Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201818 Skóflustunga að nýju frístundahúsi Golfklúbbsins Leynis og Akranes- kaupstaðar var tekin í janúar og á fimmtudagsmorgun í liðinni viku voru fyrstu einingarnar hífðar á sinn stað. Þegar einingunum í kjallarann hefur verið komið á sinn stað hefst vinna við undirbúning og steypu á botnplötu. Ef allt gengur að ósk- um og veður hamlar ekki verður það gert eftir rúma viku. Næst verð- ur þaki kjallarans og þar með gólfi jarðhæðarinnar komið fyrir og því næst verða veggirnir reistir koll af kolli. „Framkvæmdirnar ganga vel. Veðrið í febrúar tafði okkur að- eins en góður gangur hefur verið síðan hægt var að byrja aftur. Þrátt fyrir smávægilegar tafir er verk- ið á áætlun, bæði í tíma og kostn- aði,“ segir Guðmundur Sigvalda- son, framkvæmdastjóri Golfklúbbs- ins Leynis, í samtali við Skessuhorn. „Golfklúbburinn Leynir hefur um- sjón með verkinu og heldur utan um framkvæmdir. BM Vallá er aðal- verktaki við reisingu hússins en alls koma átta verktakar að framkvæmd- unum. Allir koma þeir af Akranesi eða hafa tengingu við bæinn,“ bæt- ir hann við. „Við gerum ráð fyrir því að húsið verði risið í byrjun maí. Þá verður hafist handa við uppsetningu á þakvirki og við að loka húsinu. Í lok maímánaðar verður svo farið í innri frágang hússins.“ Hvergi slegið af kröfunum Aðspurður segir Guðmundur stefnt að því að taka fyrsta áfanga hússins í notkun í lok sumars. „Síðan verður húsið fullklárað í apríl 2019 og tek- ið í notkun strax að því loknu,“ seg- ir hann og bætir því við að nú þeg- ar séu farnar að berast fyrirspurnir um leigu á salnum vorið 2019. „Fólk hefur verið að forvitnast hvort hægt verði að leigja húsið undir ferming- arveislur í apríl á næsta ári,“ segir hann og brosir. „En keppikefli okk- ar er að allt verði tilbúið á vormán- uðum 2019,“ bætir hann við. „Ég held að þetta verði mikil lyftistöng, ekki bara fyrir golfklúbbinn, heldur Akranes í heild sinni. Þessi aðstaða mun koma ansi mörgum hópum að góðum notum við hvers konar starf- semi,“ segir Guðmundur. Nýja húsið rís á sama stað og Golfskáli Leynis stóð áður. Á með- an framkvæmdir standa yfir verður komið upp bráðabirgðaaðstöðu fyr- ir félagsmenn og kylfinga. Verður það leyst með gámahúsum þar sem verður veitingasalur fyrir 60 til 80 manns, salerni og öll önnur þjón- usta. „Það er mikill metnaður meðal stjórnenda klúbbsins að slaka hvergi á þrátt fyrir að framkvæmdir við nýtt hús standi yfir,“ segir Guðmundur. Á fimmtudaginn var einmitt verið að undirbúa svæði þar sem bráða- birgðaaðstaðan mun rísa. Þegar jarðvinnu og undirbúningi er lokið verður gámunum komið fyrir og allt gert klárt fyrir sumarið. „Við ætlum að opna völlinn í byrjun maí ef veð- ur leyfir og aðstaðan verður opin frá fyrsta degi. Völlurinn sjálfur kemur vel undan vetri, engar skemmdir að sjá á honum, ekkert kal og flatirn- ar allar í mjög góðu standi,“ segir Guðmundur. Fjársjóður í félagsmönnum Þegar grunnurinn að nýju frístunda- húsi var tekinn var hluta efnisins ekið út á völl. Efnið var nýtt til að að stækka teiga og í aðrar lagfæringar á vellinum. Í apríl verður farið í að tyrfa nýja teiga samhliða öðrum vor- verkum. „Þessi hefðbundnu vorverk klúbbsins hefjast fljótlega í apríl. Ár- lega leitum við til félagsmanna og þar eigum við mikinn fjársjóð. Part úr degi á hverju vori skipta félags- menn sér í hópa og taka til hendinni á vellinum og koma honum í stand fyrir sumarið. Alltaf er vel mætt og klúbburinn er heppinn og þakklát- ur að eiga svo öflugan hóp félags- manna,“ segir Guðmundur. Félagsmenn í Leyni voru um 490 talsins síðastliðið haust og hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin 15 ár. Opnað hefur verið fyrir skrán- ingar í klúbbinn fyrir árið 2018 og fara þær vel af stað að sögn Guð- mundar. „Barna- og unglingastarfið gengur vel undir stjórn Birgis Leifs Hafþórssonar. Hann er einmitt að fara með hóp í æfingaferð til Portú- gals núna í byrjun apríl. Það er mikil tilhlökkun fyrir ferðinni hjá krökk- unum,“ segir hann en um 30 félags- menn að iðkendum meðtöldum fara utan. „Það er því mikið um að vera á öllum vígstöðvum hjá klúbbnum, starfið afar blómlegt og mikil til- hlökkun fyrir komandi tíð,“ segir Guðmundur Sigvaldason að end- ingu. kgk Á fimmtíu ára afmæli Rarik árið 1997 efndi fyrirtækið til átaks sem nefndis „Tré fyrir staur“. Fyrir hvern rafmagnsstaur í dreifikerfi Rarik skuldbatt fyrir- tækið sig til að planta trjám. Um 50.000 græðlingum skyldi plant- að árið 1997 en eitthvað minna næstu ár. Hamarsvöllur í Borg- arnesi varð fljótlega eitt af svæð- unum sem nutu góðs af þessu átaki Rarik. Í upphafi myndað- ist góð stemning milli félaga í Golfklúbbi Borgarness og starfs- manna Rarik sem mættu á Ham- arsvöll, plöntuðu trjám, léku golf og snæddu grillmat. Mynd- aðist árleg hefð þar sem starfs- menn Rarik mættu árvisst glað- ir og kátir með plönturnar sín- ar og gróðusettu ásamt félögum í Golfklúbbi Borgarness. Hélst þessi hefð fram á síðasta áratug en þá fjaraði hún út. „Rarik hefur þó haldið áfram að styrkja skógrækt á Hamars- velli þótt okkar vallarstarfsmenn planti núna trjánum,“ segir í til- kynningu frá GB. „Og starfs- menn Rarik mæta enn á Ham- arsvöll og leika golf í umhverfi sem þeirra framtak hjálpaði til að skapa. Hefur Rarik því styrkt myndarlega skógræktarstarf GB í tvo áratugi. Er þeirra framlag ómetanlegt þegar við lítum yfir Hamarsvöll í dag. Af mörgum talinn einn fallegasti golfvöllur landsins að miklu leyti vegna fljölbreytts gróðurfars. Golf- klúbbur Borgarness vill koma á framfæri miklu þakklæti til forstöðumanna og starfsmanna Rarik í gegnum árin,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum. mm Vaskir skógræktendur á Hamri. Ljósm. úr safni GB frá 2004. Rarik styrkir skógrækt Golfklúbbs Borgarness Mikið líf við Garðavöll á Akranesi Framkvæmdir ganga vel og eftirvænting fyrir sumrinu Fyrstu einingarnar að nýju frístundahúsi við Garðavöll voru hífðar á sinn stað að morgni síðasta fimmtudags. Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, með framkvæmdasvæðið í baksýn. Þegar grunnurinn að nýju frístundahúsi var tekinn var hluta efnisins ekið út á völl. Þar var það nýtt til að stækka teiga og í aðrar lagfæringar. Nýju teigarnir verða tyrfðir í apríl samhliða öðrum vorverkum. Þegar byrjað er að hífa forsteyptar einingar á sinn stað gerast hlutirnir hratt. Þannig var umhorfs á framkvæmdasvæðinu í gær, á þriðjudagsmorgni. Stoðir festar við einingarnar. Síðastliðinn fimmtudag var verið að undirbúa svæðið þar sem bráðabirgðaað- staða mun rísa. Þar verður veitingasalur fyrir 60 til 80 manns, salerni og öll önnur þjónusta fyrir félagsmenn og kylfinga á framkvæmdatímanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.