Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 07.03.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur tryggði sér á fimmtu- dag sæti í Domino‘s deild karla eft- ir 118-87 sigur á Snæfelli í Borgar- nesi. Þar með gulltryggðu Borgnes- ingar toppsæti deildarinnar og far- seðilinn í deild þeirra bestu að ári. Finnur Jónsson, þjálfari Skalla- gríms, var að vonum ánægður með úrvalsdeildarsætið, enda hafði liðið stefnt að því frá fyrsta leik vetrar- ins að komast í deild þeirra bestu að nýju. „Markmiðin voru alveg kýr- skýr, að fara beina leið upp og það tókst. Tilfinningin var því alveg rosalega ljúf. Það var mikil sam- heldni í hópnum og allir á sömu blaðsíðu,“ segir Finnur í samtali við Skessuhorn. Árangurinn þakk- ar hann stöðugum framförum leik- manna liðsins. „Tímabilið okkar hefur einkennst af stöðugleika og framförum liðsins jafnt og þétt í all- an vetur. Við erum að toppa á hár- réttum tíma,“ segir hann. Skallagrímsmenn héldu sigur- göngunni sinni áfram á mánudags- kvöld þegar þeir unnu sinn sjö- unda leik í röð með því að skjóta Breiðablik í kaf á útivelli. Lokatöl- ur í þeim leik urðu 111-123. Finnur segir leikmenn hafa átt auðvelt með að gíra sig upp fyrir leikinn, þrátt fyrir að hafa þegar náð markmiðum sínum. Hann kveðst eiga von á því að það sama verði uppi á teningn- um í lokaleik tímabilsins á móti Vestra í Borgarnesi á föstudaginn, 9. mars næstkomandi. Að þeim leik loknum munu Skallagríms- menn hefja deildarmeistarabikar- inn á loft. „Menn voru ákveðnir í því, fyrir leikinn á móti Breiðabliki, að njóta þess að spila þessa síðustu leiki sem við eigum eftir í vetur. Það sama gildir um leikinn á föstu- daginn. Við ætlum að gera okk- ar allra besta til að skemmta okk- ur skemmta áhorfendum og sigra í lokaleiknum á móti Vestra,“ segir Finnur og hvetur Borgnesinga til að fjölmenna á leikinn. „Við vonumst eftir fullu húsi eins og var á móti Snæfelli. Stuðningurinn þá var al- veg geggjaður og það væri gaman að lyfta bikarnum fyrir fullu húsi á föstudaginn,“ segir Finnur Jónsson að endingu. kgk/ Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn. Skallagrímur kominn í deild þeirra bestu Lyfta deildarmeistarabikarnum á föstudaginn Borgnesingar fagna á áhorfendapöllunum. Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, fagnar með leikmönnum sínum eftir leikinn gegn Snæfelli. Keppendur úr Fimleikafélagi Akra- ness gerðu góða ferð til Selfoss um liðna helgi, þar sem bikarmót barna og unglinga í fimleikum var hald- ið. Alls sendi FIMA um eitt hundr- að iðkendur til keppni í mótinu. Þrjú lið kepptu í 5. flokki, þrjú í 4. flokki og í 3. flokki voru liðin tvö. Lið 1 í 5. flokki gerði sér lítið fyrir og skrifaði nýjan kafla í sögu FIMA með því að fagna sigri í A deild á mótinu. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem lið frá FIMA hampar bik- armeistaratitli í A deild. Í 4. flokki hafnaði lið í öðru sæti mótsins og tryggði sér keppnisrétt í A deild á Íslandsmótinu í vor. kgk Kræktu í gull á bikarmóti í fimleikum Lið 1 í 5. flokki FIMA sigraði í A deild. Ljósm. Fimleikasamband Íslands. Lið Fima sem hafnaði í öðru sæti í 4. flokki. Ljósm. FIMA. Snæfell tapaði naumlega fyrir Gnúpverjum, 99-95, eftir kafla- skiptan leik liðanna í 1. deild karla í körfuknattleik á laugardag. Leik- ið var í Fagralundi í Kópavogi, þar sem sunnanmenn leika heimaleiki sína. Gnúpverjar voru mun sterkari í upphafsfjórðungnum en Snæ- fellingum gekk illa að finna takt- inn. Fyrir vikið leiddu heimamenn 22-12 eftir fyrsta leikhluta. Snæ- fellingar voru sterkari í öðrum leik- hluta en tókst þó ekki að taka for- ystuna í leiknum. Þeir minnkuðu muninn í sex stig seint í fyrri hálf- leik, 38-32 og Gnúpverjar leiddu með sjö stigum í hléinu, 47-40. Snæfellingar mættu ákveðn- ir til síðari hálfleiks og komu sér strax upp að hlið Gnúpverja. Þeir tóku síðan forystunna eftir miðj- an þriðja leikhluta og komust mest sjö stigum yfir, 53-60. Gnúpverj- ar áttu lokaorðið í fjórðungnum, minnkuðu muninn í eitt stig fyr- ir fjórða leikhluta, 64-65 og leik- urinn í járnum. Gnúpverjar kom- ust yfir í byrjun lokafjórðungsins og liðin fylgdust að næstu mín- útur. Heimamenn tóku síðan að síga fram úr og voru komnir níu stigum yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Þeir misstigu sig ekki á lokasprettinum, jafnvel þó Snæfell hafi gert atlögu að forystunni und- ir lokinn. Lokatölur urðu 99-95, Gnúpverjum í vil. Christian Covile átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 37 stig, tók tíu fráköst og stal boltanum fimm sinnum. Geir Elías Úlfur Helga- son kom honum næstur með 19 stig, Viktor Marinó Alexandersson skoraði 15 stig og tók fimm frá- köst og Nökkvi Már Nökkvason var með tíu stig. Everage Lee Richardsson átti risaleik fyrir Gnúpverja og daðr- aði við þrennuna. Hann skoraði 47 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Atli örn Gunnars- son var með tólf stig og sjö fráköst og Bjarni Geir Gunnlaugsson ell- efu stig og fimm fráköst. Snæfell hefur 24 stig og hefur tryggt sér í fimmta sæti deildarinn- ar, sem gefur sæti í úrslitakeppn- inni um eitt laust sæti í úrvalsdeild, þegar einn leikur er eftir í deild- inni. Hann fer fram á föstudaginn þegar Snæfell mætir Breiðabliki í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ Haukur Páll. Snæfell tapaði naumlega gegn Gnúpverjum Skagamenn máttu játa sig sigr- aða gegn Vestra, 84-96, þegar lið- in mættust í 1. deild karla í körfu- knattleik á sunnudag. Leikið var á Akranesi. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og þau skiptust á að leiða. Þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður var Vestri stigi yfir og þeir náðu heldur yf- irhöndinni eftir það. Skagamenn fylgdi fast á hæla þeirra og voru þremur stigum á eftir að fyrsta leikhluta loknum, 23-26. Gestirn- ir frá Ísafirði gerðu mikið áhlaup í öðrum fjórðungi. Skagamenn voru lengi að finna taktinn og skoruðu aðeins tvö stig fyrstu fimm mínút- ur leikhlutans. Þá var staðan 25-43 fyrir Vestra. Skagamenn fundu sig betur eftir því sem nær dró hléinu og náðu að minnka muninn í tíu stig áður en hálfleiksflautan gall, 39-49. Skagamenn héldu í við gestina framan af síðari hálfleik, átta stig- um munaði um miðjan þriðja leik- hluta í stöðunni 52-60. Þá náðu gestirnir góðum kafla og höfðu 17 stiga forskot fyrir lokafjórð- unginn, 59-76. Vestri jók forskot sitt snemma í fjórða leikhluta og Skagamenn gátu aðeins klórað í bakkann. Þeir komust aldrei nær en í 84-96, sem urðu lokatölur leiksins. Marcus Dewberry skoraði 30 stig fyrir Skagamenn og tók tólf fráköst. Friðrik Hrafn Jóhannsson kom honum næstur með 15 stig, Jón Frímannsson skoraði 13 stig og tók sex fráköst en aðrir höfðu minna. Nebosja Knazevic var atkvæða- mestur í liði Vestra. Hann setti upp myndarlega þrennu með 23 stig, 15 fráköst og 15 stoðsend- ingar, auk þess sem hann stal bolt- anum sjö sinnum. Ingimar Aron Baldursson var með 17 stig og sex fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 17 stig einnig, Nökkvi Harðarson ellefu stig og sex fráköst, Ágúst Angantýsson tíu stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar og Adam Smári Ólafsson tíu stig. Skagamenn eru enn án sigurs á botni deildarinnar, tíu stigum á eftir FSu í sætinu fyrir ofan. Þessi tvö lið mætast einmitt í lokaleik Skagamanna á tímabilinu. Skaga- menn og FSu eigast við á Akranesi á fimmtudaginn, 8. mars. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. ÍA án sigurs fyrir lokaleikinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.