Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Bítlarnir höfðu forskot Á hverju ári tökum við Íslendingar þátt í hinu mikla samevrópska ævintýri, Eurovision. Í ríflega þrjátíu ár höfum við nú reynt að velja lög og flytjend- ur sem heillað gætu heiminn. Tvisvar höfum við komist nálægt toppnum, vermt annað sæti í þessari hörðu keppni, en einnig fengið að kynnast botn- inum. Enn á ný tökum við þátt og enn einu sinni fylgdist ég með úrslita- kvöldinu á laugardaginn. Um undankeppnirnar sinnti ég ekki, taldi þetta framlag mitt duga til þátttöku í upplýstri umræðu á kaffistofunni. Líkt og aðrir landsmenn hafði ég ýmsar skoðanir á viðburðinum eftir kvöldið. Fannst dagskráin að þessu sinni vera lengri en góðu hófu gegndi. Nokkuð ljóst þykir mér t.d. að markaðsöflin hafa markað óþarflega djúp spor í þessa dagskrárgerð. Þar er greinilega markmiðið að teygja lopann sem mest til að sem flestir geti sent inn SMS-in sín. Ekki nóg með að það sé kosið í einni lotu, heldur er kosningin endurtekin eftir að úrslit liggja í rauninni fyrir. Nú sem fyrr kom í ljós að það er ómögulegt að heita nafni sem byrjar á D. Allir hafa þeir Daði, Dagur og Dór tapað í úrslitum. En þar sannast að orrusta er aldrei unnin fyrr en úrslitaviðureignin hefur farið fram. Nú er ég ekki á nokkurn hátt sérfróður um Eurovision. Ekki frekar en aðrir. Persónulega fannst mér laglínan í hreinlætislagi Kúst og fæjó best, en hugsaði engu að síður til þess með hryllingi ef það lag hefði sigrað og hugs- aði; þyrfti maður ítrekaðan að fá aulahroll þegar minnst yrði á Ísland, líkt og þegar Pollapönk gerði garðinn frægan hér um árið? Nú, það slapp fyrir horn og leikkonurnar verða bara heima að gera hreint. Eftir stóðu tvö lög í flutningi ungra manna, sem báðir eru efnilegir söngvarar. Þeir eru hins vegar af kynslóð sem á líklega auðveldara með að tjá sig á samfélagsmiðlum heldur en undir álagi í beinni útsendingu. Í það minnsta gátu þeir hvor- ugur mælt af geðshræringu í örvæntingarfullum tilraunum spyrlanna til að taka við þá viðtöl. Líklega væri ráð að sigurvegaranum verði nú hjálpað að sækja sjálfsstyrkingarnámskeið áður en haldið verður utan til Portúgals. Þá verður að leiða að því líkum að kjósendum heima í stofu hafi þótt dálítið sætt hversu innilega ungi maðurinn grét í lok flutnings hans í undanúrslit- um. Auðvitað virkar að fella tár líkt og fyrir stjórnmálakonuna kvöldið fyrir kosningar í haust. Reyndar er besta mál yfirleitt að sýna tilfinningar. Það ber vott um svo margt jákvætt í fari hvers og eins. Tilfinningaverur eru jú betri en tilfinningalausir. En persónulega er ég ekki sannfærður um að þetta lag muni fleyta Ís- landi langt í þessari keppni. Er þó vongóður um að við fáum eitthvað af stigum frá Írum enda er engu líkara en ungi maðurinn sé launsonur Johnny Logans sem sjálfur fór í tvígang með sigur af hólmi í þessari keppni og átti auk þess þriðja sigurlagið. En það dugar held ég ekki til. Melódía lagsins er einfaldlega ekki nógu grípandi til að hægt verði í tæka tíð að gera þetta lag sigurstranglegt. Kannski er skýringarinnar að leita í að alltaf fækkar töl- fræðilegum möguleikum lagahöfunda til að semja góð lög. Til að semja góðan smell þarf jú að raða saman einum tólf tónum sem saman mynda ólíka hljóma þannig að úr verður laglína sem engum öðrum hefur dottið í hug að gera með sama hætti. Þess vegna urðu Bítlarnir svona vinsælir. Þeir voru meðal þeirra fyrstu til að semja og flytja popplög og áttu því endalausa smelli. En, Eurovision mun lifa, hálfri öld eftir að Bítlarnir voru upp á sitt besta. Keppnin hér heima og erlendis ber þess þó merki að sífellt verður erfiðara að semja sannkallaða smelli sem allir geta raulað eða blístrað með í bílnum. En áfram munum við fylgjast með keppninni, hafa á henni skoðun og ræða hvernig gengur. Magnús Magnússon. Leiðari Arnar Laxdal skipstjóri á línubátn- um Særifi SH frá Rifi segir vertíð- ina hafa verið góða að undanförnu. Aflabrögðin hafi verið mjög góð og suma dagana algjör mokveiði. „Nú bregður hins vegar svo við að loðnan er byrjuð að ganga í Breið- arfjörðinn og því höfum við þurft að sigla norður fyrir hana til þess að komast í veiði, en það er talsvert stím á miðin,“ segir Arnar. Hann segir að nú þegar loðnan sé á öllu svæðinu vilji fiskurinn alls ekki bíta á einhverja frosna beitu þegar hann hefur val um að komast í ferskt lostæti eins og loðnan er. Þá dett- ur allt línufískerí niður. „Þá mun- um við bara stoppa smá tíma þang- að til loðnan er búinn að hrygna, en núna spáir brælu næstu tvo dag- ana og við tökum einn túr allavega í viðbót og sjáum svo til með afla- brögð. Það er alls ekki hvetjandi að róa eins og staðan er núna auk þess sem fiskverð hefur lækkað um hátt í 30% síðustu dagana vegna mik- ils framboðs á fiskmörkuðum. Við reynum að fá eins gott verð og við getum til þess að fá sem mest úr þeim kvóta sem við höfum,“ segir Arnar Laxdal. Í sama streng tók Sæbjörn Vig- fússon sölustjóri hjá Fiskmark- aði Íslands sem segir mikið fram- boð hafi verið á mörkuðum síðustu daga og fiskverð hafi af þeim sökum fallið talsvert. af Góð línuvertíð en lækkað fiskverð dregur úr ánægjunni Arnar Laxdal að störfum. Nú þegar loðnan er gengin inn Faxaflóann og í Breiðarfjörð hefur það mikil áhrif á afla línubáta þar sem fiskurinn liggur í loðnuáti og vill ekki sjá hefðbundna beitu. Sjó- menn í Snæfellsbæ gripu því til þess ráðs í vikunni að reyna að lokka fisk- inn aftur á línuna með því að fá sér ferska loðnu til þess að beita á lín- una. Emanúel Þór Magnússon skip- stjóri á línubátnum Álfi SH segir í samtali við Skessuhorn að þeir hafi fengið um 500 kíló af ferskri loðnu sem ætti að duga á 50 bala. „Ég vona að fiskurinn vilji bíta á þegar við beitum loðnunni. Ef ekki þá er bara að nota þessa loðnubeittu bala á steinbítinn, en aðal steinbítssvæði okkar verður opnað 15. mars,“ seg- ir Emanúel. Jónatan Ragnarsson beitning- armaður á Álfi segir að það sé skemmtilegt að beita loðnuna. „Það er fínt að fá svona smá tilbreytingu og svo slepp ég við að skera hefð- bundna beitu, en það er að vísu aðeins lengur verið að beita með loðnunni,“ sagði Jónatan. af Prófa að beita loðnu fyrir þorskinn Jónatan Ragnarsson kátur með að fá að beita loðnu. Síðastliðinn fimmtudag var land- að fyrsta loðnufarminum á Akra- nesi á þessari vertíð. Það var Ven- us NS sem kom með um þús- und tonn að landi kvöldið áður. Gunnar Hermannsson, verk- stjóri á Akranesi, sem stýrt hefur hrognaskurði og -frystingu fyr- ir HB Granda mörg undanfarin ár, segir í samtali við Skessuhorn að vinnslan gangi prýðilega. „Við höfum ekki stoppað vinnslu og frystingu síðan fyrsta loðnan kom að kvöldi 28. febrúar. Þetta hefur gengið vel hjá okkur enda meiri- hluti starfsfólks vanur. Skipin Vík- ingur og Venus eru bæði búin að landa í tvígang og von er á Víkingi inn í kvöld,“ sagði Gunnar í sam- tali við blaðið í gærdag. Hann seg- ir aflann vera blandaðan. Dæmi er um tómar hrygnur en að meðal- tali er 24-25% hrognafylling og þroski hrogna um 80%. „Loðnan virðist heldur seinna í þroska en á undanförnum vertíðum,“ bæt- ir hann við. 11.500 tonn voru eft- ir af loðnukvóta HB Granda þegar vinnslan á Akranesi hófst í síðustu viku. Í gær var búið að landa um helmingi þess eða 5500 tonn og reiknaði Gunnar með að loðnu- frysting og -vinnsla muni standa framyfir næstu helgi. mm Loðnufrystingin hálfnuð á Akranesi Hér er verið að dæla fyrstu loðnunni úr Venusi á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. Víkingur og Venus hafa landað í tvígang á vertíðinni og voru bæði skipin á miðunum í gær. Hrognavinnsla í HB Granda á Akranesi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.