Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 25 Borgarbyggð - miðvikudagur 28. mars Skallagrímur tekur á móti Njarðvík í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Akranes - miðvikudagur 28. mars Ábyrgð karlmanna í breyttum heimi vegna #metoo byltingarinnar. Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women, verður með fyrirlestur í Tónbergi á Akranesi á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar, klukkan 19:30. Reykhólahreppur - fimmtudagur 1. mars Söngur og dagskrá Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi í Barmahlíð, Reykhólum, milli kl. 14:00 og 15:30. Borgarbyggð - fimmtudagur 1. mars Vesturlandsslagur í 1. deild karla í körfuknattleik. Skallagrímur mætir Snæfelli í íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 19:15. Akranes - föstudagur 2. mars ÍA tekur á móti Breiðabliki í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi frá kl. 19:15. Reykhólahreppur - föstudagur 2. mars Saltkjötsveislu Lions, sem fresta varð vegna veðurs sl. föstudag, verður föstudaginn 2. mars kl. 20:30 í sal Reykhólaskóla. Að venju verður skáldakynning og fleiri skemmtiatriði. Nánar á www. reykholar.is. Stykkishólmur - laugardagur 3. mars Vesturlandsslagur í körfunni! Snæfell fær Skallagrím í heimsókn í Domino‘s deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 15:00 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Akranes - laugardagur 3. mars Litháískt kvöld á Dularfullu búðinni kl. 19:30 til 22:00. Litháískur trúbador verður á svæðinu og spilar fyrir gesti. Borgarbyggð - fimmtudagur 1. mars Opið hús hjá Skotíþróttafélagi Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi kl. 20 til 22. Skotíþróttafélag Vesturlands heldur úti glæsilegri æfingaraðstöðu innadyra. Þar eru 10 brautir fyrir loftgreinar á 10 metrum og 5 púðurbrautir á 25 metrum. Skotstjóri er á staðnum, sem veitir aðgang og leiðbeinir hverju sinni. Hægt er að mæta í prufutíma undir handleiðslu skotstjóra. Allir velkomnir, jafnt konur sem karlar. Krakkar eldri en 15 ára mega mæta með leyfi forráðamanna. Gott aðgengi er fyrir fatlaða. Alltaf heitt á könnunni. Einnig verður húsið opið á sama tíma mánudaginn 5. mars. Grundarfjörður - föstudagur 2. mars Grundfirðingar mæta Kormáki í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu frá kl. 19:00. Borgarbygð - föstudagur 2. mars Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn 39 ½ vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Hrundar Ólafsdóttur. Sýnt er í Lyngbrekku kl. 20:30. Miðapantanir í síma 846-2293 og á leikdeildskalla@gmail.com. Miðaverð er kr. 3.000. Posi á staðnum. Akranes - sunnudagur 4. mars Brunch á Gamla Kaupfélaginu frá kl. 13:00 til 15:00. Skemmtileg stund með vinum og fjölskyldu. Borðapantanir í síma 431-4343 eða á veislur@vogv.is. Borgarbyggð - sunnudagur 4. mars Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn 39 ½ vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Hrundar Ólafsdóttur. Sýnt er í Lyngbrekku kl. 20:30. Miðapantanir í síma 846-2293 og á leikdeildskalla@gmail.com. Miðaverð er kr. 3.000. Posi á staðnum. Akranes - mánudagur 5. mars Skógræktarfélag Akraness og Skógræktarfélag Skilmannahrepps standa fyrir fundi fyrir almenning um trjárækt á Skaganum. Fundurinn verður í Grundaskóla kl. 20:00. Fjallað verður almennt um efnið og um einstök tré í görðum fólks. Frummælendur verða Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur og Sindri Birgisson umhverfisstjóri. Þá mætir sérfræðingur frá Skógræktarfélagi Íslands. Sjá nánar á www.skog.is/akranes. Borgarbyggð - fimmtudagur 8. mars Prjóna-bóka-kaffi í Snorrastofu kl. 20:00. Kvöldstund í bókhlöðunni við hannyrðir, baðstofuspjall og kaffisopa. Bókhlaðan er opin til útlána og allir eru velkomnir. Kvöldin, sem eru hálfsmánaðarlega yfir veturinn, eru ánægjulegar samverustundir beggja kynja og hafa reynst góður vettvangur til að miðla hugmyndum að handverki, áhugamálum og hvers konar fróðleik. Dalabyggð - fimmtudagur 8. mars Bingó eldri borgara á Silfurtúni í Búðardal frá kl. 13:30 til 16:00. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 25. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.506 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Stella Eyrún Sigurbaldursdóttir og Arnar Þór Ólason, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Lítil gömul ritvél Áttu „litla og gamla“ ritvél sem er líka með þessu tákni: @ og vilt koma í verð? Sendu mér þá tölvupóst á c@ vortex.is Ath. að sendingarkostnaður greiðist af mér. Kveðja, Carl. VW Caddy Til sölu VW Caddy, árg. 2013. Ekinn 82 þúsund km. Beinskiptur, dísel á vsk númerum. Mjög heillegur bíll. Verð 1.590 þús m.vsk. Er til sýnis á Bílás Akranesi. Uppl. í síma 894-8998. Rúlluvél til sölu Welger RP 220 rúlluvél með net- bindingu og söxunarbúnaði, árg 2004. Notkun: 16.028 rúllur. Verð kr. 1.390.000 + vsk. Uppl. í síma: 861-3878, Þröstur. Rúllupökkunarvél Kverneland pökkunarvél til sölu, er með búnað fyrir 75 cm filmu. Nýir borðar og ný dekk. Verð kr. 150.000 + vsk. Uppl. í síma 861-3878, Þröstur. Til sölu sláttuvél Samaz tromlusláttuvél, árg 2013, vinnslubreidd 185. Er með vökvatjakk f. lyftingu. Verð kr. 250.000 + vsk. Uppl. í síma 861-3878, Þröstur. Vantar þig bókara? Get tekið að mér lítil og meðalstór fyrirtæki sem vantar bókara fyrir vsk, laun og uppgjör. Er á Akranesi. Síminn er 897-9966. Markaðstorg Vesturlands ÓSKA EFTIR 22. febrúar. Drengur. Þyngd: 4.228 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Sigurrós Harpa Sigurðardóttir og Ingibjörn Þórarinn Jónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. Vigdís Bríet stóra systir er með bróður sínum á myndinni. ÝMISLEGT TIL SÖLU Nemendur í fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fengu frí frá hefðbundinni stunda- skrá í síðustu viku þegar árlegir opnir dagar voru í skólanum. Þá gafst nemendum kost- ur á að taka þátt í mörgum ólíkum námskeið- um og afþreyingu og lauk dagskránni svo með árshátíð á fimmtudagskvöldinu. Á árshátíð- inni sá Rikki G um veislustjórn á meðan borð- haldi stóð. Þar voru ýmis skemmtiatriði flutt og árshátíðarmyndbandið sýnt. Rikki G, Logi Pedro, Brinir, Joey Christ og DJ ÓliTjé héldu svo uppi fjörinu á balli síðar um kvöldið. fyrsti viðburðurinn var góðgerðarbíó í Bíó- höllinni á mánudagskvöldið til styrktar mott- umars. Á þriðjudagsmorgni fram á fimmtudag tóku svo við viðburðir eins og crossfit, rúss- neskukennsla, hugleiðsla, fjölbreyttir fyrir- lestrar, félagsvist og margt fleira. Þá hélt tón- listarklúbbur NffA söngkeppni á þriðjudags- kvöldinu og voru það þær Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir sem hrepptu fyrsta sæt- ið með lagið Emmylou, Steinar Bragi Gunn- arsson spilaði undir á gítar. Leiklistarklúbbur nemendafélagsins fór í grunnskólana á Akra- nesi og sýndu börnunum brot úr söngleiknum „Með allt á hreinu“ á fimmtudeginum en sýn- ingin verður svo sýnd í Bíóhöllinni í mars. arg/ Ljósm. aðsendar frá nemendum. Opnir dagar í Fjölbrautaskóla Vesturlands Fjölbreytt hreyfing var í boði á opnum dögum. Allskonar mismunandi námskeið voru í boði á opnum dögum. Þær Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir sigruðu í söngkeppni NFFA með laginu Emmylou. Steinar Bragi Gunnarsson spilaði undir á gítar. Nemendur heimsóttu Björgunarfélag Akraness.Hópur nemenda málaði listaverk á vegg í skólanum. Hér eru nemendur að spila fótbolta á opnum dögum. Nemendur fengu að spreyta sig í crossfit. Úr crossfit námskeiði á opnum dögum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.