Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 20188 Vatnsgjald lækkar víða hjá Veitum LANDIÐ: Ákveðið hefur ver- ið að vatnsgjald Veitna lækki hjá flestum vatnsveitum fyrirtækisins. Lækkunin verður 10% í stærstu veitunum í Reykjavík og á Akra- nesi en lækkunin veltur á afkomu hverrar vatnsveitu fyrir sig hjá Veitum. Þannig verður lækkun- in lítið eitt minni í Grundarfirði en meiri í Stykkishólmi. Í síðustu viku var tilkynnt um rekstrarnið- urstöðu ársins 2017 hjá Veitum og gaf hún tilefni til þessa, segir í tilkynningu. „Góð tök á rekstrar- kostnaði hafa leitt til þess að verð á raforkudreifingu lækkaði tvisvar á síðasta ári og í ársbyrjun 2017 lækkaði vatnsgjaldið einnig um- talsvert. Raunlækkun á rafmagns- dreifingu hjá Veitum og köldu vatni nemur því um 23% á rúmu ári. Verulegar fjárfestingar í upp- byggingu fráveitukerfa og í stof- næðum hitaveitu hafa haldið aftur af verðlækkun fyrir þá þjón- ustu,“ segir í tilkynningu. Vatns- gjald er lagt á í upphafi hvers árs og greiðslum dreift á níu mán- uði ársins, frá febrúar fram í októ- ber. Lækkunin, sem ákveðin hefur verið, gildir fyrir álagningu ársins 2018 og gildir því allt frá síðustu áramótum. Ákvörðunin nú nær ekki til annarra liða gjaldskrár Veitna fyrir kalt vatn. Á næstu dögum verður endurálagning- in reiknuð út. Greiðsluseðlarnir fyrir apríl munu taka mið af eldri álagningunni en það sem eftir lif- ir ársins taka mið af lækkuninni. „Þeir viðskiptavinir sem þegar hafa greitt fyrir allt árið fá inneign og verður haft samband við þá um ráðstöfun hennar.“ -mm Formenn endurkjörnir LANDIÐ: Landsfundir tveggja stjórnmálaflokka fóru fram um helgina. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir var endurkjörin for- maður Viðreisnar. Hlaut hún 95,3% greiddra atkvæða og Þor- steinn Víglundsson um 98% fylgi í stól varaformanns. Á flokksþingi Framsóknarflokks var Sigurð- ur Ingi Jóhannsson endurkjör- inn formaður með 94% atkvæða, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður með 97% og Jón Björn Hákonar- son ritari með 95%. -mm Minnast Þor- steins frá Hamri RVK: Sunnu- daginn 18. mars klukkan 15-17 verður dagskrá í Iðnó í Reykja- vík til minning- ar um öndvegis- skáldið Þorstein frá Hamri, sem lést 28. janúar síðastliðinn. Þar munu Eiríkur Guðmundsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Guð- rún Nordal, Lilja Sigurðardótt- ir, Njörður P. Njarðvík og Vé- steinn Ólason fjalla um skáldið frá ýmsum sjónarhornum. Les- ið verður úr ljóðum Þorsteins og ennfremur mun Kolbeinn sonur hans lesa úr óbirtum minninga- brotum föður síns, Tímar takast í hendur. Kynnir verður Stella Soffía Jóhannesdóttir. -mm Byssusýning ársins STOKKSEYRI: Árleg byssu- sýning Veiðisafnsins á Stokks- eyri verður haldin næstkomandi laugardag og sunnudag frá kl. 11–18 báða dagana í húsakynn- um Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Gallery Byssur/ Byssusmiðju Agnars sýnir úr- val skotvopna og búnað til skot- veiða ásamt sjónaukum og auka- búnaði, til sýnis og sölu. Fjöl- breytt úrval skotvopna verður til sýnis, svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herriffl- ar ásamt ýmsu tengdu skotveið- um m.a úr einkasöfnum. Kynnt- ar verða byssur frá Browning, Winchester og fleiri framleið- endum. Einnig sjónaukar frá Minox ásamt skotum frá Ex- press. Sýningartilboð verður á byssum og skotum. Sérstakir gestir sýningarinnar eru félagar úr Skotíþróttafélag Suðurlands – SFS og munu félagsmenn sýna byssur í eigu félagsmanna SFS og kynna félagið sem og að- stöðu SFS. Ný stjórn SKOTV- ÍS verður á staðnum með kynn- ingu. -fréttatilk. Aflatölur fyrir Vesturland dagana 3. - 9. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 10 bátar. Heildarlöndun: 3.546.337 kg. Mestur afli: Venus NS: 1.940.116 kg í einni löndun Arnarstapi: 5 bátar. Heildarlöndun: 60.206 kg. Mestur afli: Álfur SH: 17.681 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 255.153 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 77.582 kg í tveimur róðrum. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 595.957 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 111.180 kg í fimm róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 677.132 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 154.881 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 109.335 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 81.172 kg í tveimur róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Venus NS - AKR: 1.940.116 kg. 6. mars. 2. Víkingur AK - AKR: 1.570.164 kg. 4. mars. 3. Tjaldur SH - RIF: 81.486 kg. 8. mars. 4. Örvar SH - RIF: 76.374 kg. 5. mars. 5. Tjaldur SH - RIF: 73.395 kg. 3. mars. -kgk Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins sem lauk í Reykjavík á sunnu- daginn var Elsu Láru Arnardóttur fyrrverandi þingmanni veitt jafn- réttisviðurkenning flokksins. Elsa Lára sem gaf ekki kost á sér til end- urkjörs fyrir síðustu þingkosningar starfar nú sem framkvæmdastjóri þingflokksins. „Þessi viðurkenn- ing gefur mér aukinn kraft í bar- áttunni gegn kynbundnu ofbeldi og að stigin verði stór skref í jafn- réttismálum en jafnréttisbaráttan er viðvarandi verkefni,“ segir Elsa Lára. „Þó maður bogni um stund, þá brotnar maður ekki, heldur kemur enn sterkari til baka,“ sagði hún jafnframt við þetta tilefni. mm/ Ljósm. hsk Elsa Lára hlaut jafn- réttisviðurkenningu Ný námsleið á meistarastigi, Sjáv- arbyggðafræði, hefur göngu sína við Háskólasetur Vestfjarða næsta haust og hefur fjármögnun þess verkefnis nú verið tryggð. Gert er ráð fyrir að um 20 nemendur inn- ritist árlega. Sjávarbyggðafræði verður þverfræðilegt nám sem byggir á inntaki og aðferðum fé- lagsfræði, hagfræði, landfræði og skipulagsfræði. Námið er fyrsta sérhæfða námsleiðin í byggðafræði sem boðið er upp á hér á landi og samanstendur af 75 ECTS náms- einingum og 45 ECTS lokaverk- efni. Hún var ein af tillögum starfs- hóps forsætisráðherra um aðgerð- aráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var árið 2016. Öll kennsla fer fram við Háskólasetur Vestfjarða á Ísa- firði en nemendur eru formlega skráðir í Háskólann á Akureyri og útskrifast þaðan. Háskólasetur Vestfjarða starf- rækir einnig þverfræðilegt meist- aranám í umhverfis- og auðlinda- stjórnun með áherslu á hafið og ströndina í samstarfi við Háskólann á Akureyri en yfir 100 nemendur hafa útskrifast úr því námi frá árinu 2008. Báðar námsleiðirnar eru al- þjóðlegar og kenndar á ensku en áhersla er lögð á að nýta sérstöðu Vestfjarða m.t.t. nálægðar við hafið og strandbyggðirnar. mm Meistaranám í sjávarbyggðafræði hefur göngu sína í haust Töluverð breyting verður á skip- an efstu sæta framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Borgarbyggð- fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 26. maí næstkomandi. Úr forystusætum hverfa þau Björn Bjarki Þorsteinsson, Jónína Erna Arnardóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir, en Lilja Björg Ágústsdóttir, sem skipaði fjórða sæti listans við síðustu kosning- ar, færist upp í oddvitasætið og nýir á lista skipa sætin þar á eft- ir. Á fundi fulltrúaráða Sjálfstæð- isfélaga Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu 7. mars var framboðslisti D-lista svo borinn undir atkvæði og samþykktur. Listinn í heild er þannig: Lilja Björg Ágústsdóttir, grunn-1. skólakennari og lögfræðingur, Signýjarstöðum í Hálsasveit. Silja Eyrún Steingrímsdóttir, 2. stjórnsýslufræðingur og skrif- stofustjóri, Borgarnesi. Sigurður Guðmundsson íþrótta-3. fræðingur, Hvanneyri. Axel Freyr Eiríksson kennara-4. nemi, Ferjukoti. Sigurjón Helgason, bóndi á Mel 5. í Hraunhreppi. Haraldur M. Stefánsson, gras-6. valla- og íþróttafræðingur, Borg- arnesi. Gunnar Örn Guðmundsson 7. dýralæknir, Hvanneyri. Heiða Dís Fjeldsted, bóndi og 8. reiðkennari, Ferjukoti. Bryndís Brynjólfsdóttir, við-9. skiptafræðingur og bústjóri, Dal í Reykholtsdal. Sigurþór Ágústsson, verkamað-10. ur, Borgarnesi. Íris Gunnarsdóttir, viðskipta-11. fræðingur, Bifröst. Fannar Þór Kristjánsson, smiður, 12. Borgarnesi. Vilhjálmur Egilsson, rektor Há-13. skólans á Bifröst. Þorlákur Magnús Níelsson, mat-14. reiðslumeistari, Borgarnesi. Guðrún María Harðardóttir, fv. 15. póstmeistari, Borgarnesi. Magnús B. Jónsson, fv. skóla-16. stjóri, Hvanneyri. Ingibjörg Hargrave, húsmóðir, 17. Borgarnesi. Björn Bjarki Þorsteinsson, fram-18. kvæmdastjóri, Borgarnesi. mm Listi Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð samþykktur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.