Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Síða 1

Skessuhorn - 21.03.2018, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 12. tbl. 21. árg. 21. mars 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Grettissaga Einars Kárasonar Laugardagur 24. mars kl. 20:00 Laugardagur 31. mars kl. 20:00 Sunnudagur 08. apríl kl. 16:00 Laugardagur 14. apríl kl. 20:00 Laugardagur 21. apríl kl. 20:00 Sunnudagur 22. apríl kl. 16:00 Laugardagur 28. apríl kl. 20:00 Höfum tekið upp nýtt miðasölukerfi sjá á heimasíðu Landnámsseturs landnam.is/vidburdir Næstu sýningar sími 437-1600 (uppselt) Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Netabáturinn Bárður SH mok- fiskaði í síðustu viku og aflinn var hreint ævintýralegur. Í tvígang hef- ur Bárður SH landað yfir 40 tonn- um yfir daginn. Á sunnudag var landað tvisvar sinnum, í þeirri fyrri var aflinn 17,5 tonn sem fékkst í eina trossu en í þeirri síðari var landað 27 tonnum svo dagsaflinn var 43.750 kíló. Einnig hefur neta- báturinn Arnar landað yfir 20 tonn- um á dag að undanförnu. Pétur Bogason hafnarvörður seg- ir í samtali við Skessuhorn að góð aflabrögð séu einnig í önnur veið- arfæri. Sagði hann að Tjaldur SH hafi landað á sunnudag 103 tonnum í Rifi og hafa stóru línuskipin Örvar og Rifsnes fyllt sig á stuttum tíma og komið að landi fyrr en áætlað var. „Svo það er rífandi gangur hér og bara allt á fullu,“ sagði Pétur. af Mokafli á miðunum Emir Dokra og Pétur Pétursson skipstjóri að landa úr Bárði SH. Pétur Pétursson yngri í óða önn að ganga frá aflanum á bryggjunni. Melódíur minninganna - hjart- næmustu lög Íslands á 20. öld, er ný plata sem tónlistarmaðurinn Ingi- mar Oddsson á Akranesi vinnur að útgáfu á. Á plötunni flytur Ingimar lögin sem kynslóðirnar hafa grátið saman yfir í gegnum tíðina og hefur sér til halds og trausts einvalalið ís- lenskra tónlistarmanna. „Engin raf- magnshljóðfæri eru notuð á plöt- unni og í einu besta upptökuveri landsins tekst okkur að framkalla þá ljúfu áferð sem tilheyrði hljómplöt- um á fjórða og fimmta áratug síð- ustu aldar,“ skrifar Ingimar á söfn- unarsíðunni Karolinafund. „Jafnvel söngstíllinn „með stífa efri vör“ er notaður til að fanga áferð þá sem við þekkjum hjá Alfreð Clausen, Hauki Morthens, Georg Ots, Eduard Khil og mörgum fleiri.“ Vinna við Melódíur minning- anna hefur staðið yfir í fimm ár. Sum laganna voru ófáanleg eða týnd en fundust að lokum í upprunalegri út- gáfu á vínylplötum. Því munu sumar dægurperlurnar fá að hljóma í fyrsta sinn svo jafnvel áratugum skiptir á Melódíum minninganna. Platan er tileinkuð áratugalöngu starfi Jóns Kr. Ólafssonar, tónlistar- manns frá Bíldudal, og tónlistarsafni hans sem er einmitt samnefnt plöt- unni. Upptökum er lokið í Stúdíó Sund- lauginni og stefnt er að útgáfu og út- gáfutónleikum í lok aprílmánaðar. Hafin er söfnun á Karolinafund fyrir því sem eftir stendur, sem er hljóð- blöndun, mastering og framleiðsla plötunnar. Hægt er að leggja söfn- uninni lið á www.karolinafund.com/ project/view/2021. kgk Sendir frá sér nýja hljómplötu með gömlum perlum Ingimar Oddsson syngur inn á plötuna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.