Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 9 Stígamót eru með regluleg viðtöl á Akranesi og í Borgarnesi fyrir brotaþola kynferðisofbeldis sem hafa náð 18 ára aldri. Einnig geta aðstandendur brotaþola fengið ráðgjöf. Hægt er að panta viðtöl í síma 562-6868 eða senda tölvupóst á stigamot@stigamot.is. Þess ber að geta að þjónustan er að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu samtakanna www.stigamot.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Viðtöl á Akranesi og Borgarnesi Tæplega 38 ára sögu meðferðar- heimilis á Staðarfelli í Dölum lauk 1. mars síðastliðinn þegar vistmenn og starfsfólk fluttist á nýja meðferð- arstöð í Vík á Kjalarnesi. Meðferð- arheimilið hefur verið rekið á vegum Samtaka áhugafólks um áfengisvanda (SÁÁ) en á Staðarfelli var rými fyrir allt að 30 sjúklinga. Þangað komu karlmenn í fjögurra vikna endurhæf- ingu að lokinni dvöl á Sjúkrahúsinu Vogi. Á vefsíðu SÁÁ segir að umsvif félagsins munu ekki aukast með til- komu nýrrar byggingar í Vík heldur er verið að endurbæta aðstöðu fyr- ir sjúklinga og starfsfólk og færa að- búnaðinn að kröfum nútímans. Þar á meðal eru átta herbergi hönnuð með tilliti til þarfa hreyfihamlaðra. Staðarfell á sér langa sögu en þar var meðal annars starfræktur hús- mæðraskóli í nærri hálfa öld en þar á undan hafði sýslumaðurinn í Dala- sýslu haft þar aðsetur. Óljóst er um framhaldið á Staðarfelli, en Ríkis- kaup hafa auglýst húseignir þar til sölu. Er mjög hlýtt til Staðarfells Á síðasta ári, þegar ljóst var að SÁÁ myndi hætta starfsemi á Staðar- felli var farið yfir sögu staðarins og meðal annars rætt við fyrrum skóla- stjóra Húsmæðraskólans. En einnig við landsþekktan tónlistarmann sem náði bata með dvöl á Staðarfelli. Að- spurður hvernig dvölin hafi verið á Staðarfelli sagði Bubbi Morthens ekki hafa neitt nema jákvætt um hana að segja. „Það myndast ákveðin samkennd meðal þeirra sem á Stað- arfelli dvelja, eins og oft vill verða á svona stöðum þar sem fólk þarf að þreyja þorrann saman. Þó staðurinn sé búinn þessum harmi hef ég ekk- ert nema gott um hann að segja því þarna fékk ég tækifæri til að takast á við sjúkdóminn sem ég hef ver- ið að glíma við í gegnum lífið. Mér er mjög hlýtt til Staðarfells,“ segir Bubbi. „Þarna var bara fallegt og gott fólk, bæði heimamenn og þeir sem þangað komu. Það er mjög sérstakt sem fólk gengur í gegn- um saman á svona stað. Ég eign- aðist marga kunningja og þegar ég hitti þá í dag er eins og við höf- um verið í sjávarháska saman. Mér er mjög hlýtt til þeirra allra í dag,“ bætir Bubbi við. Þó hann hafi aðeins hlýjar til- finningar til Staðarfells telur Bubbi það mjög jákvætt að nú eigi að færa starfsemina á Kjalarnesið. „Það er bara jákvætt að nú sé búið að byggja stóra og góða aðstöðu fyrir starf- semina í Vík og ég er fullviss um að Staðarfells bíður bara nýtt hlutverk í framtíðinni,“ sagði Bubbi í viðtali við Skessuhorn á liðnu ári. sm Meðferðarheimilinu á Staðarfelli hefur nú verið lokað Staðarfell í Dölum. Ljósm. sm. Aðstaðan í Vík uppfyllir nútímakröfur. Hér er eitt herbergjanna á Staðarfelli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.