Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Kosningar og próf Af fréttum liðinnar viku er í mínum huga tvennt sem stendur uppúr; kosningar og próf. Í fyrsta lagi niðurstaðan í kosningu til stjórnar í stétt- arfélaginu Eflingu. Þetta næststærsta verkalýðsfélag landsins valdi til for- ustu fólk sem engu líkara er en komi af annarri og framandi ættkvísl tví- fætlinga í samanburði við þá sem áður réðu ríkjum. Áherslur þessa nýja fólks eru svo algjörlega á skjön við það sem tíðkast hefur. Hægt og být- andi er ný kynslóð verkalýðsleiðtoga að komast til valda. Gildi sem kennd hafa verið við norrænt velferðarmódel, samráð við stjórnvöld og forsvars- menn atvinnulífsins um samningagerð, eiga ekki lengur upp á pallborðið. Ástæðan er sú að launamunur í landinu er nú talinn óforsvaranlegur. Jafn- vel þótt lægstu laun hafi hækkað mikið á liðnum árum, hafa laun í efri lög- um samfélagsins hækkað enn meira og láglaunafólk því setið eftir. Síbylja frétta um ofurlaun, bónusa og ákvarðanir Kjararáðs segja sitt. Þá hef- ur það mikið að segja að jafnvel þótt kaupmáttar hafi hækkað umtalsvert hefur sú hækkun ekki haldið í við hækkun húsnæðiskostnaðar. Nú er því erfitt fyrir lágtekjufólk að leigja húsnæði og útilokað að kaupa það. Í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru má því búast við að áherslur verka- lýðsforustunnar verði með nýju sniði. Nú mun verða herjað á stjórnvöld um lækkun vaxta, krónutöluhækkanir umfram prósentuhækkanir og að almennt verði dregið úr launamun. Hitt atriðið sem stendur uppúr fréttum vikunnar snýr að hinu ótrúlega klúðri sem skrifa verður á Menntamálastofnun og tengist því að samræmd próf sem lögð voru fyrir nemendur 9. bekkja í grunnskólum landsins í síð- ustu viku mistókust. Samúð mín er öll hjá fjórtán ára nemendum, kenn- urum þeirra og foreldrum, sem lagt hafa á sig undirbúning í allan vetur og vinnu sem miðast við að þreyta þessi próf. En niðurstaðan er sú að prófin eru með öllu ómarktæk og munu enga mynd gefa af samanburði árangurs einstaklinga gagnvart jafnöldrum þeirra. Nú hlýtur að vera komið að því að menn fari að ræða hvort samræmd próf ættu ekki að heyra sögunni til. Mín skoðun er sú að próf af þessu tagi mæli ekki raunverulega getu einstaklingsins. Það gerir hins vegar vitnis- burður um vinnusemi og áhuga hverju sinni, hvort sem er í skóla eða öðru starfi. Það er nefnilega svo margt sem ekki er hægt að mæla með því að leggja fyrir próf. Verum þess minnug að jafnvel bestu námsmenn þurfa alls ekki að vera þeir sem skara úr í vinnu og almennt þegar út í lífið er komið. Þessi samræmda hugsun að allir verði að læra eins og páfagaukar utan að er því í mínum huga gamaldags og úrelt hugsun. Til dæmis get ég ekki séð að samræmd próf sem þessi stuðli að þróun í skólastarfi held- ur ýta þau þvert á móti undir óeðlilega togstreytu milli skóla og draga úr samvinnu og skapandi hugsun. Þá veldur röðun skóla á einhvern miðlæg- an ás því að sjálfkrafa er helmingur allra skóla og nemenda þeirra undir landsmeðaltali og taldir í hópi skussa. Jafnvel eru það einmitt þeir skólar sem senda frá sér framúrskarandi námsfólk á öðrum sviðum, mögulega þeir sem skara framúr í iðnnámi eða verkgreinum. Af viðbrögðum Lilju Alfreðsdóttur við þessum skelfilegu mistökum Menntamálastofnunar má ráða að ráðherra er ekki skemmt. Vonandi mun hún í framhaldinu stuðla að varanlegri breytingu til batnaðar í skólakerf- inu og að aðferðum til árangursmælinga verði breytt. Ég ætla því að vona að íslenskuprófið á miðvikudaginn marki andlát samræmdra prófa hér á landi og kannski viðeigandi að úför þess hafi farið fram með öðru mis- heppnuðu enskuprófi tveimur dögum síðar. Magnús Magnússon. Leiðari Nemendur á miðstigi í Grunn- skóla Borgarfjarðar tóku þátt í lest- aráskoruninni 100 bækur fyrir síð- ustu jól. Áskorunin er lestaráskor- un þar sem nemendur eiga að lesa 100 bækur innan ákveðins tíma. Þrír nemendur af miðstigi Grunn- skóla Borgarjarðar náðu markmið- inu og voru tveir nemendur dregn- ir út með bestan árangur á lands- vísu og fékk þriðji nemandinn við- urkenningarskjal. Ernir Ívarsson í 6. bekk vann keppnina fyrir að lesa vel og mikið. Hugo Hidalgo Cu- bas í 5. bekk fékk viðurkenningu fyrir að lesa flestar bækur á lands- vísu og Aníta Björk Ontiveros í 6. bekk fékk viðurkenningarskjal fyrir að lesa 100 bækur. Í tilefni þessa var mikil hátíð á miðstig skólans síð- astliðinn mánudag þar sem viður- kenningarnar voru veittar og boðið upp á bragðgóða marsípantertu. arg Hundrað bóka áskorun í Grunnskóla Borgarfjarðar Ernir Ívarsson og Hugo Hidalgo Cubas með verðlaun sem þeir fengu fyrir árgangur sinn í 100 bóka áskorun sem nemendur á miðstigi Grunnskóla Borgarfjarðar tóku þátt í. Ljósm. frá Grunnskóla Borgarfjarðar. Í liðinni viku var lokið við endur- gerð hafnarvogarinnar við Rifs- höfn á Snæfellsnesi. Undirbúnings- og jarðvegsvinna fór fram á síðasta ári, eins og fram kom í frétt Skessu- horns. Nýja vigtin sem nú er kom- in á sinn stað er 21 meter á lengd og 3,35 metrar á breidd. Hún vigt- ar 100 tonn. Ekki er þó búið að taka nýju vogina í gagnið því áður en það verður gert þarf að lög- gilda hana. Mun það verða gert á allra næstu dögum og vigtun í Rifs- höfn færist þá í eðlilegt horf. Þess- ar framkvæmdir hafa haft talsverð áhrif á störf hafnarvarða því þeir hafa undanfarið þurft að vigta allan afla sem í land kemur hjá Fiskmark- aði Íslands í Rifi. þa Einungis eftir að löggilda nýja hafnarvog í Rifi Í gær var lokið við löndun á síð- asta loðnufarmi þessarar vertíðar á Akranesi. Uppsjávarveiðiskip HB Granda; Víkingur AK og Venus NS eru nú bæði haldin á kolmunna- veiðar vestur af Írlandi, Víking- ur fór á mánudag og Venus í gær- morgun. Þar hefur undanfarna daga verið góð kolmunnaveiði. Í gær var verið að vinna úr tvö þúsund tonna loðnuafla Venusar á Akranesi en með vinnslu á honum lauk hrogna- töku, frystingu og bræðslu loðnu að þessu sinni. Heildar loðnukvóti HB Granda á þessari vertíð var 33.800 tonn sem að stærstum hluta voru veidd til bræðslu á Vopnafirði. Um ellefu þúsund tonn voru þó eft- ir þegar kom að hrognatöku og var unnið úr öllum þeim afla á Akranesi á hálfum mánuði. mm Loðnuvertíðinni lokið á Akranesi Á fimmtudaginn í síðustu viku var kafari að störfum í Ólafsvíkurhöfn frá Köfunarþjónustu Sigurðar. Verkefnið var að finna dekk sem vitað er að slitnað hafa frá við- legukantinum í gegnum tíðina og fallið í höfnina. Fundust tíu dekk þar af þrjú stór Payloaderdekk. Þurfti kranabíl af stærri gerðinni til að hífa þau á land. þa Hífðu dekk upp úr höfninni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.