Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 20182 Írskir vetrardagar hefjast í dag á Akranesi og standa yfir fram á sunnudag. Ýmsir skemmtilegir viðburðir verða á hátíðinni sem óhætt er að hvetja fólk til að kíkja á. Á morgun, fimmtudag, má gera ráð fyr- ir austlægri átt 8-13 m/s en 13-18 m/s við suðurströndinni framan af degi. Víða rign- ing og hiti 2-8 stig, mildast á Suðurlandi. Á föstudag og laugardag er spáð suðaust- an 8-13 m/s og dálítilli vætu. Hægur vind- ur og þurrt um landið norðanvert. Útlit er fyrir suðlægri átt með lítilsháttar rigningu á Suður- og Vesturlandi á sunnudag og mánudag. Léttskýjað á Norður- og Austur- landi og hiti 2-7 stig en frystir að nætur- lagi fyrir norðan og austan. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Lest þú bækur þér til skemmtunar?“ 41% svarenda sögðust lesa mikið og 39% les af og til. 20% svarenda segjast ekki lesa bækur. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú að ferðast um páskana? Katarína Stefánsdóttir er hörkudugleg stelpa á Akranesi. Hún er að ljúka námi í húsgagnasmíði við FVA auk þess sem hún er að læra naglafræði, starfar bæði hjá ÞÞÞ og á Lesbókinni og sá um að hanna og smíða leikmynd fyrir sýninguna „Með allt á hreinu“ sem nú er verið að sýna í Bíó- höllinni. Katarína er Vestlendingur vik- unnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Eitt tilboð í stækkun grunnskóla BORGARNES: Tilboð í viðbyggingu og endurbæt- ur á Grunnskólanum í Borg- arnesi var opnað hjá Rík- iskaupum þriðjudaginn 6. mars sl. Einungis eitt til- boð barst í verkið. Það var frá Eiríki J. Ingólfssyni húsa- smíðameistara í Borgar- nesi. Tilboðið hljóðaði upp á 818,5 m.kr. Kostnaðaráætl- un verksins var upp á 689,6 m.kr. Tilboðið var því 18,7% yfir kostnaðaráætlun. Í frétt Borgarbyggðar segir að til- boðið verði tekið til skoðun- ar og lagt mat á niðurstöð- una á næstu dögum. -mm Hallarbylting í Eflingu LANDIÐ: Félagsmenn í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið nýja forystu, en úrslit kosninga lágu fyrir seint að kvöldi þriðjudags í liðinni viku. Í fyrsta skipti í sögu þessa rótgróna verkalýðs- félags fór fram listakosning. Afgerandi sigur í kosning- unni hlaut B-listi, nýtt fram- boð sem Sólveig Anna Jóns- dóttir leiddi. Hlaut B listi 2.099 atkvæði eða um 80% greiddra atkvæða. A-listi sem studdur var af fráfarandi stjórn hlaut 519 atkvæði. At- hygli vekur að þrátt fyrir að 16.578 félagsmenn hafi ver- ið á kjörskrá voru einungis 2.618 sem nýttu atkvæðisrétt sinn. Á aðalfundi í Eflingu í lok apríl tekur ný stjórn við. -mm Aðalfundarboð Aðalfundur Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn mánudaginn 19. mars 2018, kl. 10:15 á Hótel Hamri í Borgarnesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Allir velkomnir! Birt hafa verið drög að frumvarpi að nýjum umferðalögum, en unnið hef- ur verið að endurnýjun þeirra und- anfarin ár. Hægt er að nálgast drög- in á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands og tekið verður á móti umsögnum fram til föstudagsins 16. mars nk. á sam- ráðsgátt stjórnvalda við almenning. Markmið með endurskoðun lag- anna er meðal annars að bregðast við þeim breytingum sem hafa orð- ið í samgöngum undanfarin ár og að auka öryggi vegfarenda. Meðal þeirra breytinga sem finna má í frumvarpsdrögunum er að í stað þess að ávana- og fíkniefni séu mæld í blóði eða þvagi skuli alltaf mæla þau í blóði. Lækka á leyfilegt áfengismagn í blóði úr 0,5 prómill- um í 0,2 prómill og hækka á há- markssekt fyrir umferðarlagabrot úr 300 þúsund krónum í 500 þús- und krónur. Lagt er til að ákveða megi hraðamörk á tilteknum veg- um allt að 110 km/klst. ef aðstæður leyfi slíkan hraða. Er þá helst verið að horfa til svokallaðra 2x1 eða 2x2 vega þar sem akstursstefnur eru að- skildar. Sett eru fram skýrari ákvæði um notkun snjalltækja við akstur. Áður var aðeins óheimilt að nota farsíma við akstur en lagt er til að skýrt bann verði við notkun farsíma, snjalltækja og annarra tækja sem truflað geti akstur, sé ekki notaður handfrjáls búnaður. Einnig er það lagt til að ef ökutæki mælist á of miklum hraða í hraða- myndavél, en þó ekki svo miklum hraða að punktur fáist í ökuferilskrá, sé heimilt að sekta eiganda ökutækis- ins í stað ökumann. Þá er að finna í drögunum nýjan kafla um hjólreiðar, hvernig hjól- reiðamönnum beri að haga sér í um- ferðinni og hvar megi hjóla. Loks má nefna að lagt er til að sveitarfélögum verði gert heimilt að leggja á ákveðið gjald, allt að 20.000 krónur, á umráðamenn ökutækis sem ekur um á nagladekkjum innan marka þess. Þó geta þeir ökumenn sem aka inn á slík svæði keypt leyfi fyrir ein- stakt skipti í stað þess að kaupa leyfi fyrir heilt tímabil. arg Drög að breyttum umferðar- lögum í umsagnarferli Fjölmargar breytingar eru nú lagðar til á umferðarlögum. Þær snúa meðal annars að snjalltækjanotkun, umferðarhraða, hjólreiðum, upphæðum sekta og hámarks- magni áfengis í blóði ökumanna. Laugardaginn 7. apríl næstkomandi verður Mýrareldahátíð haldin í sjötta sinn, en með hátíð þessari minnist heimafólk mestu sinuelda Íslands- sögunnar í byrjun apríl 2006. Líkt og fyrir tveimur árum verður hátíð- in að þessu sinni haldin í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi og hefst hún klukkan 13. Þar munu fjölmörg fyrir- tæki ásamt handverksfólki verða með kynningar á vörum sínum og þjón- ustu. Boðið verður upp á létt tón- listaratriði, hoppukastala fyrir börn- in ásamt öðru góðgæti. Um kvöldið verður svo kvöldvaka ásamt dansleik í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýr- um. Þar munu þjóðþekktir tónlistar- menn stíga á stokk, en Jógvan Han- sen fer þar fremstur í flokki. Í til- kynningu frá Mýramönnum segir að allir séu hjartanlega velkomnir. mm Mýrareldahátíð haldin 7. apríl

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.