrir iðn sem síðan finnur hjá sér áhuga, þá eru kominn með framtíðar iðn- aðarmann! Með öðrum orðum á sama hátt og hjá drengjum. Þessar setningarar trufla mig því mér þykir þær settar þannig fram að þetta sé barátta, að kon- ur sem sæki í þessi störf séu ítek- að að ganga á vegg í leit að at- vinnu að menntun lokinni eins og ekki sé pláss! Þar sem ég þekki til eru konur velkomnar í þessi störf. Því myndi ég persónulega vilja sjá betri kynningar á náminu þegar það er kynnt fyrir ungu fólki sem er að velja sér menntaveg. Ég er sjálf svo heppin með að eiga ansi drjúgan hóp vinkvenna og hefur þetta oft komið til tals yfir kaffibolla svo ég tel mig ná að gera mér ágætlega grein fyrir því að ekki hafa eins margar stelpur áhuga á iðnnámi. Þá er mun al- gengara að stelpur sækist í umönn- unarstörf en drengir, en með réttri markaðsetningu og kynningu til ungs fólks tel ég að hægt væri að hjálpa ungu fólki að finna hvað það sem raunverulega hentar þeim óháð kyni. Áhersluna tel ég að ætti að leggja á að ungt fólk sem kom- ið er á þann stað að þurfa að velja nám, þá eigum við að gera þeim kleift að taka sjálfstæðar ákvarðan- ir og mynda sér skoðun út frá sjálf- um sér og engum öðrum. Þetta er jú þeira líf, þeirra tími og þeirra framtíð. Það má skipta um skoðun varðandi nám líkt og önnur áhuga- svið, ekkert nám er svo sértækt að það loki öðrum dyrum, öll mennt- un er tákn um aukna þekkingu. Það fer aldrei verr en svo að þekk- ingin felst í því að þú áttar þig á að eitthvað henti þér bara alls ekki. Iðnaðarmenn, þegar við heyrum talað um þennan hóp starfsgreina, þá dettur ansi mörgum í hug skít- ugur, sveittur karl sem að öllum líkindum er með „plummer.“ En þetta er svo stór hópur sem sett- ur er þarna undir sama hatt. Vit- um við bara öll við hvað þessi hóp- ur starfar? Því þegar betur er að gáð er þetta oft á tíðum ansi ólík- ur hópur sem þarf ansi stóran hatt ef allir eiga að rúmast þar. Vinna múrarans sem kom og flísalagði baðið heima hjá þér er á flest all- an hátt ólík starfi rafeindavirkjans sem sat í dag við skifborðið sitt inni á verkstæði og yfirfór prent- arann sem kom til hans í viðgerð í dag! Báðir eru þó iðnaðarmenn. Iðngreinar rúma svo marga, með svona mikinn fjölbreytileika verk- efna og vinnustað er einmitt rými fyrir fullt af allskonar. Sjálf vinn ég á stað sem fer í flokkinn „karla vinnustaður.“ Þó hefur það aldrei verið mín til- finning að ég sé öðruvísi en allir sem þar vinna, við skiptumst jú í tvennt. Við skiptumst í rafvirkja og vélvirkja. Á mínum vinnustað til- heyri ég vélvirkjum og aldrei þörf á að spá neitt í því. Ég hef horft á alls konar fólk hefja störf hjá okkur og get ekki sagt að ég hafi nokk- urn tímann fengið á tilfinninguna að þarna sé erfitt fyrir stelpu að hefja störf frekar en fyrir nokkurn mann. Þó langar mig aðeins að koma inn á það hvað það er að byrja að vinna, hvort sem er í fyrsta skipti á vinnumarkaðnum eða einfaldlega skipta um vinnu. Ég hef oft heyrt sögur, sögur af fólki sem líkar ekki viðmótið sem það fær í vinnunni. Sögur af fólki sem kemur inn á vinnustaði þar sem hlutfallið af hinu kyninu er mjög hátt. Sögur af fólki sem hefur hætt í vinnu því það gat alls ekki þolað brandar- ana sem þar liðust, slúðrið sem fór fram í kaffitímum og svona mætti lengi telja. Ef þetta eru raunveru- legar uppsagnar ástæður hjá fólki sem komið er út á vinnumarkað- inn. Aftur og enn held ég að við þurfum að leysa þessi mál fyrr á lífsleiðinni. Við verðum að læra að tjá okkur og það sem allra fyrst. Ef þú kannt ekki að meta það að ég er að segja brandara á gráu svæði, þá verður þú að segja það við þann sem er að segja brandarann en ekki við einhvern annan. Ef þér líkar ekki að vinnufélagi sé að baktala aðra fyrir framan þig, þá verður þú að segja það við þann sem er að baktala, ekki fara að baktala þann sem baktalaði við einhvern ann- an. Til að vinnustaður gangi smurt þurfum við að geta sagt stopp, tal- að og verið hrein og bein gagnvart okkur sjálfum. Sé málið svo stórt eða erfitt að þú getir ekki sagt það við viðkomandi, þá talar þú í hreinskilni við yfirmann þinn, ég lofa að hann getur hjálpað. Ég fer inn á þetta mál hér því það er alltof algengt að konur end- ist ekki í sinni iðn því það er geng- ið fram af þeim í orðum og verki. Ég hef talað við stelpur sem hafa hætt af þessari ástæðu en þegar við ræddum þetta kom í ljós að sá sem gekk fram af þeim fékk aldrei að vita það og því síður yfirmað- urinn. Hvernig eigum við að geta bætt okkur gagnvart náunganum ef við höfum aldrei hugmynd um að okkar samskipti séu svona röng, ef við fáum aldrei að frétta að það er fólk sem er að hætta störfum því maður kann sig ekki? Þetta nátt- úrlega gengur ekki, ég hef bæði þurft að segja „stopp ég fíla ekki svona grín“ og „nei þarna gekkstu og langt.“ Það skal ég segja ykkur; þetta virkar. Þó það sé ekki auðvelt að koma þessu í orð, sér í lagi ekki í fyrstu en þetta heita samskipti og þau eru svo mikilvæg. Líka hef ég talað við fólk sem segir það alveg galið að til að stelpur endist í iðn þurfi þær að geta svarað fyrir sig en það er alls ekki mín upplifun. Ég trúi því aft- ur á móti að ef þú ætlar að endast í starfi og líða vel þá þarftu að setja mörk, jafnt varðandi húmor, um tal og þitt persónulega rými. Ertu búinn að kynna þér iðnám! Iðnám fyrir alla! Þarna! Þetta er markaðsetn- ing sem er mér að skapi. fyrir hvern er að fara í iðnnám? Svarið er einfalt: Alla sem hafa gaman af því að vinna með hönd- unum, hugsa út fyrir rammann, hafa gaman af líkamlegri vinnu og hentar fjölbreytni. Manneskja sem fyllir upp í þó ekki sé nema eitt þessara atriða sem ég tel upp ætti að skoða iðnnám. Manneskja sem útskrifast sem smiður, pípari, vélvirki, rafviki o.s.fv. hefur svo langt í frá lokað á dyr tækifæra hvað varðar áfram- haldandi menntun og framþróun í starfi. Iðnaðarmenn geta alltaf bætt við sig líkt og þeir sem hafa náð sér í stúdentspróf bæði í formi námskeiða og með háskólanámi. Það hefur oftar en einu sinni heyrst í mín eyru setningar á borð við þessa og sitja þær í mér: „Hvað segirðu? Pípari? Og hvað hefur þú nú allt í einu áhuga á að hrófla í skítnum á næsta manni.“ Þessi aðli fór svo í stúdentinn og ég veit enn ekki hvað hún ætlar að gera við það próf. Nú vantar fólk í iðngreinar, flestallar iðngreinar. Við verðum að gefa fólki sem stefnir á mennta- veginn fulla stjórn á eigin framtíð, allt nám á að vera kynnt jafn vel, allt nám á að fá jafnmikla athygli og viðurkenningu í samfélaginu okkar. Það skiptir engu hvaða kyn eða aldursflokkur sinnir störfum samfélagsins, heldur skiptir máli að allir sinni einhverju, allir sinni sínu og umfram allt líði vel í eig- in skinni. Það gerist ekki nema við fáum vekefni við hæfi. Guðrún Blöndal Fleiri konur í iðnnám - Fleiri konur á „karla“ vinnustaði! Pennagrein Loksins, loksins! Vöknuðu íbú- ar Reykhólahrepps af Þyrnirósar- svefni og fóru með undirskriftalista til sveitarstjórnar Reykhólahrepps um að fá veginn yfir firðina í gegn- um Reykhóla. Ekki Þ-H eða D- leið. Samkvæmt frétt RUV var ekki kátína með skjalið og talið full seint í rassinn gripið að koma með þetta núna. En er það nokkuð of seint? Ekkert hefur verið ákveðið enn. Ég tel að miðað við þessa tvo kosti sem eru upp á borði er sama hvor leiðinn yrði valin, í báðum til- fellum mun framkvæmdin frestast. Í Þ-H leiðinni mun fólkið sem hef- ur kært vegna þess að það vill ekki að vegurinn fari yfir þeirra land og ekki síst yfir Teigsskógshríslurnar, halda áfram að kæra enda búið að gera það allan ferilinn. D-leið með göngum er ekki á dagskrá næstu árin og glórulaust að fara áfram yfir Ódrjúgshálsinn með gríðarlegum sneiðingi í Djúpafirði. Þá er kom- inn valkostur I sem ég tel vera þann besta kost, sama og D-leiðin og hringtengir Reykhóla. Kosturinn er að þá er farin sama veglína og Þ-H að undanskildu því að sneitt er framhjá Teigsskógi og Þorskfjörð- urinn þveraður utar við Laugaland. farið með þjóðveginn framhjá Hofsstöðum og inn á veginn við Bjarkalund og einnig farið með inn- ansveitarveg framhjá Laugalandi og inn Reykjanesið. Reykhólar komn- ir í vegasamband að vestan. Tel ég þessa leið vegtæknilega bestu leið- ina, öll á láglendi, fljótekin og mjög létt til snjómoksturs. Það skiptir miklu máli fyrir íbúa svæðisins fyr- ir aðföng og einnig skólaakstur til Reykhóla, og síðast og ekki síst sér- staklega fyrir íbúa og fyrirtækin á sunnanverðum Vestfjörðum. Við sem höfum keyrt og þjónu- stað vegina vitum hvað það er gríð- arlega miklilvægt að ná vegum nið- ur á láglendi. Við erum að tala um veg fyrir næstu 50-100 ár. Það er ekki hægt að láta utanaðkomandi fólk sem er bara á ferðinni á sumr- in á þessum slóðum ráða ferð. Þetta er lífæð Gufsara og íbúa Vestur- byggðar, Tálknfirðinga og annarra á sunnanverðum Vestfjörðum. úti- vistarfólk getur vonandi áfram um ókomin ár keyrt upp á Hjallaháls, Ódrjúgsháls og keyrt að eða gengið upp á Vaðalfjöll til að dást af einni af fegurstu sveit landsins. Mér skilst að það séu komin um 50 ár frá því hugmynd kom frá Magnúsi Ólafssyni í Vesturbotni, að þvera Þorskafjörð frá Stað yfir í Skálanes. Hann var langt á undan sinni samtíð. Málið búið að þok- ast á snigilshraða finnst mér síðan, með ótal fundum, tillögum allt frá virkjunum til hálendisvega og allt þar á milli. Er ekki kominn tími að girða sig í brók og taka slaginn, koma vegum niður af hálsunum, koma Reykhól- um í vegsamband og binda enda á gíslingu fólks og fyrirtækja á sunn- anverðum Vestfjörðum. Landi og þjóð til heilla. Skrifað í febrúar 2018, Gunnbjörn Óli Jóhannsson. Förum með Vestfjarðaveg um Reykhóla Pennagrein KfUM og K á Akranesi seldi eins og kunnugt er félagsheimili sitt við Garðabraut 1 á síðasta ári. Að sögn Axels Gústafssonar hefur fé- lagið nú fengið aðstöðu í hús- næði RKÍ við Skólabraut. félagið hyggst nú í aðdraganda ferminga á Akranesi bjóða til sölu heilla- óskaskeyti til fermingarbarna eins og áratuga hefð er fyrir. Mun sú sala fara fram allar fjórar helgarn- ar sem fermt er í bæjarfélaginu. Sala fermingarskeytanna verður í fyrrum húsnæði ÞÞÞ við Dal- braut 6. Axel segir fyrstu fermingar á Akranesi verða sunnudaginn 18. mars. Að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu skeytanna til barna- starfs Akraneskirkju sem séra Þrá- inn Haraldsson prestur stýrir. mm KFUM og K áfram með skeytasölu Sala fermingarskeyta KFUM og K verður að Dalbraut 6. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.