Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 20188 Styrkir til menn- ingar og íþrótta AKRANES: Bæjarráð Akranes- kaupstaðar samþykkti á fundi sín- um um miðjan febrúar stykrveit- ingar úr sjóði atvinnu-, íþrótta- og menningarmála. Alls voru 35 styrkir veittir að þessu sinni að heildarverðmæti 7,7 milljón- ir króna. Hæstu einstöku styrk- irnir hljóða upp á 500 þúsund krónur. Veitast þeir Grundaskóla vegna söngleiks, leiklistarklúbbi NFFA, einnig vegna söngleiks og til Munins kvikmyndagerðar vegna örmynda úr atvinnusögu Akraness. Að þessu sinni var af- greiðslu atvinnutengdra styrk- umsókna frestað vegna stefnu- mótunar í atvinnumálum hjá Akraneskaupstað. Því voru að- eins veittir styrkir til verkefna á sviði menningar og íþrótta. Jafn- framt ákvað bæjarráð að skilyrða greiðslur til íþróttafélaga að því leyti að styrkþegar sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga hafi í gildi siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræðslu um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi fyrir iðkendur og starfsmenn félagsins. Áhersla er að fræðslan nái til þjálfara og starfsmanna. Íþróttafélögin sem fengu úthlutað úr sjóðnum þurfa að skila bæjaryfirvöldum yfirlýs- ingu frá stjórn félagsins um að slíkt hafi verið uppfyllt fyrir 15. maí næstkomandi. Samhliða út- hlutuninni var ákveðið að skipta sjóðnum upp og verður framveg- is sérstakur sjóður fyrir menning- arverkefni og annar fyrir íþrótta- tengd verkefni. Styrkveitingar til atvinnutengdra verkefna verða mótaðar samhliða stefnumótun í atvinnumálum en horft er til þess að þær verði teknar fyrir jafnóð- um og þær berast. Mun skóla- og frístundasvið og menningar- og safnanefnd leggja tillögur að reglum fyrir þessa sjóði fyrir bæj- arráð í vor. Á vef Akraneskaup- staðar má sjá yfirlit um hverjir hlutu styrk úr atvinnu-, íþrótta- og menningarmálasjóði að þessu sinni. -kgk Samkeppni um fullveldis-kórlag LANDIÐ: Afmælisnefnd vegna fullveldis Íslands á þessu ári, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur ákveðið að efna til samkeppni um nýtt kórlag sem frumflutt verður 1. desember 2018 á hátíðadagskrá í Hörpu í Reykja- vík. Kórlagið skal samanstanda af frumsömdu og óbirtu ljóði og lagi fyrir blandaðan kór. Verkið skal hæfa tilefninu og henta vel til söngs. Ein milljón króna er í verðlaun fyrir það lag sem sigrar og skiptist til helminga milli tón- skálds og ljóðskálds. Kórlagið skal vera raddsett fyrir blandaðan kór án undirleiks. Því skal skila á skrif- stofu afmælisnefndar Kirkjustræti 8 fyrir kl. 16, 20. júlí 2018 merkt „Samkeppni um kórlag“. Nánari upplýsingar og samkeppnisreglur er að finna vefsíðu afmælisársins www.fullveldi1918.is. -mm Vakandi gagn- vart hugsanlegu fuglaflensusmiti LANDIÐ: Víða í Evrópu hefur að undanförnu borið á fuglaflensu, bæði í alifugl- um og villtum fuglum. „Það er því mikilvægt að fuglaeig- endur gæti smitvarna og all- ir séu vakandi fyrir óeðlileg- um dauða bæði villtra fugla og fugla í haldi,“ segir í til- kynningu frá Matvælastofn- un. „Á undanförnum mán- uðum hafa tilkynningar bor- ist um fuglaflensugreining- ar bæði í alifuglum og villt- um fuglum í löndum þar sem margir af íslensku farfuglun- um hafa vetursetu, svo sem í Hollandi, Englandi og Ír- landi. Ekki er þó talin þörf á að auka viðbúnað enn sem komið er en Matvælastofnun vill samt sem áður brýna fyr- ir fuglaeigendum að huga að smitvörnum og þá sér í lagi að koma í veg fyrir að villt- ir fuglar komist í fóður og drykkjarvatn alifugla.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 10.-16. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 15 bátar. Heildarlöndun: 2.424.513 kg. Mestur afli: Venus NS: 2.366.781 kg í einni löndun. Arnarstapi: 3 bátar. Heildarlöndun: 34.854 kg. Mestur afli: Kvika SH: 19.144 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 319.851 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 83.799 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 19 bátar. Heildarlöndun: 739.871 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 89.374 kg í fjórum löndun- um. Rif: 19 bátar. Heildarlöndun: 802.558 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 117.693 kg í tveimur róðr- um. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 22.672 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 14.846 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Venus NS - AKR: 2.366.781 kg. 11. mars. 2. Örvar SH - RIF: 95.458 kg. 13. mars. 3. Rifsnes SH - RIF: 83.252 kg. 12. mars. 4. Tjaldur SH - RIF: 79.829 kg. 13. mars. 5. Hringur SH - GRU: 70.017 kg. 14. mars. -kgk Elsa Lára Arnardóttir fyrrverandi alþingismaður og núverandi skrif- stofustjóri þingflokks Framsókn- arflokksins leiðir lista Framsókn- ar og frjálsra í bæjarstjórnarkosn- ingunum á Akranesi í vor. List- inn var samþykktur á fundi í gær- kvöldi. Ragnar Baldvin Sæmunds- son verslunarmaður skipar ann- að sæti listans og Liv Åse Skarstad húsmóðir þriðja sætið. Framboðið á nú einn bæjarfulltrúa, Ingibjörgu Pálmadóttur hjúkrunarfræðing og fv. ráðherra, sem skipar að þessu sinni heiðurssæti listans. Listinn í heild sinni er þannig: 1. Elsa Lára Arnardóttir, skrifstofustjóri. 2. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður 3. Liv Åse Skarstad, húsmóðir 4. Karitas Jónsdóttir, verkefnastjóri 5. Ole Jakob Volden, húsasmiður 6. Helga Kristín Björgólfsdóttir, grunnskólakennari 7. Alma Dögg Sigurvinsdóttir, BA í stjórnmálafræði 8. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri 9. Hilmar Sigvaldason, ferðamálafrömuður 10. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur 11. Olga Katrín Davíðsdóttir Skar- stad, nemi 12. Þröstur Karlsson, sjómaður 13. Sigurður Oddsson, vélvirkjanemi 14. Maren Rós Steindórsdóttir, verslunarmaður 15. Axel Guðni Sigurðsson, rafvirki 16. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður 17. Björk Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur 18. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ráðherra. mm Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar til bæjarstjórn- ar Akraneskaupstaðar í vor var samþykktur á félagsfundi á þriðju- dagskvöld í liðinni viku. Ingibjörg Valdimarsdóttir, sem verið hefur oddviti Samfylkingarinnar í bæjar- stjórn síðastliðið kjörtímabil, stíg- ur til hliðar og verður nú í 18. sæti listans. Nýr oddviti listans er Val- garður Lyngdal Jónsson kennari og bæjarfulltrúi og nýir frambjóð- endur skipa annað og þriðja sæti. Í öðru sæti er Gerður Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður og Bára Daða- dóttir félagsráðgjafi í þriðja. Listinn í heild er þannig: 1. Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari 2. Gerður Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður 3. Bára Daðadóttir, félagsráðgjafi 4. Kristinn Hallur Sveinsson, landfræðingur 5. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki 6. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi í umhverfisskipulagi 7. Guðríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari 8. Uchechukwu Eze, verkamaður 9. Björn Guðmundsson, húsasmiður 10. Margrét Helga Ísaksen, háskólanemi 11. Pétur Ingi Jónsson, lífeindafræðingur 12. Ragnheiður Stefánsdóttir, sjúkraliði 13. Guðríður Haraldsdóttir, prófarkalesari 14. Ívar Orri Kristjánsson, tóm- stunda- og félagsmálafræðingur 15. Gunnhildur Björnsdóttir, grunnskólakennari 16. Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur 17. Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri 18. Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri. mm/ Ljósm. Samfylkingin. Samfylkingin á Akranesi kynnir framboðslista sinn Kynntu lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi Þau skipa efstu sex sætin á framboðslistanum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.