Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 11 Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is ný pr en t 0 3 /2 0 18 HÚMOR OG HAMINGJA í BORGAR- BYGGÐ DAUÐANS ALVARA! 20. mars kl. 20:00 í Hjálmakletti Fjallað verður um mikilvægi ánægju og gleði. Leiðbeinandi: Edda Björgvinsdóttir Er hægt að mæla hamingju og auka hamingju? Er vellíðan heilsubót og er hægt að beita húmor til að efla tengsl og bæta líðan? Allar manneskjur þrá hamingju. Ekki bara vilja flestir jarðarbúar njóta hamingju, heldur sýna rannsóknir að hamingjusamt fólk er orkumeira, duglegra, sveigjanlegra, þjáist síður af streitu og er dýrmætara heiminum. Edda Björgvins hefur unnið með húmor og hlátur sem hamingjuaukandi afl, skrifað meistararitgerð um húmor í stjórnun og hefur nýverið lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði þar sem bættust við fjölmörg verkfæri í „hamingju-skjóðuna“. Ánægja eykst þar sem fólk brosir og hlær saman og gleðin styrkir ónæmiskerfið. Forvitnilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hlátur og hamingja lækna einnig ótrúlegustu sjúkdóma. Markmiðið með þessum fyrirlestri er að auka hamingju einstaklinga og gera gott bæjarfélag enn betra, styrkja tengsl og stuðla að góðri líðan íbúa Borgarbyggðar. Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2018. „Kæru Skagamenn! Ég, Heimir Bergmann, er löggiltur fasteigna- og skipasali og hef starf- að við fasteignasölu á höfuðborgar- svæðinu fá árinu 2006 með farsæl- um árangri. Það er mér því mikill heiður að kynna til leiks nýja fast- eignasölu á Akranesi, Lögheimili eignamiðlun að Skólabraut 26, sem stefnt er á að opnuð verði á Akra- nesi um næstu helgi. Hjá Lögheim- ili starfa Heimir Bergmann og Ólaf- ur Sævarsson sem einnig er löggilt- ur fasteignasali. Ólafur hefur búið undanfarin ár á Akranesi í sambúð með Kötlu Guðlaugsdóttur. Ég hef sterkar rætur til Akra- ness, enda barnabarn Denna í Skuld og hef nú loks flutt lög- heimili mitt „heim“. Ég hef verið stoltur stuðningsmaður ÍA frá því ég man eftir mér og hef mætt á knattspyrnuleiki ÍA svo langt aft- ur í tímann að ég man eftir mér á Melavellinum. Ég hef verið stuðn- ingsmaður og styrktaraðili ÍA um árabil og bætti við nú í fyrra Golf- klúbbnum Leyni. Það er mér mikil ástríða að ÍA vegni sem allra best og sýni ég það í verki með mæt- ingu minni á allflesta knattspyrnu- leiki hvort sem það eru æfinga- leikir, leikir í efstu deild eða þeirri næst efstu. Ég legg mikið upp úr trausti og faglegum vinnubrögðum. Óskum við eftir öllum gerðum eigna til sölu eða leigu á Akranesi. Hlakka til að að eiga gott og farsælt sam- starf við Akurnesinga sem og aðra. Áfram ÍA! Kveðja, Heimir Berg- mann.“ -fréttatilkynning Lögheimili eignamiðlun byrjar starfsemi á Akranesi Eins og Skessuhorn greindi nýverið frá lagði sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skoðana- könnun fyrir íbúa þar sem kannað var hvort þeim hugnist betur persónukjör eða lista- kosningar í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Öllum íbú- um Hvalfjarðarsveitar sem náð hafa 18 ára aldri barst bréf þar sem þeim bauðst að taka þátt í könnuninni. Svörin átti svo að senda á skrifstofu sveitarfélags- ins fyrir 5. mars sl. Í frétt á vef sveitarfélagsins kemur fram að send voru 490 bréf og að 210 hafi tekið þátt, sem gerir 43% svarhlutfall. Niðurstöður leiddu í ljós að meirihluti íbúa vill við- hafa persónukjör, eða 65% svar- enda. 33% íbúa svöruðu að þeir vildu listakosningu. Fjórir seðl- ar, eða 2%, voru ógildir. Rétt er að halda því til haga að lögum samkvæmt er íbúum frjálst að bjóða fram lista og því er niður- staða könnunarinnar ekki bind- andi. arg Meirihluti íbúa fylgjandi persónukjöri www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.