Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 13 Spennandi starf skjalavarðar á Akranesi S K E S S U H O R N 2 01 8 Landmælingar Íslands leita að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að sinna 50% starfi skjalavarðar. Starfið felst í daglegri meðferð, skráningu og varðveislu skjala í GoPro.net skjalavistunar- kerfinu. Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður og um leið tilbúinn til að verða hluti af öflugri liðsheild á skemmtilegum vinnustað. Landmælingar Íslands eru ríkisstofnun með 26 starfsmönnum staðsett á Akranesi en meginhlutverk stofnunarinnar er að sinna landmælingum, vinnslu og miðlun landupplýsinga og leiða uppbyggingu grunn- gerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. Starfssvið: Dagleg umsjón með safnastarfi og skjalamálum• Umsjón með skráningu og varðveislu gagna• Umsjón með safnamunum• Aðstoð við starfsfólk vegna aðgangs að skjölum• Hæfniskröfur: Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur sambærileg menntun• Reynsla sem nýtist í starfi• Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulögðum vinnubrögðum• Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi• Góð íslenskukunnátta, kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli• Umsóknarfrestur er til 20. mars næstkomandi og skulu umsóknir er greina frá menntun og reynslu berast til Landmælinga Íslands á netfangið jensina@lmi.is fyrir þann tíma. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna og viðkomandi stéttarfélags. Búseta á Akranesi er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jensína Valdimarsdóttir starfsmannastjóri í síma 430 9000 eða með tölvupósti: jensina@lmi.is. Öllum umsóknum verður svarað. LANDMÆLINGAR ÍSLANDS - Stillholti 16-18 – 300 Akranes Sími 430 9000 – www.lmi.is Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi, 433 7200 Verði breytingar á dagskrá verður það kynnt á www.safnahus.is Jakobsvegurinn - pílagrímaleiðin fræga EEE Fimmtudagskvöldið 15. mars kl. 20.00 segja G. Erla Kristjánsdóttir og Jónína H. Pálsdóttir frá ferð sinni um Jakobsveginn s.l. haust. Þær stöllur eru göngugarpar og útivistarkonur miklar. Þær búa í Borgarnesi og taka báðar virkan þátt í alls kyns verkefnum sem bæta samfélagið. Vegur heilags Jakobs er ein þekkt- asta pílagrímaleið Evrópu og hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. Leiðin endar í Santiago de Compostela á Spáni. Aðgangur ókeypis - allir velkomnir Þess má geta að sama dag kl. 10.30 verður myndamorgunn í Safnahúsi þar sem gestir eru beðnir um að aðstoða við greiningu ljósmynda. Fyrirlesturinn um kvöldið tekur 45-60 mínútur, síðan verða umræður og kaffispjall. Guðlín Erla Kristjánsdóttir og Jónína Hólmfríður Pálsdóttir SK ES SU H O R N 2 01 8 Hárgreiðslustofa Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili auglýsir til leigu aðstöðu hárgreiðslustofu heimilisins ásamt þeim tækjum og tólum sem þar eru til staðar. Aðstaðan leigist frá og með 1. maí 2018. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri í síma 856-4302 eða gegnum tölvupóst kjartan@dvalarheimili.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ungmennafélag Grundarfjarð- ar hélt árlegt páskabingó sitt í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga sunnu- daginn 11. mars. Mjög góð mæting var á bingóið þar sem gestir freist- uðu þess að næla sér í páskaegg fyr- ir páskana sem eru jú á næsta leiti. tfk Árlegt páskabingó UMFG Safahreinsanir af ýmsum toga hafa verið vinsælar undanfar- ið. Þær Margrét Skúladóttir og Helga Stefanía Magnúsdóttir, um- sjónakennarar í Grunnskólanum í Borgarnesi, tóku þriggja daga safa- hreinsun í byrjun febrúar. Í kjöl- farið má segja að hreinsunarbylgja hafi farið af stað. „Þegar við Helga tókum þessa hreinsun í febrúar horfðu allir á okkur eins og við værum rugl- aðar,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. „Svo fór fólk að hafa áhuga fyrir hvernig þetta væri. Svo sáu þær nokkrar auglýsingu frá Sansa um svona kúr núna í mars og það má segja að í kjölfarið hafi ríkt hálfgerður múgæsingur hér,“ bætir hún við. Þá ákváðu 19 starfskonur við skólann að taka þátt í þriggja daga safahreinsun í síðustu viku þar sem ekkert var borðað, aðeins drukknir safar. „Þetta var mjög gaman og fór hreinsunin vel í flest- ar. Hér voru allar hlaupandi um með brúsa og minna var að gera í mötuneytinu. Það hafa aðeins ver- ið misjafnar skoðanir á bragðgæði safanna en mér persónulega finnst þeir allir fínir. Ég hvet bara alla til að prófa svona hreinsun.“ Aðspurð hvort ekki væri mikið af plastumbúðum sem félli til eftir svona kúr, segir Margrét þær hafa hugsað vel fyrir því. „Flöskurnar munu allar kom að góðum notum í náttúrufræðikennslunni. Þetta eru flöskur sem henta mjög vel fyrir það sem við erum að gera þar.“ arg Safahreinsun í Grunnskólanum í Borgarnesi Hluti af þeim 19 starfskonum við Grunnskólann í Borgarnesi sem tóku þátt í þriggja daga safahreinsun í síðustu viku. Fyrir framan þær má sjá hluta af plastflöskunum sem féllu til við hreinsunina en þær verða notaðar í náttúrufræði- kennslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.