Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201828 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Hönnum, prentum og merkjum fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki Smáprent Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Á dögunum auglýsti Akranes- kaupstaður tillögu að breyttu deiliskipulagi í Flóahverfi. Breyt- ingarnar snúast um að leyfa á at- vinnulóðum, uppsetningu á vinnu- búðum (gámabyggð) fyrir erlenda verkamenn til allt að sjö ára. For- saga málsins mun vera umsókn stórverktaka af höfuðborgarsvæð- inu um lóðir í Flóahverfi undir slíka starfsemi. Á kynningarfundi um deiliskipulagið sem haldinn var á bæjarskrifstofunni kom fram að þessi umræddi verktaki hygð- ist reisa húsnæði fyrir allt að 90 manns á tveimur lóðum. Jafn- framt kom fram að í deiliskipulag- inu er gert ráð fyrir þremur lóð- um til viðbótar undir samskonar starfsemi. Undirritaður hefur ýmislegt við þessar áætlanir að athuga. Margt má nefna í þessu sambandi en í stuttu máli sagt virðist málið illa undirbúið og engin vinna farið fram til að kanna lögmæti þeirrar starfsemi sem fyirirhuguð er, áhrif þess á ýmsa innviði bæjarfélags- ins, eða ímynd hans út á við. Eng- in ákvæði eru í skipulaginu um fjölda íbúa, aðbúnað eða þá þjón- ustu sem veita skal í þessu hverfi. Nú er það svo að umræða um gámabyggð er ekki ný af nálinni hvorki hér á Íslandi né í ýmsum nágrannalöndum. Í Reykjavík hefur þessi umræða sprottið upp reglulega, bæði um gámabyggð fyrir farandverkamenn, en einnig til almennrar útleigu. Borgaryfir- völd hafa til þessa ekki ljáð máls á slíku. Á áðurnefndum kynningarfundi kom fram að tvær ástæður helstar væru fyrir því að farið var í þetta verkefni af hálfu bæjaryfirvalda. Í fyrsta lagi væru þá meiri líkur á að Akraneskaupstaður fengið ásætt- anleg tilboð í verk á vegum bæjar- félagsins, því stór verktaki væri þá með starfsmenn á svæðinu. Í öðru lagi myndi þetta hugsanlega skapa tekjur fyrir bæjarfélgið, í formi útsvars af þeim starfsmönnum sem kæmu til með að búa í gáma- byggðinni. Ég efast ekki um að þeim sem að þessum fyrirætlunum standa hafi gengið gott eitt til, og séð hugsanlegar tekjur koma í bæjar- sjóð í stað þeirra tekna sem glöt- uðust þegar HB Grandi ákvað að flytja megnið af sinni starfsemi burt úr bænum. Mín skoðun er þó sú að gáma- byggð í Flóahverfi sem hugsan- lega skilar engum störfum á Akra- nes sé ekki leiðin til að styrkja tekjugrunn bæjarsjóðs. Til þess eru allt of margir óvissuþættir sem þarf að skoða mun betur. Ég mun því skila inn athugasemdum við deiliskipulagið og vona að það geri sem flestir sem ekki eru sáttir við þessi áform. Það er engum blöðum um það að fletta að flutningur HB Granda á stærstum hluta sinnar starfsemi í burtu er gríðarlegt áfall fyrir bæj- arfélagið, og hugsanlega hefðu bæjaryfirvöld getað haldið betur á málum gagnvart þessu öfluga fyr- irtæki. Það er nefnilega auðvitað svo, að öflugt samfélag verður ekki byggt upp nema að atvinnustarf- semi standi styrkum fótum. Eitt helsta verkefni bæjaryfirvalda hverju sinni er ekki síst að hlúa að og standa með þeirri atvinnustarf- semi sem fyrir er í bæjarfélaginu, og nú er enn mikilvægara en áður að bæjarbúar allir styðji við áform sem stuðla að því. Á Akranesi eru fjölmörg fyrir- tæki stór og smá að gera góða hluti og við þurfum á öllum þess- um störfum að halda, og bæjar- félagið má alls ekki við því að missa héðan fleiri fyrirtæki. Það er hlutverk bæjaryfirvalda að sjá til þess að þessi fyrirtæki getið haldið áfram að vaxa og dafna hér á Akranesi með því að skapa þeim þá umgjörð sem þau þurfa á að halda. Einungis þannig náum við að efla okkar góða sam- félag. Eiríkur Þór Eiríksson. Höf. er íbúi á Akranesi. Gámabyggð í Flóahverfi Pennagrein Málþing verður haldið í Snorra- stofu í Reykholti laugardaginn 24. mars næstkomandi klukkan 13. Efnt er til málþings um nýjar þýð- ingar eddukvæða í tilefni af þýðing- um Knuts Ødegård, sem komu út í tvímála útgáfu í fjórum bindum 2013-2016. Auk þess verður fagnað og vakin athygli á öðrum þýðingum og útgáfum, sem nýlega hafa kom- ið út og á málþinginu verður varp- að ljósi á hvernig nýjar þýðingar geta birt sígild ritverk í samtíma- legu ljósi. Prófessor Lars Lönnroth í Gautaborg gaf út nýja þýðingu allra Eddukvæða á sænsku árið 2016 og árið 2014 kom út endurskoðuð þýð- ing prófessor Carolyne Larrington í Oxford á eldri þýðingu hennar sem birtist fyrst 1996. Árið 2014 kom út hjá Hinu íslenska fornritafélagi ný útgáfa Eddukvæða í tveimur bind- um með rækilegum skýringum og formála. Útgáfuna önnuðust Jónas Kristjánsson og Vésteinn Ólason. Árið 2010 kom út ljóðabálkurinn Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju þar sem hún notar efni Skírnismála til nýrrar skáldlegrar túlkunar með skírskotun til samtímans. Í fyrri hluta dagskrárinnar kynna Knut Ødegård og prófessor Jon Gunnar Jørgensen norsku þýð- inguna, en í seinni hluta gera pró- fessor Lars Lönnroth og dr. Caro- lyne Larrington grein fyrir sín- um þýðingum. Þá spjallar Gerð- ur Kristný um endurvinnslu sína á Eddukvæðinu Skírnismál í Blóð- hófni og Vésteinn Ólason, sem unnið hefur að undirbúningi mál- þingsins, flytur inngangserindi um það, hvernig Eddukvæðin urðu heimsbókmenntir. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur á sér langa og glæsilega sögu, og nýlega var Þorgerður kjörin heiðursborgari Reykjavíkur fyrir störf sín. Kór- inn mun flytja þjóðlega tónlist með tengsl við fornan kveðskap. Málþingið fer að mestu leyti fram á íslensku, en Lars Lönnroth og Carolyne Larrington munu tala hvort á sínu móðurmáli. Þýðingar íslenskra fornbók- mennta á erlend tungumál eiga sér merkilega sögu. Þýðingar á önnur norræn mál hafa þar nokkra sér- stöðu vegna náins skyldleika mál- anna. Rannsóknir á þessu sviði hafa beinst bæði að hreinum textafræði- legum vandamálum og hugmynda- fræði. Afstaða til textanna hefur verið mismunandi eftir löndum og tímabilum, oft nátengd hugmynd- um um uppruna og þjóðerni. Þeir sem þýða Eddukvæði eiga sér fyr- irrennara allt frá 17. öld, ríka hefð sem getur verið bæði innblástur og hindrun á frjálsri túlkun. Á 19. öld voru þýðingar Eddukvæða mikil- vægar fyrir þjóðernisrómantískar hugmyndir og sjálfsmynd Norður- landaþjóða, en samtímis hlaut efnið mikla útbreiðslu og athygli í Evr- ópu, ekki síst vegna tónsmíða Rich- ards Wagner. Á 20. öld voru margs konar sveiflur í túlkun og áhrif- um eddukvæða. Það er því einkar fróðlegt fyrir Íslendinga að fylgj- ast með þýðingarstarfi 21. aldar. Málþinginu í Reykholti er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á þessu starfi með því að velja til kynningar þrjár ágætar og áhrifamiklar þýð- ingar og þýðendur þeirra. Það fer fram í Reykholtskirkju og allir eru velkomnir að njóta málþingsins, aðgangur er ókeypis. -fréttatilkynning Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. „Þó hon enn lifir“ – Um nýjar þýðingar eldfornra og síungra Eddukvæða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.