Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 10. tbl. 21. árg. 7. mars 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Írskir vetrar- dagar á Akranesi 14.-18. mars Nánari upplýsingar í viðburðadagatali á www.akranes.is Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR 20 ÁR Gömlu sporin Á undanförnum árum hefur á Húsa- felli í Borgarfirði verið unnið að metnaðarfullu verkefni sem fram til þessa hefur ekki farið hátt í fjölmiðl- um. Að því stendur lítill en samhent- ur hópur sem hefur það markmið að hefja til vegs og virðingar sögu og arfleifð Húsfellinga í aldanna rás. Þessi saga teygir sig aftur um einar fjórar aldir og alltaf kemur steinn og steinvinnsla við sögu, því þar hef- ur verið unnið í stein og er enn, því listamaðurinn Páll Guðmundsson hefur haldið bolta forfeðra sinna á lofti. Skessuhorn leit í heimsókn að Húsafelli og í blaðinu í dag er ítar- lega greint frá framkvæmdum og áformum um sjálfseignarstofnunina Gömlu sporin. Sjá bls. 16-18. „Starfsemi okkar verður ekki hætt, en það er óljóst hvert við förum eftir næsta vetur,“ segir Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum í Sælingsdal í samtali við Skessuhorn. Nú stendur til að selja mannvirkin á Laugum og því er óvissa hvað verður um ungmennabúðirnar. Skessuhorn kíkti í síðustu viku í heimsókn að Laugum og ræddi við Önnu Margréti. Meðfylgjandi mynd er frá innileikjum í íþróttahúsinu þar sem m.a. stígvélakast fór fram. Sjá nánar bls. 14 Ljósm. Steina Matt. Kristjón Guðmundsson skipstjóri á Tjaldi SH fór vestur á Fláka- grunn í síðustu viku ásamt áhöfn sinni, en miðin voru í um 25 mílna fjarlægð frá Rifi. Þar lagði hann 32 rekka. Óhætt er að segja að mok- fiskast hafi, því fiskur var á nánast hverjum króki og fór aflinn í 170 kör. Til að reikna þetta upp þá ger- ir þessi afli um 1500 kíló á rekka eða um 47 tonn. Kristjón sagði í samtali við Skessuhorn að hann hafi aldrei lent í sambærilegri mokveiði áður. Á einni viku var landað úr Tjaldi 165,2 tonnum úr tveimur róðr- um. Fyrri túrinn gaf um 90 tonn af slægðum afla og í seinni lönd- un landaði Tjaldur 73 tonnum þar sem fyrrgreind mokveiði var, sem gaf 47 tonn á eina lögn, en aflinn var 32 tonn að jafnaði á dag. Daði Hjálmarsson útgerðarstjóri KG fiskverkunar sagði í samtali við Skessuhorn að Tjaldur væri nú á veiðum 20 mílur vestur af Önd- verðarnesi. Á sunnudag var mjög góður afli en hinsvegar var hann lélegri á mánudaginn. Sögðu sjó- menn um borð að loðnulyktin væri kominn á veiðislóðina og þá mætti vænta dræmari veiði á krókana. af Tjaldur SH lenti í mokfiskeríi Tjaldur SH við bryggju. Kristjón Guðmundsson skipstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.