Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201822 Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga brutu upp hefðbundið skólastarf í síðustu viku og voru með hina árlegu sólardaga. Fjöl- margir viðburðir voru á dagskrá og gátu nemendur t.d. kynnt sér zumba, póker, spil, FIFA, amer- ískan fótbolta, pönnukökubakstur, jóga, hárgreiðslu og sitthvað fleira. Einnig var keppt í stígvélakasti inn- anhúss. Sólardögum var svo lokað með glæsilegri árshátíð nemenda- félagsins þar sem allir skemmtu sér konunglega. tfk Sólardagar í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga Freydís Bjarnadóttir stærðfræðikennari er hér að spila með nemendum. Haukur Páll Kristinsson forseti nemendafélagsins stóð í ströngu þessa vikuna. Nemendur fóru á hárgreiðslustofuna Silfur og kynntu sér starfsemina. Tveir leikmenn frá ruðningsliðinu Einherja komu og héldu kynningu á íþróttinni. Golfklúbburinn Vestarr í Grundar- firði hélt aðalfund mánudaginn 12. mars síðastliðinn í Sögumiðstöð- inni í Grundarfirði. Þar voru árs- reikningar og skýrsla félagsins sam- þykkt ásamt öðrum hefðbundnum aðalfundarstörfum. Þar var einn- ig undirritaður nýr samningur á milli golfklúbbsins og Grundar- fjarðarbæjar um að klúbburinn sjái um slátt og umhirðu á nokkrum svæðum í bænum en þar ber helst að nefna íþróttavöll bæjarins. Það voru þeir Þorsteinn Steinsson bæj- arstjóri og Garðar Svansson sem undirrituðu samninginn. tfk Golfklúbburinn tekur að sér slátt Þær Jónína Hólmfríður Pálsdótt- ir og Guðlín Erla Kristjánsdótt- ir fóru saman í ferð um Jakobsveg- inn síðastliðið haust. Jakobsveg- ur eða Vegur heilags Jakobs er ein þekktasta pílagrímaleið í Evrópu. Hann heitir á galisísku O camiño de Santiago, á spænsku El Cam- ino de Santiago og frönsku Chem- ins de Saint-Jacques. Jakobsvegur- inn endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í héraðinu Galisíu á Spáni en hefst þar sem pílagrím- urinn leggur af stað. Nú ætla þær Jónína og Erla að segja frá ferð- inni á fyrirlestri í Safnahúsinu í Borgarnesi á fimmtudagskvöld- ið, 15. mars, klukkan 20. „Við ætl- um að segja frá ferðalaginu okk- ar og koma með góða punkta fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í slíka ferð. Við fórum á eigin vegum, því það er töluvert ódýrara en að fara í skipulagða ferð. Við munum m.a. fara yfir hvernig undirbúningi okk- ar var háttað og hvað er sniðugt að hafa með sér,“ segir Jónína. Ferðalag þeirra tók alls fimm vik- ur. Þar af voru þær 30 daga á sjálf- um veginum. „Við fórum gangandi fyrstu tvær vikurnar en leigðum svo hjól í sex daga og gengum síðustu tíu dagana. Þetta voru allt töluvert ólíkir kaflar og við munum segja vel frá því öllu í fyrirlestrinum. Erla er jógakennari og vinnur mikið með hugleiðslu og þessar pílagrímshug- myndir á meðan ég er sjálf meira fiðrildi og upplifanir okkar voru því ekki alveg eins. Við munum einmitt koma vel inn á það í fyrirlestrinum að svona ferðir er mjög andlegar og því ólíkt hvernig fólk upplifir þær,“ segir Jónína og hvetur alla sem hafa áhuga að kíkja við á fimmtudags- kvöldið. arg Segja frá göngu sinni um Jakobsveginn Guðlín Erla Kristjánsdóttir og Jónína Hólmfríður Pálsdóttir gengu saman Jakobs- veginn síðastliðið haust og ætla að segja frá ferðalaginu í Safnahúsinu í Borgar- nesi á fimmtudaginn. Hvalaskoðunarbáturinn Íris frá Láki Tours í Grundarfirði var á leið til hafnar í Ólafsvíkurhöfn úr skoð- unarferð á fimmtudaginn þegar ljósmyndari smellti af þessari mynd. Láki Tours gerir alla jafnan ekki út frá Ólafsvík á þessum tíma árs, en fer nú frá Ólafsvík þar sem hval- urinn hefur fært sig um set. Í byrj- un apríl mun svo „Whale watching Ólafsvík“ hefjast af fullum krafti hjá fyrirtækinu. Aðspurður um aðskókn sagði starfsmaður Láka Tours sem rætt var við að þeir hafi farið út með fullan bát þá daga sem gefið hefur á sjó vegna veðurs. Febrúarmánuð- ur hafi hins vegar verið mjög erfið- ur veðurfarslega. þa Fullt í hvalaskoðunarferðir sem hægt hefur verið að fara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.