Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 17 Aðalfundur Félags eldri borgara á Akranesi (FEBAN) verður laugardaginn 17. mars 2018 kl. 14.00 í sal félagsins að Kirkjubraut. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Lagðir fram endurskoðaðir reikningar1. Skýrsla stjórnar2. Skýrslur nefnda3. Tillögur að lagabreytingum lagðar fram4. Kosningar: Formaður, stjórn og varastjórn5. Kosning nefnda6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og einn til vara7. Kosning uppstillingarnefndar8. Önnur mál9. Stjórnin Aðalfundur FEBAN SK ES SU H O R N 2 01 8 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög SK ES SU H O R N 2 01 5 Föstudaginn 16. mars klukkan 20:30 mun Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps troða upp með líf- lega tónleika í Tónbergi á Akra- nesi. Kórinn þekkja margir, ekki síst eftir þátttöku hans og sigur í keppninni Kórar Íslands sem fram fór á Stöð2 á síðasta ári. Tónleik- arnir í Tónbergi nefnast „Bó og meira til“. Höskuldur Birkir Erl- ingsson formaður kórsins útskýrir það nánar: „Í þessari söngdagskrá okkar leggjum við mikla áherslu á lög sem Björgvin Halldórsson hef- ur slegið í gegn með í gegnum tíð- ina og reyndar fleiri að auki. Fyr- ir hlé verðum við með hefðbundna karlakóratónlist ásamt undirleik en eftir hlé poppum við þetta upp og hljómsveit spilar með okkur þekkta slagara úr lagasafni Björgvins,“ seg- ir Höskuldur. Miðasala á tónleikana fer fram við innganginn. mm Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur smellina hans Bó Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sem bar sigur úr býtum í keppninni Kórar Íslands á Stöð2. Tónlistarkonan Inga María Hjart- ardóttir frá Akranesi er komin í úr- slit í alþjóðlegri lagahöfundakeppni, sem heitir einfaldlega International Songwriting Competition. Árlega senda þúsundir lagahöfunda lög í keppnina í von um að verða valdir lagahöfundar ársins. Í þetta skiptið var slegið aðsóknarmet, þar sem 16 þúsund manns sendu lög í keppnina. Aðeins tvö prósent þeirra sem sendu lög í keppnina að þessu sinni komust í úrslit keppninnar og er Inga María ein af þeim. Lag Ingu Maríu heitir Good in Goodbye og keppir í flokknum „unpublished“, en það orð er haft í Bandaríkjunum um lög sem tón- listarfólk gefur út sjálft, án aðstoðar útgefenda eða plötufyrirtækja. Þeg- ar þessi orð eru rituð hefur lag Ingu Maríu fengið flest atkvæði í sínum flokki og er því í efsta sæti. Það er síðan dómnefnd skipuð ein- valaliði tónlistarmanna sem mun sjá um að velja sigurvegara í keppninni. Dómnefndina skipa meðal annarra Grammy-verðlaunahafarnir Tom Waits, Lorde og Don Omar, ásamt fleiri þekktum tónlistarmönnum. Þar að auki gefst almenningi kostur á að kjósa sitt uppáhalds lag og mun sigurvegari þeirrar kosningar hljóta stór verðlaun og viðurkenningu að launum. kgk Inga María komin í úrslit í alþjóðlegri lagahöfundakeppni Inga María Hjartardóttir, tónlistarkona frá Akranesi. Í dag hefjast Írskir vetrardagar í þriðja sinn á Akranesi og standa fram á sunnudag. Markmið hátíðar- innar er að halda í heiðri tengingu Akurnesinga við írska arfleifð. Há- tíðin hefst á kvöldstund með Elly og Margréti Blöndal í Stúkuhúsinu klukkan 20 í kvöld. Margrét Blön- dal skrifaði ævisögu Ellyar og ætl- ar hún að segja frá leit sinni að Elly og hver þessi kona var sem þjóðin dáði. „Hátíðin er fremur lítil og sæt í sniðinu og því miður náðist ekki að vera með jafn mikið írskt á efn- isskránni eins og við hefðum vilj- að. Þrátt fyrir það verður ýmislegt skemmtilegt og áhugavert í boði,“ segir Ella María, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Skessu- horn. „Stóra írska númerið í ár verður fyrirlesturinn „Frændur eða fjendur“ sem fer fram á bókasafn- inu kl. 13 á laugardaginn. Þar mun Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og stjórnmálafræðingur, fara yfir og bera saman sjálfstæðisbaráttur og þjóðernishyggju okkar Íslendinga og Íra. Við fyrstu sýn virðist sjálf- stæðisbarátta þessara þjóða ekki hafa margt sameiginlegt en það var margt svipað sem átti sér stað og mörg skref stigin samtímis á Íslandi og Írlandi og Sólveig ætlar að fara yfir það allt í fyrirlestrinum,“ segir Ella María. Starfsfólk Landmælinga Ís- lands verður með Örnefnagöngut- úr á morgun, fimmtudag, þar sem gengið verður frá Akratorgi klukk- an 17:30. Gengið verður að Merki- gerði, Krókalóni, Bakkatúni og end- ar gangan aftur við Akratorg. „Það er líka gaman að sjá hversu vel hef- ur verið tekið í hátíðina af aðilum í samfélaginu og eru nokkrir sem ætla að standa fyrir viðburðum. Kvöld- vökur verða í Gamla kaupfélaginu, þar sem hljómsveitin Grafík verður með tónleika á fimmtudagskvöld- inu klukkan 21 og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór flytja sín vinsælustu lög á föstudagskvöld- inu klukkan 21. Hægt er að nálg- ast miða á báðar kvöldvökurnar á midi.is. Kaja á Café Kaju ætlar að bjóða upp á fiskisúpu með írsku yf- irbragði í hádeginu þessa daga þar sem eðalírskar kartöflur koma við sögu en kartöflur héldu einmitt lífi í írsku þjóðinni árum saman,“ segir Ella María og bætir því við að söng- leikurinn „Með allt á hreinu“ verði sýndur á fjölskylduvænum tím- um, klukkan 16, í Bíóhöllinni bæði laugardag og sunnudag í tilefni Írskra vetrardaga. „Þetta er frábær sýning sem ég mæli eindregið með að fólk sjái,“ segir Ella María. „Það eru skemmtilegir dagar framundan hér á Akranesi og ég hvet fólk til að skoða dagskránna á heimasíðu Akraneskaupstaðar og mæta á alla viðburði,“ bætir hún við. arg Írskir vetrardagar hefjast í dag Svipmynd frá Írskum vetrardögum á síðasta ári. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.