Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 201822 Kvenfélag Ólafsvíkur færði nýver- ið legudeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi Sony sjónvarp að gjöf. Það voru þær Hanna Metta Bjarnadóttir, Steiney K. Ólafsdóttir og Sóley Jónsdótt- ir í stjórn félagsins sem afhentu Hafrúnu Bylgju, sjúkraliða á leg- udeildinni sjónvarpið ásamt vegg- festingu. Mun Hafrún sjá til þess að sjónvarpinu verði komið fyrir á endanlegum stað á deildinni. Vildi hún koma á framfæri kæru þakk- læti til kvenfélagsins fyrir þessa höfðinglegu gjöf. þa Gáfu HVE í Stykkishólmi sjónvarp Golfklúbbur Borgarness og Hús og Lóðir ehf, byggingafyrirtæki í eigu Snorra Hjaltasonar og Brynhild- ar Sigursteinsdóttiur, hafa undirrit- að styrktarsamning að upphæð ein milljón króna. Samningurinn kveð- ur á að upphæðinni verði varið til uppbyggingar á barna- og unglinga- starfið hjá golfklúbbnum. „Golf- klúbbur Borgarness hefur á liðn- um árum tekið myndarlega á barna- og unglingastarfinu, nú síðast und- ir handleiðslu Magnúsar Birgisson- ar PGA golfkennara. Kemur þessi styrkur til með að verða mikil inn- spýting í þetta góða starf klúbbsins. Golfklúbbur Borgarness vill koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra hjóna, Snorra og Brynhildar,“ segir í tilkynningu. mm Hús og lóðir styrkja Golfklúbb Borgarness Jóhannes Ármannsson og Snorri Hjaltason. Hið sögufræga Grímshús sem stendur á suðvesturenda Brák- areyjar í Borgarnesi var byggt 1942 af útgerðarfélaginu Skalla- grími og tengist mjög atvinnusögu byggðarlagsins. Húsið var komið í niðurnýðslu þegar hópur manna í Borgarnesi tók sig til og stofnaði Grímshússfélagið og beitti sér fyr- ir uppgerð hússins. Meðfylgjandi eru tvær myndir af Grímshúsi, fyr- ir og eftir breytingar. Sú fyrri var tekin í apríl 2012 en hin í október 2017 eftir að búið var að lagfæra húsið að utan. þg Grímshúsið orðið staðarprýði „Hver króna sem við fjárfestum inn í háskólastigið skilar sér áttfalt inn í hagkerfið,“ sagði Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra þeg- ar hún setti dagskrá Háskóladags- ins síðastliðinn laugardag. „Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel til síðustu hundrað árin en við þurf- um líka að fara inn í næstu hundr- að ár með sama hugarfari og ná enn lengra og við munum gera það með því að fjárfesta í menntun,“ sagði ráðherrann. Að Háskóladeginum standa allir sjö háskólarnir hér á landi. Ljóst var að þörfin fyrir að kynna háskólanám er mikil því há- skólarnir iðuðu af mannlífi á Há- skóladeginum og veðrið hjálpaði að auki, en það var bjart og fallegt þennan dag. Í þessari viku leggja nemendur, kennarar og starfsmenn háskólanna land undir fót og heimsækja alls níu framhaldsskóla á átta stöðum á landinu og halda áfram að kynna háskólanám á Íslandi. Fyrsti við- komustaðurinn var Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi þar sem kynning á háskólanámi fór fram síðastliðinn mánudag. mm Háskólarnir taka höndum saman um kynningarstarf Frá heimsókn Háskóladagsins í Fjölbrautaskóla Vesturlands síðast- liðinn mánudag. Ljósm. kgk.Meðfylgjandi myndir eru frá Háskóladeginum í Reykjavík á laugardaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.