Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 23 Starfssvið:  Veitir skólanum faglega forystu  Mótar framtíðarstefnu skólans í samræmi við aðalnámsskrá grunnskóla og skólastefnu Borgarbyggðar  Ber ábyrgð á mannnauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun  Ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans  Tekur þátt í samstarfi við aðra skóla í sveitarfélaginu og aðra sem koma að málefnum barna og ungmenna Menntunar- og hæfniskröfur:  Leyfisbréf á grunnskólastigi  Framhaldsmenntun æskileg á sviði uppeldis- og menntunarfræða  Reynsla af faglegri forystu í námi og kennslu  Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun  Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi  Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið. Borgarbyggð auglýsir starf skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogafærni, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna sýn og er tilbúin til að leiða starfsstöðvar skólans inn í framtíðina Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. júní 2018. Grunnskóli Borgarfjarðar er starfræktur á þremur starfsstöðvum, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur eru um 200 talsins í 1.-10. bekk. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur. Þau er höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði leiðtogans sem er ætlað að auka sjálfsöryggi, ábyrgðartilfinningu og frumkvæði með það fyrir augum að nemendur hafi færni til að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum og hæfum hópi kennara og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Helsta verkefni skólastjóra er að viðhalda góðum skólabrag og samstarfi á starfsstöðvum skólans og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands. Umsókninni skal fylgja ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur hvers vegna viðkomandi sækir um starfið. Umsókn skal skilað á borgarbyggd@borgarbyggd.is Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, annamagnea@borgarbyggd.is og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri, ingibjorg.inga@gbf.is Umsóknarfrestur er til 26. mars nk. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Einu sinni í mánuði koma saman fáeinar konur í Grundarfirði og skiptast á skoðunum um bók sem þær hafa þá nýlokið við að lesa. Í febrúar 2016 hittust konurnar fyrst og stofnuðu leshóp sem hef- ur fengið nafnið Köttur úti í mýri. Í fyrsta skipti sem leshópurinn hittist voru þær aðeins fjórar en hafa nú tvöfaldað fjöldann. „Fyr- ir nokkrum árum bjó ég á Eyrar- bakka og var þá boðið að vera með í leshópi og fannst það alltaf mjög gaman. Þegar ég flutti svo hingað í Grundarfjörð hafði ég ekki ver- ið í leshópi í nokkur ár og sakn- aði þess,“ segir Lilja Magnúsdótt- ir, einn af stofnendum leshópsins, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. „Mig langaði að sjá hvort það væri áhugi fyrir svona leshópi hér í Grundarfirði svo ég setti inn fyrirspurn á íbúasíðu á Facebook og margir sýndu áhuga. Ég stofn- aði sérhóp á Facebook fyrir les- hópinn og boltinn fór að rúlla. Þó margir hafi sýnt áhuga vorum við þó bara fjórar til að byrja með,“ segir Lilja en auk hennar stofn- uðu þær Kristín Alma Sigmars- dóttir, Lína Hrönn Þorkelsdótt- ir og Björg Karlsdóttir hópinn. „Hópurinn hefur aðeins breyst, einhverjar hafa hætt og aðrar bæst við, svona eins og gengur og ger- ist bara.“ Stór partur af upplifun- inni að ræða bókina Fyrirkomulagið í leshópnum er að meðlimirnir skiptast á að velja bók til að lesa svo hittast þær á Bjargar- steini þar sem bækurnar eru rædd- ar. „Fyrst hittumst við alltaf á Kaffi Emil en þar var mjög notalegt að vera og hentaði vel því bókasafn- ið er í sama húsi. Opnunartíminn hentar okkur þó ekki nógu vel og erum við farnar að hittast á Bjarg- arsteini núna og fáum okkur súpu og léttvínsglas á meðan við rök- ræðum um bókina sem við lásum vikurnar áður,“ segir Lilja. „Þetta geta oft verið ansi heitar umræður en við erum sjaldnast sammála um bækurnar. Upplifun okkar við lest- urinn er oftast mjög ólík og líka skoðanir á persónunum í bókun- um. Það er líka það sem gerir þetta svo skemmtilegt því þegar maður fer að ræða bækurnar sér maður oft eitthvað sem maður hefði ann- ars ekki séð. Fyrir mér er stór part- ur af því að lesa bók að ræða hana við aðra og mér finnst ég ekki geta sagt skilið við bókina fyrr en ég er búin að því, það er bara mikilvæg- ur hluti af upplifuninni. Stefna á að heimsækja söguslóðir Ég held að það hafi bara einu sinni komið fyrir að við séum allar sam- mála um að bók hafi verið góð, það var bókin Berlínaraspirnar eft- ir Anne Ragde en þá var upplifun okkar á bókinni samt mjög ólík. Mestu rökræðurnar voru um bók- ina Þerraðu aldrei tárin án hanska, eftir Jonas Gardell. Það voru mjög skiptar skoðanir hjá okkur um þá bók og við upplifðum hana mjög ólíkt,“ bætir Lilja við. Aðspurð hvort það sé ákveðið þema í bóka- vali segir Lilja svo ekki vera. „Við erum með tvær reglur; að við les- um ekki ævisögur eða fræðibæk- ur. Það hefur þó atvikast þann- ig að flestar bækurnar eru eftir kvenkyns rithöfunda, en það var alveg ómeðvitað og við áttuðum okkur ekki á því fyrr en nýlega,“ svarar hún. Leshópurinn stefn- ir á að heimsækja söguslóðir eft- irminnilegustu bókanna einn dag- inn. „Þegar við lásum bókina Ljós- móðirin eftir Eyrúnu Ingadótt- ur kom upp sú hugmynd að fara á Eyrarbakka þar sem bókin gerist. Við vorum líka með stór plön um að fara til Ítalíu á söguslóði Nap- olíonsagna eftir Elenu Ferrante en bækurnar hennar höfðu feng- ið mjög góða dóma og vorum við vissar um að þær væru frábærar. Fyrsta bókin var svo alveg hræði- leg svo við hættum við Ítalíu ferða- leg en ætlum enn að fara á Eyrar- bakka,“ segir Lilja og hlær. Við þurfum að vera betri fyrirmyndir Auk þess að vera mikill lestar- hestur starfar Lilja á bókasafn- inu í Grundarfirði þar sem hún meðal annars tekur á móti grunn- skólabörnum í bókasafnstímum. „Mér þykir mjög gaman að sjá í minni vinnu hvað börn eru mikið duglegri við að lesa heldur en ég hélt. Maður heyrir svo mikið um áhyggjur fólks af því að börn lesi ekki nóg en mín reynsla er að þau lesi talsvert. Þau lesa kannski ekki það sem við viljum að þau séu að lesa en ég held að það sé ekki nýtt. Auðvitað lesa þau helst það sem tengist þeirra áhugasviði eða þau hafa gaman að. Á meðan þau lesa held ég að það sé óþarfi að hafa áhyggjur. En það er ekki furða að fólk hafi þessar áhyggjur, tölvurn- ar og símarnir eru miklir tímaþjóf- ar. Ég held samt að það séu mun frekar fullorðnir sem eru hætt- ir að lesa og festast í þessum tækj- um. Við verðum að átta okkur á að við erum fyrirmyndir. Við getum ekki setið í tölvunni allan daginn og ætlast til að börnin okkar setjist svo niður með bók. Mín tilfinning er þó sú að fólk sé að vakna upp frá tölvunum og áhugi fyrir bóklestri sé að aukast,“ segir Lilja og bæt- ir því við að hún hvetji alla til að prófa að taka þátt í svona leshópi. „Ég held að allir gætu haft gott af því að taka þátt í svona hópi. Það vex kannski í augum fólks að lesa Hittast einu sinni í mánuði til að ræða um bækur Rætt við Lilju Magnúsdóttur einn af stofnendum leshópsins Köttur úti í mýri í Grundarfirði heila bók í hverjum mánuði en það er ekki skilyrði hjá okkur að allir hafi alltaf lesið allar bækurn- ar. Svo lengi sem fólk les eitthvað og reynir að halda í við hópinn eru allir velkomnir. Ég er líka viss um að áhugi gæti kviknað hjá mörgum eftir að hafa séð hversu gaman það er að hitta aðra og ræða bækurnar, við erum svo skemmtilegur hóp- ur,“ segir Lilja og hlær. arg Leshópurinn Köttur úti í mýri í Grundarfirði hittist mánaðarlega á Bjargarsteini og ræðir um nýlesnar bækur. Á myndinni eru f.v. Lína Hrönn Þorkelsdóttir, Elsa Björns- dóttir, Herdís Björnsdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Kristín Alma Sigmarsdóttir og María Ósk Ólafsdóttir. Á myndina vantar Helgu Hafsteinsdóttur og Guðbjörgu Jenný Ríkharðsdóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.