Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 11 Höfum íbúðir til leigu á Bifröst frá 1. júní 2018 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Langtíma eða skammtíma leiga. Um er að ræða íbúðir með sér inngangi í endurbættu fjölbýlishúsi á Bifröst. 25 mín akstur er frá Bifröst í Borgarnes. Frekari upplýsingar eru veittar í netfangi hotel@bifrost.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Um síðustu helgi voru fyrstu ferm- ingarnar á Vesturlandi á þessu vori. Tvær fermingarguðsþjónustur voru þá á Akranesi, klukkan 10:30 og 14. Tæplega tvöhundruð ungmenni víðsvegar um Vesturland munu fermast á þessu vori, flest staðfesta skírn í kirkjum en nokkur kjósa að fermast borgaralega. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sóknar- prestarnir sr. Eðvarð Ingólfsson og sr. Þráinn Haraldsson ganga í broddi fylkingar frá Vinaminni og til kirkju á Akranesi. Önnur mynd er síðan frá athöfninni sjálfri. mm/ Ljósm. gbh & tóg. Fyrstu fermingar vorsins um garð gengnar Víkingur AK er væntanlegur í dag til Vopnafjarðar með tæplega 2.600 tonn af kolmunna sem veiddist á al- þjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Þetta er fyrsta veiðiferð skipsins á kolmunnamið eftir að loðnuveið- um lauk fyrr í mánuðinum. Við Ír- land var fyrr í vikunni töluverður fjöldi íslenskra, færeyskra og rúss- neskra skipa að veiðum. Að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra er aflinn stór og fínn kolmunni og því gott hráefni til bræðslu. mm Fínn kolmunni til bræðslu á Vopnafirði Rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 200 landaði í Grundarfjarðar- höfn fyrir síðustu helgi. Skipið er nú í hinu árlega togararalli þar sem stofn- mæling botnfiska fer fram á miðum landsins. Hífð voru um það bil 30 tonn af afla upp úr skipinu áður en það hélt aftur á miðin. tfk Árni Friðriksson landaði í Grundarfjarðarhöfn Nemendum í 9. bekk grunnskóla verður ekki gert skylt að taka að nýju samræmd próf í ensku og íslensku, en framkvæmd beggja þessara prófa mistóks eins og komið hefur fram í fréttum. Nemendum gefst hins veg- ar kostur á að þreyta að nýju sérstök könnunarpróf í þessum námsgrein- um til að meta stöðu sína. Niður- staðan verður þó aldrei samræmd milli námsfólks. Þátttaka í könnun- arprófunum verður valkvæð, sam- kvæmt ákvörðun Lilju Alfreðsdótt- ur, mennta- og menningarmálaráð- herra. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust en er gert skylt að bjóða nemendum upp á að þeir geti tekið þau. Þeir nem- endur sem náðu þrátt fyrir tækni- lega vankanta að ljúka prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöð- ur úr þeim. Öllum býðst svo að þreyta fyrrgreind könnunarpróf að nýju, enda er það lögbundin skylda menntamálayfirvalda að bjóða nem- endum mat á námsstöðu sinni. Þeir nemendur sem kjósa, að höfðu sam- ráði við forráðamenn, að taka ekki umrædd próf aftur verða því leystir undan prófskyldu. Þessi leið var val- in þar sem hún er talin sanngjörnust fyrir nemendur. Á samráðsfundi í menntamál- ráðuneytinu síðastliðinn miðviku- dag með fulltrúum frá nemendum, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi grunnskólakennara, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, félagi fræðslu- stjóra, samtökunum Heimili og skóla, umboðsmanni barna, Mennta- málastofnun og sérfræðingahópi um framkvæmd samræmdra könnunar- prófa var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp hagsmunaaðila, sem geri tillögu að framtíðarstefnu um fyr- irkomulag samræmdra könnunar- prófa. Hópurinn verður skipaður á næstu vikum og á hann að skila mati sínu ásamt tillögu til ráðherra fyrir árslok. Ákvörðun ráðherra felur í sér að nemendum er tryggð endurgjöf um hæfni sína á tilteknum sviðum. „Rétt er þó að hafa í huga að náms- mat skóla gefur einnig góða mynd af námsstöðu nemenda. Ekki verða gefnar út svokallaðar raðeinkunn- ir, ekki verða reiknuð meðaltöl fyr- ir einstaka skóla eða landssvæði og samanburður milli skóla verður ekki mögulegur vegna annmarka á fram- kvæmd prófanna,“ segir í tilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu. Á fundi sem ráðherra hélt síðast- liðinn miðvikudag með lykilaðilum úr skólasamfélaginu komu fram ólík sjónarmið. „Skoðun sumra var að ógilda ætti prófin þetta árið og ekki afhenda nemendum niðurstöður þeirra. Þrátt fyrir ólík sjónarmið sam- mæltust fundarmenn um að vinna að farsælli lausn í kjölfar ákvörðunar ráðherra. Fundarmenn voru einnig sammála um að gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð, svo niður- stöður úr samræmdum könnunar- prófum verði ekki notaðar við mat á umsóknum nemenda um framhalds- skólavist að loknu grunnskólanámi. Niðurstöðunum er því ætlað að gefa nemendum sjálfum vísbendingu um eigin námsstöðu, svo þeir geti nýtt sem best síðasta ár sitt í grunnskóla til að auka hæfni sína í tilteknum greinum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mm Nemendum níunda bekkjar ekki skylt að þreyta könnunarpróf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.