Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 20188 Sækjast eftir starfi forstöðumanns AKRANES: Alls sóttu 17 um starf forstöðumanns íþrótta- mannvirkja Akraneskaupstað- ar, en staðan var auglýst laus til umsóknar í febrúar. Hörð- ur Kári Jóhannesson hefur gegnt starfinu undanfarin ár. Umsóknarfrestur rann út 25. febrúar síðastliðinn og stend- ur ráðningarferlið yfir. Þeir sem sóttu um eru, í stafrófs- röð; Ágústa Rósa Andrésdótt- ir, Baldvin Bjarki Baldvins- son, Daisy Heimisdóttir, Ell- ert Baldur Magnússon, Ey- rún Ída Guðjónsdóttir, Finn- bogi Rafn Gudmundsson, Guðbjartur Máni Gíslason, Helena Rúnarsdóttir, Helgi Magnússon, Indriði Jósafats- son, Ingimar Elí Hlynsson, Magnús Gísli Sveinsson, Óli Þór Júlíusson, Pétur V. Ge- orgsson, Ragnheiður Smára- dóttir, Sturlaugur Sturlaugs- son og Valdimar Leó Frið- riksson. - kgk Kótilettukvöld í Búðardal DALABYGGÐ: Kótilettu- kvöld Lionsklúbbs Búðardals verður haldið í Dalabúð laug- ardaginn 10. mars næstkom- andi. Húsið opnar kl. 19:30 en borðhald hefst kl. 20:00. Lambakótilettur með öllu tilheyrandi verða á boðstól- unum og veglegir vinningar í happadrættinu. Hljómsveit- in B4 leikur fyrir dansi að borðhaldi og skemmtun lok- inni. Allir sem að skemmtun- inni koma gefa vinnu sína og ágóði af samkomunni renn- ur til styrktar Auðarskóla í Búðardal, Björgunarsveitar- innar Óskar og Slysavarna- félagi Dalasýslu. Miðaverð er kr. 6.000 og aldurstakmark er 18 ára. Athugið að skrán- ingar þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 8. mars í síma 897-4724 eða á annae@sim- net.is. -kgk Leggja til að flýta leitum BORGARBYGGÐ: Á fundi fjallskilanefndar Borgar- byggðar á mánudaginn var sagt frá skipun vinnuhóps sem endurskoða skal fyr- irkomulag fjallskilamála í Borgarbyggð, sem og kynnt erindisbréf hópsins. Þá var á fundi fjallskilanefndar lagt til að leitartími fyrstu leita í Borgarbyggð næsta haust færist fram um eina viku á nokkrum svæðum skv. 15. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015. Meðal annars er lagt til að leitartími breyt- ist á svæði Mýrasýslu, að undanskildu leitarsvæði til Fljótstunguréttar. Leitartími breytist á svæði Borgarfjarð- arsýslu norðan Andakílsár og Skorradalsvatns að undan- skildu leitarsvæði til Rauðs- gilsréttar. Einnig breyt- ist leitartími á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár þar sem fé er smalað til Kaldár- bakkaréttar. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 24. febrúar - 2. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 6 bátar. Heildarlöndun: 817.160 kg. Mestur afli: Venus NS: 774.218 kg í einni löndun. Arnarstapi: 5 bátar. Heildarlöndun: 39.637 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 15.005: kg í tveimur róðr- um. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 210.426 kg. Mestur afli: Hringur SH: 71.289 kg í einni löndun. Ólafsvík: 19 bátar. Heildarlöndun: 496.266 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 72.760 kg í fimm róðrum. Rif: 19 bátar. Heildarlöndun: 630.130 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 89.042 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 186.380 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 177.494 kg í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Venus NS - AKR: 774.218 kg. 28. febrúar. 2. Tjaldur SH - RIF: 89.042 kg. 28. febrúar. 3. Rifsnes SH - RIF: 76.708 kg. 28. febrúar. 4. Hringur SH - GRU: 71.289 kg. 28. febrúar. 5. Þórsnes SH - STY: 64.369 kg. 24. febrúar. -kgk Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðis- félagsins á Akranesi 27. febrú- ar síðastliðinn var samþykkt sam- hljóða tillaga kjörnefndar að fram- boðslista flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningar sem fram fara laugardaginn 26. maí næstkom- andi. Sjálfstæðisflokkurinn átti á yfirstandandi kjörtímabili fimm fulltrúa í bæjarstjórn og skip- ar meirihluta ásamt einum full- trúa Bjartrar framtíðar. Listinn frá síðustu kosningum breytist nokk- uð og nú skipar forystusæti hans Rakel Óskarsdóttir verslunarmað- ur, en Ólafur Adolfsson færist nið- ur í fjörða sæti. Einar Brandsson tæknistjóri skipar áfram þriðja sæti listans en ný í annað sæti listans kemur Sandra Björk Sigurjóns- dóttir framkvæmdastjóri. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri er í fimmta sæti. Listinn í heild sinni er þannig skipaður: 1. Rakel Óskarsdóttir, verslunarmaður og bæjarfulltrúi 2. Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri 3. Einar Brandsson, tæknistjóri og bæjarfulltrúi 4. Ólafur Adolfsson, lyfsali og bæjarfulltrúi 5. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 6. Kristjana Helga Ólafsdóttir, versl- unarmaður og viðskiptafræðingur 7. Stefán Þórðarson, bifreiðastjóri 8. Aldís Ylfa Heimisdóttir háskóla- nemi 9. Carl Jóhann Gränz, vaktmaður 10. Ester Magnúsdóttir, viðburðastjóri 11. Ingþór Bergmann Þórhallsson, verslunarstjóri 12. Rúna Björg Sigurðardóttir, einkaþjálfari 13. Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi og verkamaður 14. Ólöf Linda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri 15. Daníel Heimisson, háskólanemi 16. Ólafur Grétar Ólafsson, fv. skrifstofumaður 17. Eiríkur Jónsson, sjómaður 18. Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi. mm Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi samþykkir framboðslista sinn Hópur fólks í Stykkishólmi stefn- ir á framboð til bæjarstjórnar í sveit- arstjórnarkosningunum í vor undir nafninu Okkar Stykkishólmur. Í til- kynningu frá hópnum kemur fram að hann hafi hist á óformlegum fund- um frá því síðasta haust og rætt fram- tíð bæjarins. „Við eigum það sameig- inlegt að vera tilbúin að leggja hönd á plóg með einum eða öðrum hætti í þágu samfélagsins, án þess að taka þátt í eða binda okkur við flokkapóli- tík. Við höfum þannig mótað okk- ar áherslur og gildi, sem hópurinn stendur fyrir,“ segir í tilkynningunni. Hópurinn hefur opnað heimsíð- una okkarstykkisholmur.is þar sem áhugasamir geta kynnt sér áherslu- mál hópsins, auk þeirra gilda sem hópurinn leitast við að vinna eftir. „Við höfum einnig opnað samtal fyrir kosningarnar á betraisland.is. Samtal- ið er ný og skemmtileg leið þar sem íbúar á öllum aldri geta tekið þátt og sett fram sín áherslumál. Allir geta tekið þátt í umræðunni með rökum, með og á móti. Þannig vonumst við til að fá opna umræðu um það sem íbúum liggur á hjarta fyrir kosning- arnar í vor.“ Á næstu vikum mun hópurinn vinna að því að undirbúa framboðs- lista fyrir komandi kosningar, ásamt því að kynna hugmyndir hópsins frekar fyrir bæjarbúum. „Ein af okk- ar áherslum er að samtal íbúa verði gagnlegt og heiðarlegt og vonumst við til að Hólmarar taki því fagnandi að fá einn valkost til viðbótar fyrir komandi kosningar,“ segir í tilkynn- ingu frá Okkar Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/sá. Nýtt framboð í undirbúningi í Stykkishólmi Á fundi í Sjálfstæð- isfélagi Grundar- fjarðar sunnudaginn 4. mars var fram- boðslisti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra samþykkt- ur fyrir komandi sveitastjórnarkosn- inar. Jósef Ó. Kjart- ansson leiðir listann. Heiður Björk Foss- berg Óladóttir skip- ar annað sæti, Unn- ur Þóra Sigurðar- dóttir er í þriðja sæti og Rósa Guð- mundsdóttir verður í því fjórða. Listinn í heild er þannig: Jósef Ó. Kjartansson Heiður Björk Fossberg Óladóttir Unnur Þóra Sigurðardóttir Rósa Guðmundsdóttir Bjarni Sigurbjörnsson Eygló Bára Jónsdóttir Bjarni Georg Einarsson Runólfur J. Kristjánsson Sigríður G. Arnardóttir Tómas Logi Hallgrímsson Unnur Birna Þórhallsdóttir Valdís Ásgeirsdóttir Arnar Kristjánsson Þórey Jónsdóttir. tfk Framboðslisti Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði Fjögur efstu á listanum. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.