Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 19 ATVINNA Óska eftir að ráða atvinnubílstjóra til starfa, skilyrði að vera með meirapróf og vinnuvélaréttindi. Áhugasamir hafi samband í síma 893-5536 (Gísli Jóns.) Aðalfundur Kjalar Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn þann 20. mars 2018 kl. 16:30 í Skipagötu 14, 4. hæð Akureyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Kosning fulltrúa á þing BSRB. 3. Önnur mál. Veitingar og happdrætti. Akureyri 5. mars 2018. Stjórn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Pappírslaus fundur en öll gögn hans er að finna á heimasíðu Kjalar www.kjolur.is. SK ES SU H O R N 2 01 6 www.kjolur.is Aðalfundur Kjölur stéttarfélag | Skipagötu 14 - 3.hæð | 602 Akureyri | Sími 525 8383 | kjolur@kjolur.is Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins 2. Kosning fulltrúa á þing BSRB 3. Önnur mál Veitingar og happdrætti. Akureyri 5. mars 2018 Stjórn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu Pappírslaus fundur en öll gögn hans er að finna á heimasíðu Kjalar www.kjolur.is Kjalar Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn þann 20. mars 2018 kl. 16:30 í Skipagötu 14, 4. hæð Akureyri. Katarína Stefánsdóttir er fyrsti nemandinn sem lærir húsgagna- smíði við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi í fjölmörg ár, en hún mun útskrifast núna á vordög- um. Katarína hefur búið á Akra- nesi undanfarin ellefu ár en rætur hennar liggja þar. Foreldrar henn- ar eru þau Magnea Guðlaugsdóttir og Stefán Þór Þórðarson. Aðspurð hvort hún skilgreini sig sem Skaga- konu segir Katarína ekki auðvelt að svara því enda mikill heimsborgari sem hefur búið víða. Hún fæddist á Íslandi en hefur búið í Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð og Liechten- stein. „Foreldrar mínir eru bæði af Skaganum og ég hef búið hér lengst og er eflaust mest Skagakona en ég er mjög sænsk í hjartanu. Ég sakna Svíþjóðar mikið; náttúrunnar, veð- urfarsins, tungumálsins og fólks- ins. Ég hef þó verið dugleg að fara til Svíþjóðar og haldið tungumál- inu vel við,“ svarar hún brosandi þegar blaðamaður hitti hana í smá pásu sem hún hafði á milli kennslu- stunda í síðustu viku, en hún hefur í nógu að snúast þessa dagana. Auk þess að vera í fullu námi við FVA starfar Katarína hjá ÞÞÞ á Akranesi og á Lesbókinni, lærir naglaásetningu og tekur þátt í sýn- ingunni Með allt á hreinu sem leik- listaklúbbur Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands sýnir um þessar mundir í Bíóhöllinni. Kat- arína sá um að hanna og taka þátt í smíði leikmyndar. „Það er kannski aðeins meira að gera núna heldur en venjulega vegna leiksýningarinnar. Ég var að smíða leikmyndina ásamt öðru góðu fólki og það er búið að vera smá stress. Núna þegar sýn- ingar eru komnar af stað róast að- eins hjá mér. Mig langaði samt að taka aðeins meiri þátt í sýningunum sjálfum og tók því að mér að sjá um förðun,“ segir Katarína. Alltaf verið að búa eitthvað til Húsgagnasmíðin varð fyrir val- inu hjá Katarínu því hún stefnir á að læra innanhússarkitektúr. Smíð- in er líka í blóðinu og segist Kat- arína alltaf hafa haft áhuga á að búa til hluti. „Ég held að það verði auð- veldara fyrir mig að komast í inn- anhússarkitektúr með þennan bak- grunn heldur en bara stúdentspróf af félagsfræðibraut eða náttúru- fræðibraut. Það hefur líka alltaf leg- ið vel fyrir mér að búa til hluti og mér þykir þetta skemmtilegt nám. Ég hef alltaf verið að skapa eitt- hvað og ég held það séu ekki marg- ir í nánustu fjölskyldu sem eiga ekki eitthvað föndur frá mér,“ segir hún og hlær. „Ég hef líka alltaf haft gaman að því að gera fallegt heima hjá mér og að breyta til. Ég er alltaf að breyta herberginu mínu og læt það ekki stoppa mig þó húsgögnin séu nærri ófæranleg. Fataskápurinn minn er svo stór og þungur að for- eldrar mínir hafa átt í erfiðleikum með að færa hann með mér. Ég er svo þrjósk að ég hef ekki látið það stoppa mig, ef ég vil breyta til og færa skápinn þá geri ég það,“ bætir hún við og hlær. Katarína er mjög efnilegur smið- ur og hefur búið til marga fallega muni og má sjá að vinnubrögðin eru mjög nákvæm. „Ég á það til að gleyma mér í smáatriðunum þegar ég er að smíða en ég bara get ekki vitað af því ef eitthvað er ekki alveg hornrétt eða beint. Móðurafi minn var smiður og tveir móðurbræð- ur mínir eru smiðir. Þetta liggur vel fyrir mér og mér þykir þetta skemmtilegt,“ segir hún og bæt- ir því við að hún sjái þó ekki fyr- ir sér að vinna við húsgagnasmíði. „Því miður held ég að þetta sé deyj- andi grein. Það er í það minnsta ekki mjög öruggt starf að vera hús- gagnasmiður, það gætu dottið inn góð verkefni í nokkra mánuði og svo kannski ekkert í lengri tíma. Ég er ansi hrædd um að ég komist ekki á samning í lok námsins, enda þarf ég þess kannski ekki því ég ætla að fara í háskóla,“ segir Katarína. Bauð mömmu sinni í verslunarferð Aðspurð hvaða háskóla hún hefur augastað á segir Katarína nokkra koma til greina en Glasgow sé lík- legasti áfangastaðurinn. „Þegar ég var fjórtán ára langaði mig mjög að fara til Glasgow í verslunarferð en foreldrar mínir voru ekkert á leiðinni út. Ég tók málin þá í mín- ar hendur og fékk mér vinnu um sumarið og safnaði fyrir ferð sjálf og bauð mömmu út,“ segir hún og hlær. „Við mæðgur fórum saman ásamt ömmu, móðursystur minni og dóttur móðursystur minnar um haustið og skoðuðum þá í leiðinni háskóla í Glasgow og ég féll alveg fyrir honum. Síðan þá hef ég haft augastað á þeim skóla og mun án efa sækja um. En ég hef fleiri skóla í huga sem ég mun sækja um líka og svo kemur bara í ljós hvert ég fer þegar á hólminn er komið,“ segir Katarína. Aðspurð hvað taki við eft- ir útskrift segist hún ætla að vinna í sumar. „Ég hef í raun ekki hugsað neitt lengra en sumarið. Ég vann í golfskálanum síðustu tvö sumur og líkaði vel. Ég varð líklega á Lesbók- inni núna í sumar og svo ræðst það með haustinu hvað tekur við, það er allt opið.“ arg Fyrsti húsgagnasmiðurinn í langan tíma til að útskrifast frá FVA Katarína stefnir á háskólanám í innanhússarkitektúr Katarína Stefánsdóttir er fyrst til læra húsgagnasmíði við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi í fjölmörg ár. Taflborð sem Katarína smíðaði. Hægt er að snúa borðplötunni við og þá er þetta venjulegt sófaborð. Þessi þrep smíðaði Katarína í skól- anum. Skenkur sem Katarína hannaði sjálf. Hægt er að færa hill- urnar og breiddin á hólfunum er akkúrat þannig að Ikea kassarnir sem margir þekkja smellpassa í skenkinn. Þennan koll með boginni setu smíðaði Katarína í skólanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.