Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birt- um við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heim- ilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkju- braut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 79 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Táknmyndir.“ Vinningshafi er Bergvin Sævar Guðmundsson, Hlíðarvegi 3, 350 Grundarfirði. Máls- háttur Dundar Skjól Sá Laun Kvakar Hérað Seinar Báta- skýli Nöldur Sefar Nesoddi Með- limir Sund Skófla Neitun Slakur Trjá- króna Snún- ingar Spyrja Ílát Stór Bíður Tæki 500 Blanda Rugl Logar Áttt Hljóp Aðstoð- armaður Mettur Tunna Alltaf Bara Merki 2 Vind- auga Skemill 4 Missir Dæld Álkan 7 Óreiða Sefa Gæði 5 Eins um K Röð Dramb- látur Kækir Háð Sár 10 Ernir Hæðina Rugl Slóð Tölur Loðna Gagn Til Púkar Skel Draup Villt Önd Auga- bragð Óttast Kisur Næði Röskur Kæpa 55 Beljaki Tíma- bils Klaki Tölur Rugga Stök Púl Félagi Alltaf Mjög Álít Til- hlaup Vafstur Tala 6 Tölur Gruna Blær Ófús 9 Form Sonur Prik Fæða 1 Hinkr- uðu Mögl 3 Svæði Enduðu Sær Bjálki Agar Á fæti Átt Korn Seinkar 8 Ekla Matar- poki Rölta 6 11 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 S V I P B R I G Ð I L A R I Ð N I N Æ R A F M Á A R T N A U S T L R Á A D A M T Ó E L D A R B R A U T P Ú L I Á M A Á R Á S R A L T K E T I L L A S I A R K A H I T I L A G G A P A N Ú N S A U R Ð A R A F D S A U M G A R R I K U M A G Á L L Ö G R A R K Ú R Y S A U Ó N A F A T A N A S A R Á G Æ T T B L Á Y D R Ó Ó A V Ö R U B Í L L I Ð T A U T I Á R T Á R R U T L S A T O S T R U N A R J Á T L Ó K S Á R A S T Á K N M Y N D I RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Jæja gott fólk, í þetta skiptið langar mig að byrja þáttinn á því að spyrjast fyrir hvort nokk- ur viti um höfunda að þessum vísum: Hann er ekkert hismisblað hégómi né glingur og líkt er sem hann þekki það þegar flaskan syngur. Kvað ég undir spreng og span spottaður og lúinn, laraður með lungnaþan. - Lotan mín er búin. Eða þá þessari: Meðan foldar fjalla safn fanna skautar tröfum, saga geymir greppsins nafn gullnum ritað stöfum. Endilega stingið því að mér ef þið vitið eða hafið grun um höfunda. En svo vikið sé að öðru þá fer nú svo fyrir okkur öllum að við eldumst og oft fer skrokk- urinn eitthvað að tuða þegar árunum fjölgar. Brynjólfur Einarsson í Vestmannaeyjum fór að finna til í fæti og leitaði læknis sem tjáði honum að miðfótarbeinið hefði gengið úr lagi. Af því tilefni varð til eftirfarandi vísa: Ég fann til verkja i fætinum að neðan, og fljótlega er læknir hafði séð hann, mér hann tjáði meður berum orðum, að miðfóturinn væri að ganga úr skorðum. Stefán skáld frá Hvítadal þótti vel kunna að meta heimsins lystisemdir. Einhverju sinni á síðari árum sínum kom hann í kaupstað að kvöldlagi nokkuð seint. Hann orti þá: Elli veldur að ég finn enga náð hjá snótum, en guði sé lof að læknirinn lifir og er á fótum. Þar mun skáldið líka hafa fengið hressingu vel þegna. Í síðasta þætti minntist ég aðeins á Jónas í Grjótheimi sem var sjómaður og síðar vöru- bílstjóri í Reykjavík á öðrum fjórðungi síðustu aldar. Eins og gengur eru hagyrðingar stundum mishrifnir af yrkingum hvers annars og eftir að ljóðabók Jónasar kom út kvað annar hagyrðing- ur sem ég veit ekki nafn á: Hver einast bykkja sem hangir við hána heldur sig skáldfák og rótar upp leir. Þarna fer Jónas á Grjótheima Grána - nú gerist ei þörf fyrir Pegasus meir. Annar ágætur ökumaður, Óskar Sigurfinns- son í Meðalheimi, var einn morguninn á leið til vinnu sinnar en eitthvað annars hugar og var kominn óþarflega utarlega á kantinn. Varð það tilefni þessarar: Akstrinum ég ætla að sinna afganginn af deginum. Eg held ég ætti að hugsa minna og halda mig á veginum. Nú hef ég ekki grænan grun um hvaða hug- renningar flögruðu um kollinn á Óskari. Ég veit heldur ekkert hvað Gísli Ólafsson var að hugsa þegar hann kvað: Ýms eru fljóðin ástleitin með armana heita og bera og þegar kitlar kvensemin. - Hvað eiga menn að gera? Eitt sinn fór svo sem stundum gerist á sjó að skip lenti í illviðri en náði þó til hafnar mjög lask- að. Einn skipverjanna orti þá en í Guðanna bæn- um ekki láta ykkur detta í hug að ég sé eitthvað að sneiða að þjóðarskútunni og stjórnun hennar nú eða fyrr: Stýrið laskað, mastrið mölvað, matrósar í ólagi. Vitlaus kompás, veðrið bölvað. Verri en enginn skipstjóri. Miklar breytingar urðu hér á landi á stríðs- árunum og með komu hersins en nokkuð voru skiptar skoðanir um ágæti þeirra breytinga. Árni frá Múla gaf út ljóðabókina „Gerviljóð - stríðsgróðaútgáfa“ árið 1946 og líklegt að nafnið hafi orðið kveikjan að vísu Ingibjargar Sigfúsdóttur frá Forsæludal: Nú má kaupa þessi þjóð þrykkt og gyllt í sniðum í gerviskinni Gerviljóð af gerviljóðasmiðum. En hvað um það í bókinni er eitt „Gerviljóð“ og skal nú gripið ofan í það snilldarverk og þó óskipulega: Þeir sem stjórna þessu landi það eru engin gerviflón. Hér er líka friðsælt Frón, þegnskapur og þjóðarandi. Enginn kvíðir öðrum degi enda sér þess hvergi þörf - greitt er fyrir gervistörf. Brókin vex en barnið eigi. -- -- -- -- Gerviskraut við gervipenning getur hver í búðum keypt. Varúð hafa af stóli steypt gervilán og gervimenning. Veislum fjölgar, vínið flóir, verða sumir alveg mold. Gervallt jafnan hold er hold. Allt er talið gull sem glóir. Ómar teitin auðs í hringum enginn maður sér til fulls, það sé kálfur gervigulls sem þeir dansa kátir kringum! -- -- -- -- Gott er að búa í gerviríki greint ei verður neins staðar svona afbragðs aldarfar þótt starað sé í stjörnukíki. Ýmsum þykir sem veturinn hafi verið heldur leiðinlegur það sem af er. Við búum nú samt á Íslandi og lítið annað að gera en að taka því sem að höndum ber. Skárra að hafa þó vetur þegar vetur á að vera. Bjarni frá Gröf ávarpaði fósturjörðina með þessum hætti einhvern tím- ann á útmánuðum: Hvíta skikkjan ónýt er alltaf fjölga götin. Guð má fara að gefa þér grænu sumarfötin. Guðm. Þ Sigurgeirsson sem bjó lengi á Drangsnesi yrkir: Gengið hef eg margs á mis má þó heita ríkur. Áhyggjurnar eins og fis af mér gleðin strýkur. Og að lokum kemur þessi snilld sem Sigur- björn Stefánsson frá Miðhúsagerði yrkir eftir Gísla frá Eiríksstöðum: Svartá hæglát syrgir því söngur hljóðnar vinum. Þorrin lind og lífið í lækjarfarveginum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Eg held ég ætti að hugsa minna og halda mig á veginum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.