Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 20182 Um næstu helgi frumsýnir leik- listarklúbbur Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi metnaðarfullan söngleik; „Með allt á hreinu“ í Bíóhöllinni á Akranesi. Skessuhorn hvetur fólk til að láta þessa sýningu ekki framhjá sér fara. Gert er ráð fyrir norðlægri átt, 5-13 m/s og dálítil él verða á morgun, fimmtudag. Léttskýjað verður á Suð- ur- og Vesturlandi og frost 1-8 stig. Á föstudag spáir suðaustan 5-13 m/s á Vesturlandi og skýjað með dá- lítilli snjókomu, einkum seinnipart- inn. Norðaustlæg átt annars staðar á landinu og víða bjart en stöku él fyrir austan. Hiti breytist lítið. Á laugardag má gera ráð fyrir austlægri átt, víða dálitlum éljum og áfram kalt í veðri. Á sunnudag spáir norðaustanátt með éljum en léttir til vestanlands og frost 2-11 stig, mildast við strönd- ina. Breytileg átt með dálitlum éljum er spáð á mánudag og frost áfram um allt land. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Tekur þú vítamín eða lýsi?“ Flestir sögðust taka vítamín eða lýsi eða 66% svarenda. 15% sögðust aldrei taka vítamín eða lýsi og 12% sögðust stundum gera það. 8% svar- enda sögðust stundum taka vítam- ín eða lýsi. Í næstu viku er spurt: Lest þú bækur þér til skemmtunar? Að þessu sinni eru karlarnir í körfu- knattleiksdeild Skallagríms Vest- lendingar vikunnar. Þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Breiðabliki í síðustu viku og sýndu svo mátt sinn og megin með sigri á Blikum á mánudag. Lokaleikur liðsins fer fram næstkomandi föstudag og að honum loknum verður liðinu af- hentur deildarmeistarabikarinn. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Grunsamlegar mannaferðir VESTURLAND: Nokkuð var um tilkynningar vegna grun- samlegra mannaferða í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, einkum á Akra- nesi og í Borgarnesi. „Lögregl- an hvetur íbúa til að vera vel á verði, læsa híbýlum sínum og ökutækjum og tilkynna strax til lögreglu (112) verði íbúar varir við eitthvað óeðlilegt í sínu nær- umhverfi.“ -mm Lentu í sjálfheldu BORGARFJ: Um miðjan dag á sunnudaginn barst björgunar- sveitum á Vesturlandi boð um að bjarga þyrfti tveimur mönn- um sem lent höfðu í sjálfheldu á Heiðarhorni í Skarðsheiði. Mik- ill viðbúnaður var vegna björg- unarinnar, en á þriðja tug björg- unarsveitarmanna með snjóbíla, sexhjól, á jeppum og fótgang- andi hélt á staðinn úr fjórum átt- um. Undir kvöld komst björg- unarsveitarfólk til mannanna og gekk heimferðin vel. -mm Stafræn hraðamyndavél VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi hefur tekið í notkun bifreið sem búin er staf- rænni hraðamyndavél til eftirlits með ökuhraða. Bifreiðin verður við hraðamælingar vítt og breitt um umdæmið en sérstök áhersla verður á hraðamælingar á götum við grunn- og leikskóla, segir í tilkynningu frá lögregluembætt- inu. Nú þegar hafa um 70 öku- menn verið kærðir fyrir of hrað- an akstur innanbæjar á Akranesi og í Borgarnesi. „Þeir ökumenn sem aka yfir leyfilegum hámarks- hraða mega búast við sektum. Á síðasta ári varð ekkert banaslys í umferðinni á Vesturlandi. Farið varlega, akið á löglegum hraða og forðist þannig afskipti lög- reglu,“ segir í áskorun lögreglu til vestlenskra ökumanna. -mm Hlíðasmára 11 201 Kópavogur Sími: 534 9600 Netfang: heyrn@heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Tæknifyrirtækið Skaginn 3X opn- aði sérstakt útibú í Noregi síðast- liðinn mánudag. Útibúið er staðsett í Bodø. Í tilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að rekstur útibúsins verð- ur í höndum Magna Veturliðason- ar. Hann hefur lengi starfað innan geirans auk þess að hafa verið bú- settur í Noregi í yfir þrjátíu ár. „Þó við munum hafa skrifstofu í Bodø stefnum við á að heimsækja okkar viðskiptavini. Helstu umsvif okkar munu vera á þeim stöðum þar sem viðskiptavinir okkar starfrækja sín- ar verksmiðjur,“ segir Magni. Í tilkynningunni segir að Skag- inn 3X eigi sér marga trygga við- skiptavini í Noregi. Ný skrifstofa fyrirtækisins þar í landi muni skapa ný tækifæri og gera fyrirtækinu kleift að veita viðskiptavinum sín- um áfram framúrskarandi þjónustu. „Að vera með skrifstofu í Noregi mun styrka stöðu okkar enn frekar í Noregi og á heimsmarkaði og auka þjónustu okkar við núverandi við- skiptavini og nýja,“ segir Magni. Framleiðsla búnaðar verður áfram í höndum Skagans 3X á Ís- landi og mun skrifstofan í Nor- egi vinna náið með starfsmönnum höfuðstöðvanna á Akranesi. Til að byrja með verður einn starfsmaður í útibúi Skagans í Noregi, en Magni segir viðbúið að starfsfólki muni fjölga þegar skrifstofan hefur fest sig í sessi þar í landi. kgk Skaginn 3X skýtur rótum í Noregi Tæknibúnaður frá Skaganum 3X í fisk- vinnslu Eskju á Eskifirði. Magni Veturliðason. Dalamenn lýsa yfir vonbrigðum með uppsagnir tveggja af þrem- ur starfsmönnum í útibúi Sýslu- mannsins á Vesturlandi í Búðardal. Greint var frá málinu í 8. tölublaði Skessuhorns. Þar greindi sýslu- maður frá því að útibúið í Búðar- dal yrði ekki opið alla virka daga eins og verið hefur, en að þjónust- an yrði að öðru leyti óbreytt. Sveitarstjórn Dalabyggðar fjallaði um málið á síðasta fundi sínum 20. febrúar. Í bókun sinni rifjar sveitarstjórn upp lög um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði sem tóku gildi í ársbyrjun 2015. Kváðu þau með- al annars á um ný umdæmi sýslu- manna, sem fækkaðu við breyting- arnar úr 21 í 9. Við það varð emb- ætti Sýslumannsins á Vesturlandi til úr eldri sýslumannsembættum landshlutans. „Í skjölum ráðuneyt- isins frá þessum tíma kemur m.a. fram að leitast væri við að sem minnst röskun verði á skipulagi og starfsemi nýrra sýslumannsemb- ætta og að tryggð verði áframhald- andi öflug þjónusta m.a. með því að tryggja að starfsemi verði áfram það sem hún var fyrir við setn- ingu laganna. Sett var reglugerð nr. 1151/2014 þar sem m.a. kemur fram að útibú skuli vera í Búðar- dal,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Ríkið gengur á bak orða sinna Í umsögn sem byggðarráð Dala- byggðar veitti um drög að reglu- gerðinni á sínum tíma var; „þess krafist að starfsstöðin í Búðardal verði sýsluskrifstofa eins og áður enda hefur ítrekað verið lofað að ekki verði um skerðingu á þjón- ustu að ræða við breytingarnar,“ eins og þar segir og vísað er til í bókun sveitarstjórnar nú. „Sveit- arstjórn Dalabyggðar hefur vissan skilning á því að auka þurfi rekstr- arafgang ríkissjóðs en mótmælir því að til þess þurfi ríkisvaldið að ganga á bak orða sinna á svo aug- ljósan hátt og ná inn hagræðingu með því að skera svo gróflega nið- ur opinber störf í sveitarfélaginu. Í aðgerðaráætlun sveitarstjórnar vegna íbúaþróunar sem samþykkt var í september 2017 og kynnt hef- ur verið alþingismönnum og ráðu- neytum er m.a. lögð áhersla á nauð- syn þess að efla opinberar stofnan- ir í Dalabyggð með fjölgun starfa um 2-3. Góð aðstaða og húsnæði er fyrir hendi til að færa verkefni t.d. til skrifstofu sýslumannsembættis- ins í Búðardal,“ segir í bókuninni. „Það eru því sár vonbrigði að upp- lifa þennan niðurskurð hjá útibúi Sýslumannsins í Búðardal skömmu eftir sameiningu embættanna sem kynnt var sem aðgerð til styrking- ar en hefur þveröfug áhrif í Dala- byggð.“ kgk Segja ríkið ganga á bak orða sinna Dalamenn mótmæla fækkun starfsmanna sýslumanns í Búðardal Frá Búðardal. Ljósm. úr safni/ sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.