Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 29 Stykkishólmur - miðvikudagur 14. mars Snæfell mætir Njarðvík í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Akranes - miðvikudagur 14. mars Kvöldstund með Ellý og Margréti Blöndal í Stúkuhúsinu kl. 20:00. Viðburðurinn er liður í dagskrá menningarhátíðarinnar Írskra vetrardaga, sem hefst á Akranesi þennan dag. Akranes - miðvikudagur 14. mars Með allt á hreinu í Bíóhöllinni kl. 20:00. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Tónlistarskólinn á Akranesi standa að uppsetningu söngleiksins Með allt á hreinu, sem byggir á samnefndri kvikmynd Stuðmanna. Einnig er sýnt 15. mars, 17. mars og 18. mars. Miðasala og nánari upplýsingar á www. midi.is. Dalabyggð - miðvikudagur 14. mars Fræðslukvöld Garðyrkjufélags Dalabyggðar í fundarsal stjórnsýsluhússins kl. 20:00. Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslustjóri Garðyrkjufélags Íslands, mun í erindi fjalla um göngustígagerð og að því loknu mun Sigurbjörn Einarsson jarðvegslíffræðingur fjalla um mikilvægi svepprótar, sambýlisform sveppa og trjáróta fyrir vöxt og viðgang trjáa. Hann mun einnig lýsa hvernig bæta megi lifun trjáplantna eftir útplöntun með því að smita plöntur svepprótarsveppum í uppeldinu og áhrif þess á vöxt á æskuskeiði plantnanna. Þá mun Sigurbjörn segja frá skógrækt sinni í Tungu í Hvammssveit og aðferðum sem hann hefur beitt þar við smitun skógarplantna og árangri þess. Fræðslukvöldið er samstarfsverkefni Garðyrkjufélagsins og skógræktarfélag Dalasýslu. Allir eru velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. mars „Þekkir þú myndina?“ Myndamorgunn í Safnahúsi kl. 10:30 til 12:00. Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir úr Héraðsskjalasafni. Akranes - fimmtudagur 15. mars Örnefnagöngutúr um Akranes með starfsfólki Landmælinga Íslands. Haldið verður af stað frá Akratorgi kl. 17:30. Viðburðurinn er liður í dagskrá Írskra vetrardaga. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. mars Flandrasprettur nr. 5. Flandrasprettir eru 5 km keppnishlaup sem Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur fyrir þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði frá október og fram í mars, þ.e. sex sinnum á vetri. Hlaupin hafa verið fastur liður í íþróttastarfi Borgfirðinga frá og með haustinu 2012. Sprettirnir eru fyrir alla, hvort sem þeir geta hlaupið 5 km á 15 mínútum eða 45 mínútum. Lagt er af stað frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 20:00. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. mars Fyrirlestur um Jakobsveginn í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 20:00. Guðlín Erla Kristjánsdóttir og Jónína Pálsdóttir segja frá ferð sinni um Jakobsveginn sl. haust. Akranes - fimmtudagur 15. mars Kvöldvaka með hljómsveitinni Grafík á Gamla Kaupfélaginu frá kl. 21:00. Viðburðurinn er liður í dagskrá Írskra vetrardaga. Borgarbyggð - föstudagur 16. mars Grettissaga Einars Kárasonar á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi kl. 20:00. Miðasala á www. midi.is. Akranes - föstudagur 16. mars Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps treður upp með líflegum tónleikum í Tónbergi kl. 20:30. Kórinn bar sigur úr býtum í keppninni Kórar Íslands, sem sýnd var á Stöð 2 á síðasta ári. Tónleikarnir nefnast „Bó og meira til“ þar sem áhersla verður á lög sem Björgvin Halldórsson hefur flutt í gegnum tíðina. Miðasala við innganginn. Akranes - föstudagur 16. mars Kvöldvaka á Gamla Kaupfélaginu í tilefni Írskra vetrardaga kl. 21:00. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson troða upp. Akranes - laugardagur 17. mars Frændur eða fjendur? Fyrirlestur Sólveigar Jónsdóttur á Bókasafni Akraness um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og Íra. Viðburðurinn hefst kl. 13:30 og er hluti af dagskrá Írskra vetrardaga. Borgarbyggð - sunnudagur 18. mars Skallagrímur tekur á móti Keflavík í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Stykkishólmur - mánudagur 19. mars Úrslitakeppni 1. deildar karla. Snæfell tekur á móti Hamri í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign úrslitakeppninnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - þriðjudagur 20. mars Alþjóðlegi hamingjudagurinn - húmor og hlátur. Edda Björgvinsdóttir heldur fyrirlestur í Hjálmakletti kl. 20:00. Fyrirlesturinn er hugsaður til að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á við í lífinu Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2018. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 6. mars. Stúlka. Þyngd: 3.636 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Stefanía Þórdís Grétarsdóttir og Nikulás Marel Ragnarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. VW Caddy Til sölu VW Caddy, árg. 2013. Ekinn 82 þúsund km. Bein- skiptur, dísel á vsk númerum. Mjög heillegur bíll. Verð 1.590 þús m.vsk. Er til sýnis á Bílás Akranesi. Uppl. í síma 894-8998. Sumardekk og felgur Óska eftir sumardekkjum og felgum, 215/60 R17. Vinsamlegast sendið tölvupóst á 67dagny@gmail.com ef þú lumar á lítið slitnum dekkjum í þessari stærð og/eða felgum 5x114,3. Markaðstorg Vesturlands 2. mars. Stúlka. Þyngd: 3.218 gr. Lengd: 48 cm. Móðir: Sigríður Þórunn Grétarsdóttir, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. ÝMISLEGT TS Vélaleiga í Ólafsvík festi á dögunum kaup á nýjum Xcentric grjótbrjóti. Það er Vélafl í Hafn- arfirði sem flytur þessi tæki inn og er þessi brjótur sá fyrsti sinnar teg- undar hér á landi. Brjóturinn myl- ur niður efni, stórt sem smátt, í sex stærðarflokka allt frá 20 millimetr- um og upp í 150 millimetra. Hann er fjögur tonn að þyngd og þarf því að lágmarki 26 til 30 tonna gröf- ur til að knýja hann og flytja milli staða. Brjóturinn mun nýtast TS Vélaleigu til framleiðslu á ofaní- burði og fyllingarefni í þeim verk- efnum sem fyrirtækið vinnur að. Brjóturinn þarf ekki aðra vél til að moka í hann og hentar því mjög vel í ólík verkefni, stór sem smá. þa Fyrsti grjótbrjótur sinnar tegundar Aðalsveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar lauk á mánudaginn með þátttöku sjö sveita. Keppnin var æsispennandi til síðasta spils, þegar sveit Guttanna tapaði óvænt og hleypti Rolluköllunum uppfyr- ir sig. Sveit Rollukallanna skipa þeir Jón bóndi, Gísli bóndi, Ólaf- ur bóndi og Baldur bóndi. Hlutu þeir 151,4 stig. Í öðru sæti voru eins og áður segir Guttarnir, en sveitina skipuðu Logi, Heiðar, Eg- ill, Sindri, Fjölnir og Sigurður E. Hlutu þeir 150,65 stig. Í þriðja sæti með 134,4 stig urðu svo Skóla- stjórarnir, en sveitin var skipuðu Flemming, Eyjólfi, Sveini, Gylfa og Magnúsi B. Næst á dagskrá hjá Borgfirðing- um er spilamennska á Borðeyri á laugardaginn. Þar verða spiluð 44 spil og áhersla lögð á að veglegar veitingar verða bornar fram í hléi. mm/ Ljósm. ij. Rollukarlar Borgarfjarðarmeistarar Endurbygging og viðhald gam- alla húsa hefur mikið að segja fyr- ir ásýnd bæja. Í Borgarnesi er á áberandi stað á holtinu, skammt frá grunnskólanum, húsið Gunn- laugsgata 17 sem byggt var 1925. Þetta hús ber gott vitni þeirrar byggingarlistar sem ríkti á fyrstu áratugum byggðar í Borgarnesi. Stærð og staðsetning er í anda frumbýlisáranna og því voru ein- staklingar, með starfsfólk Safna- húss í fararbroddi, sem hvöttu til að þetta hús ásamt tveimur öðrum við Gunnlaugsgötu yrðu varðveitt, en um tíma stóð til að rífa þau öll. Ungt fólk eignaðist húsið og hafa nú endurbyggt þannig að bæjar- prýði er af. mm/ Ljósm. gj. Sómir sér vel á holtinu við skólann Myndin var tekin í síðustu viku og sýnir hversu vel hefur verið hlúð að húsinu.Þessi mynd af húsinu var tekin 2012 en þá var óvíst með örlög þess. TIL SÖLU

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.