Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201814 „Það er að eiga sér stað lýðræðis- bylting. Nú er grasrótin að rísa upp og ætlar að láta til sín taka. Nú munu verkin því verða látin tala. Enda urðu áhrifin á markaði afar eftirtektarverð þegar ljóst var að Sólveig Anna Jónsdóttir og fé- lagar hennar höfðu unnið stórsig- ur í stjórnarkjöri í Eflingu. Hluta- bréfavísitala í Kauphöllinni sýndi rauðar tölur og markaðurinn lék á reiðiskjálfi daginn eftir að tal- ið hafði verið upp úr kössunum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formað- ur Verkalýðsfélags Akraness í sam- tali við Skessuhorn. Því er nú spáð að sú hallarbylting sem gerð var í Eflingu, þessu næststærsta ein- staka félagi innan raða Alþýðu- sambands Íslands, marki tímamót í áherslum og starfi verkalýðshreyf- ingarinnar. Vilhjálmur útskýrir að innan raða Eflingar sé fólk á lægstu launatöxtum sem þekkjast. Þetta er fólkið á leikskólunum, rútubílstjór- ar og aðrir hópar sem skrapa botn- inn í launatöflunni. „Nú ætlar þetta fólk sem er kosið til valda að láta verkin tala. Þannig upplifi ég það nánast sem byltingu það sem er að gerast. Nýjar áherslur eru sífellt að verða meira áberandi innan fé- laga sem heyra undir Alþýðusam- bandið.“ Við setjumst niður með Vilhjálmi Birgissyni í kjölfar þess að úrslit í atkvæðagreiðslu í stjórn Eflingar urðu ljós. Farið er almennt yfir stöðu kjara- og hagsmunabar- áttu launþega út frá sýn verkalýðs- foryngjans á Akranesi. Rætt er um gjaldmiðil, vexti og lífeyrissjóðina, áherslu á krónutöluhækkun í stað prósentuhækkana, „enda kaup- ir enginn í matinn fyrir prósentur, það hefur sýnt sig,“ segir Vilhjálm- ur. Lægst launaðir innan þeirra raða „Áhrif þessarar kosningar í stjórn Eflingar eru að mínu áliti miklu meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Í þessu stóra verkalýðs- félagi kemur nú inn stjórn með allt aðra sýn á viðfangsefnin sem fram- undan eru en þeir sem hverfa á sama tíma frá völdum. Efling hef- ur innan sinna vébanda fólk sem lökust hefur kjörin, verkafólk á berstrípuðum töxtum allt nið- ur í 257 þúsund krónur á mánuði. Sem dæmi þá hafa rútubílsstjór- ar 291 þúsund krónur í mánaðar- laun, laun sem alls ekki eru mann- sæmandi svo ég tali nú ekki um þá auknu ábyrgð sem þeir hafa. Þeir þurfa að aka með ferðamenn all- an ársins hring við erfiðar aðstæð- ur og ábyrgð þeirra er því mikil. Í hlutfalli við ábyrgð þeirra og störf eru þessi laun skammarleg,“ segir Vilhjálmur. Misskipting eykst „Nú er komið í ljós að forysta VR, Eflingar, Framsýnar og VLFA hafnar samræmdri láglaunastefnu sem við teljum ASÍ hafa staðið fyrir. Hinir gömlu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar eru ein- faldlega að verða undir, og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur með þunga. „Það er verið að hafna Salek samkomulaginu og þessu vinnumarkaðsmódeli sem reynt hefur verið að byggja upp en hef- ur á engan hátt gagnast þeim lægst launuðu í þjóðfélaginu. Fólki er gjörsamlega misboðið í ljósi frétta sem sífellt dynja á okkur um að efri lög samfélagsins eru að taka til sín fordæmalausar launahækkanir. Nú er láglaunafólki einfaldlega nóg boðið og því er kölluð til ný for- ysta í verkalýðshreyfingunni.“ Vil- hjálmur nefnir í þessu samhengi launahækkun forstjóra Landsvirkj- unar sem þýddi að hann hækkaði um 800 þúsund krónur í mánðar- laun. Í fjármálakerfinu var launa- hækkun 26 lykilstjórnenda slík að þeir hafa yfir einn milljarð króna í laun, eða yfir fjórar milljónir á mánuði. „Nú síðast heyrðum við svo af forstjóra sjávarútvegsfyr- irtæksins HB Granda sem fyrir nokkrum mánuðum grét krókódí- latárum yfir því að þurfa að hætta fiskvinnslu til hundrað ára á Akra- nesi af því launakostnaður átti að vera svo mikill og flutningskostn- aður svo hár. Svo kemur í ljós að fyrirtækið hagnaðist í fyrra um 3,1 milljarð króna og forstjórinn fær launahækkun sem nemur 330 þúsund krónum á mánuði, fimm- tíu þúsund krónum meira en laun þeirra sem lægsta hafa taxtana. Er svo einhver hissa á að fólki sé mis- boðið,“ spyr Vilhjálmur. Hefur beðið þessa dags Vilhjálmur segir að þing Alþýðu- sambands Íslands verði haldið í október og þá muni koma í ljós hvort núverandi forysta haldi velli, en spáir að svo verði ekki. „Ég held að það sé útilokað annað en ný for- ysta verði kosin til valda. Láglauna- fólk hafnar samræmdri láglauna- stefnu sem þessir menn hafa stað- ið fyrir. Ég hef eiginlega beðið eft- ir þessum degi frá því 2004, þegar ég hóf bein afskipti af verkalýðs- baráttu. Hef beðið eftir þeim degi þegar kosnir eru til forystu í verka- lýðshreyfingunni einstaklingar með sömu sýn, stefnu og áherslur um réttindamál fólks. Á þessum árum held ég að ekkert verkalýðs- félag hafi ályktað jafn oft á þingum ASÍ og við í VLFA, en verið kveðin í kútinn af undarlegum hagsmuna- öflum sem þar hafa átt meirihluta. Til dæmis þegar ályktað var um verðtrygginguna og að sett yrði þak á vexti húsnæðislána. Mér er fyrir- munað að skilja að forysta verka- lýðshreyfingarinnar hafi fellt slík- ar tillögur og hef aldrei skilið hvað vakir yfir fólki sem hagar sér með þessum hætti,“ segir Vilhjálmur. Vaxtalækkun besta kjarabótin Vilhjálmur segir að til þess að sátt eigi að nást á vinnumarkaði þurfi aðkomu stjórnvalda. „Til dæmis sé ég fyrir mér að stjórnvöld skapi verklagsreglur fyrir Seðlabankann að fara eftir, þannig að starfsmenn bankans geti ekki skorast undan vaxtalækkun. Nú búum við hér á landi við 4,75% stýrivexti, þá lang- hæstu í öllum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Mitt mat er að lykillinn að því að ná sátt á vinnumarkaði sé að lækka vexti. Ekkert kæmi skuldsettum heim- ilum landsins betur. Nú eru bestu vaxtakjör sem bjóðast þetta 5-6% en í löndunum í kringum okk- ur bjóðast húsnæðisvextir sem eru frá 0,5 til 2,5%. Þetta þýðir að hér á landi greiðir fólk mánaðarlega 60-90 þúsund krónur meira í vexti af 25-30 milljóna króna húsnæðis- láni, í samanburði við lánakjör fólks í nágrannalöndum okkar. Það er því gríðarlega mikilvægt að taka á þessum tryllta fjármálamarkaði sem hér ríkir. Frá hruni hafa bankarnir verið að græða 600 milljarða króna, fyrirtæki sem eiga að hafa það eina hlutverk að geyma og lána út pen- inga. Þessir 600 milljarðar eru að koma úr veskjum fólksins í landinu sem hefur þá sem því nemur minna á milli handanna. Það er mín skoð- un að ný forysta í verkaðlýðshreyf- ingunni eigi að setja á oddinn í bar- áttu sinni að tekið verði á þessu vaxtaokri.“ Heimilin tóku skellinn Vilhjálmur kveðst aðspurður ekki vilja taka afstöðu til hvort Íslend- ingar noti áfram krónu eða skoði það að taka upp annan gjaldmið- il. Spurning um slíkt hlýtur þó að vakna í ljósi þess að fórnarkostn- aður við örmyntina er vissulega þeir háu vextir sem hann gagnrýn- ir harðlega. „Ég er alveg fylgjandi því að skoða upptöku nýs gjaldmið- ils, en það er engu að síður ljóst að krónan hefur sína kosti þó gölluð sé.“ Vísar hann í þessu sambandi til reynslu Grikkja af fjármálahruni þeirra. „Þar sem Grikkland er evr- uland gátu þarlend stjórnvöld ekki stýrt gengi og uppskar þjóðin 50% atvinnuleysi á meðal ungs fólks í hruninu sem þar varð og allt að 75% atvinnuleysi í röðum ungra kvenna. Hér á landi fór atvinnuleysi mest í um 10% þrátt fyrir að hér hafi orð- ið bankahrun og getum við þakkað krónunni það. En við Íslendingar fengum höggið vegna verðtrygg- ingarinnar og af því skuldir stór- hækkuðu í hruninu. Það hefði hins vegar verið hægt að koma í veg fyrir skelfileg áhrif hrunsins á stöðu al- mennings. Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi forsætisráðherra skipaði starfshóp undir forystu Gylfa Arn- björnssonar forseta ASÍ. Hópurinn hafði það hlutverk að skoða að taka neysluvísitöluna úr sambandi og deila þannig byrðum hrunsins milli skuldsettra heimila og fjármála- kerfisins. Slík aðgerð hefði kostað fjármálakerfið 250 milljarða, en í staðinn voru skuldsett heimili lát- in taka allan skellinn og lán þeirra hækkuðu um heila 400 milljarða. Það tók Gylfa og Jóhönnunefndina þrjá daga að komast að þessari nið- urstöðu og væntanlega í þeim eina tilgangi að verja hagsmuni lífeyris- sjóðanna, en var á kostnað almenn- ings,“ segir Vilhjálmur. Ný forysta í verkalýðsfélögum boðar breyttar áherslur „Aukinn jöfnuður og vaxtalækkun sett á oddinn í komandi samningaviðræðum“ „Þessir 600 milljarðar sem bankarnir hafa hagnast frá hruni komu úr veskjum fólksins í landinu sem hefur þá sem því nemur minna á milli handanna. Það er mín skoðun að ný forysta í verkaðlýðshreyfingunni eigi að setja á oddinn í baráttu sinni að tekið verði á þessu vaxtaokri.“ Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.