Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 15 Bólumyndun í lífeyrissjóðum Hann segir stærsta vanda íslensks efnahagslífs vera yfirstærð lífeyr- issjóðanna. „Lífeyrissjóðirnir eru ofvaxnir íslensku efnahagskerfi og eru nú að burðast með þrjú þúsund milljarða í farteskinu og vita ekk- ert hvernig þeir eiga að koma þess- um peningum í vinnu. Fyrir bragðið hafa þeir freistast til mjög vafasamra fjárfestinga. Þeir bólgna fyrir bragð- ið út sem aldrei fyrr þrátt fyrir að í hruninu hafi þeir tapað 500 millj- örðum vegna glórulausra fjárfest- inga sem gerðar höfðu verið í fyrir- tækjum sem stóðu veikum fæti. Það vekur hins vegar athygli að sjóðirn- ir töpuðu engu á útlánum til ein- staklinga, enda höfðu þeir einung- is lánað upp að 60% af virði hús- eigna. Það sýnir okkur að heillavæn- legra væri fyrir sjóðina að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, eignum sem tapa ekki verðgildi sínu á einni nóttu. En vegna taps lífeyrissjóðanna af slæm- um fjárfestingum í fyrirtækjum hef- ur þurft að pumpa enn meiri pen- ingum inn í þá og það hefur bitn- að á launagreiðendum sem eru að kikna undan launatengdum gjöld- um. Þannig hafa iðgjald launþega og fyrirtækja í lífeyrissjóðina hækk- að um 55% frá árinu 2006, farið úr 10% og verða 15,5% frá 1. júlí næstkomandi. Þetta hefur íþyngj- andi áhrif á atvinnulífið en gert í þeim tilgangi að rétta af trygginga- fræðilegan halla á lífeyrissjóðunum. Í mínum huga verða stjórnvöld, at- vinnulífið og verkalýðshreyfingin að viðurkenna þennan vanda og taka á honum. Við þurfum einfaldlega að taka lífeyriskerfið allt til endurskoð- unar. Nú eru lífeyrissjóðirnir komn- ir með um 50% eignarhald í flest- öllum skráðum fyrirtækjum á mark- aði. Gengi hlutabréfa í þeim er hátt skráð, líklega alltof hátt, og byggist á því að lífeyrissjóðirnir eru sífellt að kaupa af sjálfum sér til að halda genginu uppi. En hver á að kaupa þessi hlutabréf ef sjóðirnir vildu losa sig út? Hér er í mínum huga búið að mynda bólu sem á einhverjum tíma- punkti mun springa og á kostnað líf- eyriseignar fólksins sem á sjóðina.“ Enginn kaupir í matinn fyrir prósentur Vilhjálmur telur að á bakvið þau fjögur verkalýðsfélög sem mynda bandalag innan ASÍ sé nú meiri- hluti launþega og vísar þar til félag- anna VR, Elfingar, VLFA og Fram- sýnar. „Mér sýnist félagsmenn þess- ara félaga vera 53% af heildinni. Það blasir því við að framundan eru breytingar á stefnu og áherslum verkalýðsfélaga. Ekki síst sú breyt- ing að markmið okkar verður ekki að vernda fjármálakerfið á kostn- að launafólks, eins og ég tel að nú- verandi forysta ASÍ hafi gert með stuðningi stjórnvalda. Ég spái því reyndar að forseti ASÍ muni sjá sína sæng út reidda og kasta hvíta hand- klæðinu fyrir haustið. Ella mun hann fá mótframboð og eiga á hættu að vera felldur í kosningu. Að mín- um dómi hefur aðferðafræði hans beðið skipbrot í ljósi þess að lág- tekju- og millitekjufólk hér á landi getur ekki lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og tekjubilið hefur aukist gríðarlega. Engu að síður er alltaf verið að reyna að kasta ryki í augu fólks. Nú eru forsvarsmenn at- vinnulífsins og stjórnvöld sífellt að tifa á þeirri fordæmalausu meintu hækkun kaupmáttar. En staðreynd- in er sú að þessi kaupmáttaraukning hefur ekki skilað sér til þeirra sem lökust hafa kjörin.“ Til að útskýra þetta betur tekur Vilhjálmur dæmi: „Ef þú hækkar laun um 10% á sama tíma og verð- bólga er 5% hefur kaupmáttur launa hækkað um fimm prósentustig. Pró- sentuhækkun launa kemur sér hins vegar alltaf best fyrir hátekjufólk. Maður með þrjár milljónir í mán- aðarlaun fengi þannig 150 þúsund króna raunhækkun, en maður með strípuð lágmarkslaun fengi í raun- hækkun kannski um 12 þúsund krónur. Láglaunamaðurinn er hins vegar líklegur til að búa í leiguhús- næði og dæmdur til að greiða húsa- leigu sem hefur hækkað mun meira en launin. Leiguverð hefur þann- ig frá 2011 hækkað um 75%, en á sama árabili hafa lágmarkslaun ekki hækkað nema um 52%. Staðreyndin er sú að það fer enginn út í búð og kaupir í matinn fyrir prósentuhækk- un launa, heldur krónur. Láglauna- maðurinn hefur þannig ekki ver- ið að upplifa hækkun kaupmáttar. Allt tal um annað er blekking í boði stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins og æðstu ráðamanna. Ef raunveru- lega á að jafna tekjumun í þjóðfélag- inu þarf því að semja um krónutölu- hækkanir í næstu samningum, ekki prósentur,“ segir Vilhjálmur. „Ábyrgð okkar er mikil“ Samningar eru lausir um næstu ára- mót. Hvernig metur Vilhjálmur stöðuna fyrir þá samningagerð sem framundan er? Hann dregur ekki fjöður yfir þá skoðun sína að nýta verði vel tímann fram að áramótum, annars sé hætta á að til átaka komi. „Ég vona að það verði sátt um það í röðum viðsemjenda að ná samn- ingum án þess að að koma þurfi til vinnustöðvana. Ég finn að það eru miklar væntingar í garð okkar sem veitum nýjum armi verkalýðsfélag- anna forystu. Nú höfum við átta mánuði til að semja við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins og við þurfum að hefja þessa vinnu strax. Mín áhersla verður öll á launajöfn- uð í þjóðfélaginu. Það er kominn tími til þess og þó fyrr hefði ver- ið. Flatar prósentuhækkanir launa eru aflgjafi mismununar, ójafnvæg- is og í framhaldi þess fátæktar í röð- um þeirra sem lökust hafa kjörin. Þá er mat mitt að stjórnvöld geti kom- ið að borðinu og létt undir með til dæmis þrepaskiptingu persónuaf- sláttar og að Seðlabankanum verði skapað svigrúm til vaxtalækkunar. Mín skoðun er sú að afnema beri verðtrygginguna og skilyrðislaust á að taka húsnæðisliðinn út úr vísi- tölunni. Ég bendi á að verðbólga er nú 2,3% en væri neikvæð um 0,9% ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið hafður inni í mælingu vísitölunnar.“ Lækkun skulda besta kjarabótin Loks segir Vilhjálmur það skoð- un sína að fækka verði lífeyrissjóð- um og að valfrelsi um sjóðfélagaað- ild verði aukið. „Besta kjarabót al- mennings er að lækka skuldir, ekki síst í ljósi þess vaxtastigs sem hér ríkir. Það ætti skilyrðislaust að virkja þann möguleika að fólk geti var- ið hluta þess sem bundið er í sam- tryggingarhluta lífeyrissjóðanna til að greiða niður höfuðstól húsnæð- islána. Það er besta kjarabót sem fólk gæti mögulega fengið að lækka skuldir. Ekki síst má fólk sem kom- ið er að starfslokum ekki undir nokkrum kringumstæðum skulda í húsnæðinu sínu, því reynslan hefur sýnt okkur að þá er það umvifalaust hneppt í fátækragildru þegar tekjur dragast saman við starfslok.“ Við látum lokið spjalli við Vil- hjálm Birgisson. Hans beið í síð- ustu viku þegar við ræddum við hann þétt dagkrá funda um kaup, kjör og réttindagæslu félagsmanna sinna, en einnig viðtöl í öðrum fjöl- miðlum. Það var í mörg horn að líta. mm Dagskrá Írskra vetrardaga á Akranesi Miðvikudagurinn 14. mars 20:00 Með allt á hreinu í Bíóhöllinni 20:00 Kvöldstund með Elly og Margréti Blöndal í Stúkuhúsinu Fimmtudagurinn 15. mars 17:30 Örnefnagöngutúr með starfsfólki Landmælinga Íslands. Gangan hefst við Akratorg 21:00 Kvöldvaka á Gamla Kaupfélaginu: Grafík Föstudagurinn 16. mars 21:00 Kvöldvaka á Gamla Kaupfélaginu: Jón Jónsson og Friðrik Dór Laugardagurinn 17. mars - Dagur heilags Patreks 13:00 Frændur eða fjendur? Sjálfstæðisbarátta Íslendinga og Íra, fyrirlestur Sólveigar Jónsdóttur á Bókasafninu. 16:00 Með allt á hreinu í Bíóhöllinni Sunnudagurinn 18. mars 16:00 Með allt á hreinu í Bíóhöllinni 20:00 Með allt á hreinu í Bíóhöllinni Fiskisúpa að hætti Íra á Café Kaja frá kl. 12 virku dagana. Auk þess verða írskar bókmenntir í öndvegi á Bókasafninu. Ef þú vilt láta vita af viðburði sendu okkur línu á akranes@akranes.is. Allar nánari upplýsingar í viðburðadagatali á www.akranes.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Páskaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness Mæðrastyrksnefnd Akraness verður með páskaúthlutun mánudaginn 26. mars frá klukkan 13-17 í húsi Rauða krossins Skólabraut 25a. Tekið verður á móti umsóknum daganna 15. og 16. mars frá kl. 11-13 í síma 859-3000 (María) og í 859-3200 (Svanborg). Allir umsækjendur þurfa að skila inn skriflegum umsóknum og tekið er á móti þeim þriðjudaginn 20. mars frá kl. 15-18 í Rauða krossinum. Þeir sem skiluðu inn gögnum fyrir jól þurfa ekki að skila inn núna. Vinsamlegast sækið um á auglýstum tíma. Með bestu kveðju, Mæðrastyrksnefnd Akraness SK ES SU H O R N 2 01 6 Styrktareikningur Mæðrastyrksnefndar: 0552-14-402048 kt. 411276-0829

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.