Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 14.03.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver er uppáhalds ávöxturinn þinn? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Einar Örn Karelsson Perur Þórunn Reykdal Ég ætla að segja mangó Ásdís Geirdal Appelsínur Ragnheiður Einarsdóttir Banani Tryggvi Valur Sæmundsson Banani Snæfell mátti sætta sig við tap gegn Breiðabliki, 86-112, í loka- leik 1. deildar karla í körfuknatt- leik á föstudag. Leikið var í Stykk- ishólmi og höfðu heimamenn ekki að neinu að keppa, þar sem þeir höfðu þegar tryggt sér fimmta sæti í deildinni og þar með sæti í úr- slitakeppninni. Gestirnir úr Kópa- vogi náðu hins vegar með sigri að tryggja sér þriðja sætið og heima- vallarrétt í úrslitakeppninni. Heimamenn byrjuðu betur en Blikar komust yfir fyrir miðjan upphafsfjórðunginn og leiddu að honum loknum, 23-31. Gestirn- ir áttu síðan annan leikhluta með húð og hári. Þeir voru mun stark- ari og náðu mest 17 stiga forystu skömmu fyrir hléið. En Snæfell tók smá rispu undir lokin og minnkaði muninn í 13 stig áður en hálfleiks- flautan gall, 43-56. Breiðablik hélt áfram þægilegri forystu í þriðja leikhluta á með- an Snæfellsliðið virkaði aldrei lík- legt til afreka. Blikar leiddu 66-80 fyrir lokafjórðunginn. Þeir bættu enn við forskotið í lokafjórðungn- um og sigruðu að endingu með 26 stigum, 86-112. Christian Covile skoraði 32 stig fyrir Snæfell, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Geir Elías Úlf- ur Helgason var með 13 stig, Aron Ingi Hinriksson tólf og Þorbergur Helgi Sæþórsson tíu. Snorri Vignisson var stigahæst- ur í liði gestanna með 25 stig og tíu fráköst. Christopher Woods var með 21 stig og átta fráköst, Je- remy Smith 21 stig og sex stoð- sendingar, Árni Elmar Hrafnsson 17 stig og sex stoðsendingar og Sveinbjörn Jóhannesson 15 stig og fimm fráköst. Snæfell hafði sem fyrr segir tryggt sér fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn á föstudag. Framund- an er úrslitakeppni 1. deilar, þar sem liðið mætir Hamri í undan- úrslitum. Fyrsta viðureign liðanna fer fram á föstudaginn, 16. mars, í Hveragerði. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki kemst áfram í úrslitavið- ureignina. kgk Christian Covile og félagar hans í Snæfelli mæta Hamri í úrslitakeppni 1. deildar karla. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll. Tap í lokaleiknum en úrslitakeppnin framundan Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, lauk leik í 21. sæti á In- vestec SA Women‘s Open mótinu. Mótið fór fram í Suður-Afríku um helgina, en það var eitt af mótum Evrópumótaraðarinnar. Valdís fór vel af stað í mótinu og var í topp- baráttu framan af. Eftir fyrstu tvo hringina sat hún í 4. sæti á höggi undir pari. Þriðja og síð- asta hringinn spilaði hún á fjórum yfir pari og lauk því leik á samtals þremur höggum yfir pari í 21. sæti. kgk Valdís Þóra í 21. sæti Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík skrifaði ný- verið undir samninga við tvo unga og efni- lega knattspyrnumenn. Í fyrsta lagi við Ívar Reynir Antonsson, sem er tæplega átján ára og alinn upp hjá Víkingi. Ívar gekk í raðir Fram fyrir tveimur árum þar sem hann spilaði tvo fyrstu leiki sína í Inkassodeildinni síðastlið- ið sumar. Hann á auk þess að baki 13 lands- leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hins vegar var skrifað undir samning við Bjart Bjarma Bark- arson. Hann er á 16. ári og þykir mikið efni. Bjartur hefur æft með yngri landsliðum Ís- lands auk þess sem hann hefur fengið tæki- færi með meistaraflokksliði Víkings á undir- búningstímabilinu þar sem hann þykir hafa staðið sig vel. „Víkingur Ó. lýsir yfir mikilli ánægju með þessa samninga og býður þá félaga vel- komna,“ segir í tilkynningu. mm Ívar Reynir og Bjartur Bjarmi til Víkings Ívar Reynir Antonsson. Bjartur Bjarmi Barkarson. Íslandsmót unglinga í badminton fór fram á Akranesi um liðna helgi. Þátttakendur voru 150 talsins, þar af 18 frá Íþróttabandalagi Akraness. Vel gekk hjá Skagamönnum en ÍA eignaðist níu Íslandsmeistara og sjö silfurverðlaun rötuðu í hús. Það ber hæst í árangri heimafólks að bræð- urnir Brynjar Már og Máni Berg Ellertssynir urðu báðir þrefaldir Ís- landsmeistarar, í einliðaleik, tvíliða- leik og tvenndarleik. Íslandsmeistarar ÍA 2018 eru: Máni Berg Ellertsson, U11 einliða- leikur, tvíliðaleikur og tvenndarleik- ur Viktor Freyr Ólafsson, U11 tvíliða- leikur Brynjar Már Ellertsson, U17 ein- liðaleikur, tvíliðaleikur og tvennd- arleikur Davíð Örn Harðarson, U17 tvíliða- leikur Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, U19 tvíliðaleikur Silfurverðlaun fengu: Viktor Freyr Ólafsson, U11 einliða- leikur Arnar Freyr Fannarsson, U11 tví- liðaleikur og tvenndarleikur Arnór Valur Ágústsson, U11 tvíliða- leikur Sóley Birta Grímsdóttir, U11 tvenndarleikur María Rún Ellertsdóttir, U15 ein- liðaleikur og tvenndarleikur arg/ Ljósm. Badmintonfélag Akraness Níu Íslandsmeistaratitlar í badminton Verðlaunahafar ÍA á Íslandsmeistaramóti unglinga í badmintoni sem haldið var á Akranesi um liðna helgi. Bræðurnir Brynjar Már og Máni Berg Ellertssynir urðu báðir þrefaldir Íslands- meistarar um helgina. Grunnskólamót í glímu var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Á vef- síðu Glímusambands Íslands seg- ir að mótið hafi gengið vel fyrir sig og fóru keppendur ánægðir heim. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, ný- kjörin formaður Glímusambands Íslands, var mótsstjóri. Nemend- ur úr Auðarskóla í Búðardal gerðu mjög góða hluti á mótinu og fóru heim með fimm verðlaun. Þar af var Embla Björgvinsdóttir grunn- skólameistari stúlkna í 5. bekk. Jasmin Hall Valdimarsdóttir, Birna Rún Ingvarsdóttir og Jóhanna Vig- dís Pálmadóttir fóru allar heim með silfur og Dagný Þóra Arnarsdóttir vann til bronsverðlauna. arg/ Ljósm. Glímusamband Íslands Nemendur Auðarskóla gerðu góða hluti í glímu um helgina Nemendur úr Auðarskóla sem kepptu á grunnskólamóti í glímu um liðna helgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.