Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 17 á staðnum, þ.e. á fyrri hluta þrett- ándu aldar. Um er að ræða óvenju- legar byggingargerðir óþekktar ann- ars staðar á Íslandi,“ segir Bergur. Í bókinni er greinasafn þar sem leitast er við að setja minjarnar í víðara sam- hengi í Skandinavíu og á Bretlands- eyjum til að varpa ljósi á þann mögu- leika að áhrifa sé að gæta erlendis frá í uppbyggingu staðarins. Greinarnar eru ritaðar af sérfræðingum frá Ís- landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Skotlandi og eru afrakstur alþjóð- legs málþings í Snorrastofu um þetta efni. Viðburðurinn var skipulagð- ur í tengslum við vinnslu fornleifa- rannsóknanna í Reykholti og frá- gang á minjasvæði staðarins og var því mikilvægur undirbúningur fyr- ir áframhaldandi mótun hugmynda um miðaldabyggingar Reykholts. Í ferðum sínum til útlanda fékk Snorri fjölda hugmynda, sem líklegt er að hann hafi komið í verk í Reykholti. Í bókinni er miðaldabærinn í Reyk- holti því ræddur i ljósi erlendra fyrir- mynda,“ segir Bergur. Strax eftir framhaldsnám í Reykholt En að Bergi sjálfum. Eins og fyrr seg- ir kom hann í Reykholt vorið 1998 og réði sig til starfa sem fyrsti for- stöðumaður hinnar ungu fræðistofn- unar og hóf störf um haustið. „Ég var fyrsti forstöðumaðurinn og jafn- framt sá eini fram til þessa. Þá stóð ég á fertugu og hafði áður en til þess kom veitt forstöðu stórum vinnustað fyrir fatlaða í Kópavogi. Var ráðinn í það starf vopnaður menntun í bók- menntafræði. Þetta starf reyndist mér góður skóli og þroskandi. Svo ákvað ég að fara í meistaranám í Há- skóla Íslands í forníslenskum bók- menntum og síðan í framhaldsnám til Gautaborgar. Strax í kjölfar náms- ins fluttum við fjölskyldan í Reykholt þar sem við höfum búið síðan.“ Eiginkona Bergs er Sigríður Krist- insdóttir grafískur hönnuður og meistaranemi í umhverfis- og auð- lindafræði við HÍ. „Dætur okkar tvær ólust því upp hér í Reykholti en eru nú vaxnar úr grasi og fluttar að heiman. Okkur finnst við hepp- inn að hafa fengið að ala börnin upp í Reykholti. Hér hefur okkur liðið af- skaplega vel.“ Í tilefni afmælisins um síðustu helgi skipulögðu dætur hans óvissuferð. „Við áttum mjög góða ferð um Suðurlandið. Heimsóttum safn um íslenska torfbæi í Gaulverja- bænum, fórum um slóðir listamanna í Hveragerði og dvöldum í góðu yfir- læti á Hótel Rangá.“ Umhverfisbætur standa uppúr Þau Bergur og Sigríður búa í dag í Þórishúsi í Reykholti, neðsta húsinu í götunni, húsi sem Þórir Steinþórs- son fyrrverandi skólastjóri byggði og ekkja hans Laufey Þórmundardóttir bjó lengi í á sínum efri árum. „Það er afskaplega góður andi í þessu húsi. Við byggðum við það og þarna líð- ur okkur vel í næsta húsi ofan við Snorrastofu.“ Bergur viðurkennir fúslega að það hafi verið dálítið ein- kennilegt að koma í Reykholt fyrst. „Skólahald hafði lagst af árið áður en við komum í Reykholt og hér var gamla héraðsskólahúsið í niður- níðslu. Eiginlega bregður manni við að skoða gamlar myndir frá þess- um tíma en um leið sýna þær hversu mikið hefur áunnist í umhverfismál- um staðarins á þessum tveimur ára- tugum. Það var einhvern veginn eins og gamli héraðsskólinn hafi skyndi- lega verið yfirgefinn. Kennslugögn og annað sem tilheyrði skólahald- inu var enn í húsinu rétt eins og menn hefðu brugðið sér í kaffi. Það var því eins og ákveðin sorg hafi ríkt og tengdist því að skólahald var af- lagt gegn vilja heimafólks. Þá höfðu einnig verið deilur um vegamál í sveitinni og jafnvel var ekki einhugur um hvað gera skyldi við gömlu kirkj- una á staðnum eftir að hin nýja var risin. Smám saman leystust þó þessi mál og rættist úr og hér skapaðist meiri ró og festa. Héraðsskólahúsið var gert upp og þar komið fyrir vara- eintakasafni Landsbókasafns Íslands, götur voru malbikaðar og hús voru byggð við nýja götu. Þá hefur ekki síst orðið bylting í umhverfismál- um hér í Reykholti, mikið starf verið unnið í skógrækt, sérstaklega á veg- um séra Geirs Waage, göngustígar lagðir og hér hefur veðráttan breyst við þennan mikla gróður. Þessar um- hverfisbætur allar hafa vafalítið leitt til þess að Íslandshótel réðust í gríð- armiklar endurbætur á Fosshótelinu og nú er verið að stækka það mikið. Hingað á staðinn koma um 200 þús- und ferðamenn á hverju ári. Ég held því að segja megi með góðri sam- visku að staðurinn er héraðsprýði, en snyrtimennska er lykilatriði til að öllum geti liðið vel, jafnt gestum sem íbúum.“ Velvilji í garð Snorrastofu Bergur segir að almennt ríki jákvæðni í garð Snorrastofu og starfseminn- ar þar. „Hingað kemur fólk og nýt- ur menningar og lista, hvort sem það er á tónleikum, í prjónabókakaffi, á fyrirlestrum eða öðrum samkomum. Við erum með átta starfsmenn á árs- grunni, hluti þeirra í hlutastarfi, og svo bætast fleiri við á sumrin í úti- verk, afleysingar og annað. Verk- efnin á staðnum heyra flest undir Snorrastofu, hvort sem það er mót- taka ferðamanna, miðlun, hirða, um- sjón með fasteignum, verktakavinna eða fræðistarfið. Lykill að velgengni okkar er að þetta er haft á einni hendi þótt allt sé unnið í góðri sam- vinnu við aðra í Reykholti, og þá sér- staklega Reykholtskirkju.“ Þá nefnir Bergur að velgengnina megi fyrst og fremst þakka þeim mörgu sem lagt hafi gjörva hönd á plóg. „Séra Geir Waage og fjölskylda komu hingað þegar hann var 28 ára og hefur hann sinnt staðnum af alúð alla sína starfs- tíð. Hann er í raun hluti af staðnum í mínum huga og tákn hans í augum fjölmargra annarra. Hann hefur sýnt ótrúlegt úthald og eljusemi og verið driffjöður í baráttu fyrir hagsmunum Reykholts, verið frábær gestgjafi en fyrst og fremst góður í samstarfi. Þá má segja til marks um ósérhlífni hans að Geir hefur látið Reykholtsstað njóta hverrar krónu, hvort sem það eru tekjur af hlunnindum prestsset- ursins, eða hans eigin vinnu við leið- sögn sem ferðahópar hafa greitt fyr- ir.,“ segir Bergur. Viðurkenndur sem þjóð- menningarstaður Bergur segir að rekstur Snorrastofu hafi styrkst mikið á liðnum árum og stofnunin sem slík sé orðin viður- kennd í augum fjárveitingarvaldsins. Á síðasta ári var til að mynda skrifað undir samning til þriggja ára við rík- ið, sem í raun viðurkennir Reykholt sem þjóðmenningarstað. Hann nefn- ir einnig að skipulagsskrá Snorra- stofu hafi verið breytt þannig að ríkið hefur nú tvo af fimm stjórnarmönn- um í stað eins áður. Með formennsku nú fer Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra. „Tæplega helmingur af rekstrarkostnaði okkar kemur af fjár- lögum. Þar við bætast tekjur af ferða- þjónustu og útleiga á aðstöðu. Hins vegar fer stór hluti af vinnu minni og annarra starfsmanna í að sækja um styrki til ýmissa verkefna, mest í er- lenda rannsóknasjóði, en einnig til innlendra sjóða. Ég nefni sérstak- lega Framkvæmdasjóð ferðamanna- staða og Uppbyggingarsjóð Vestur- lands sem styrkt hafa umhverfismál annars vegar og menningarstarfsemi af ýmsu tagi hins vegar. Þá er bóka- útgáfa sú sem ég nefni í upphafi úti- lokuð nema til kæmu styrkir til slíkra verkefna úr erlendum sjóðum.“ Bergur segist að endingu sáttur með þau fyrstu tuttugu ár sem liðin eru frá því Snorrastofa hóf starfsemi. Sú bókaútgáfa sem litið hefur dagsins ljós muni hjálpa mikið við starfið til framtíðar. Reykholt hafi þroskast vel og ásýnd staðarins batnað frá því fyrir tuttugu árum. „Við erum að ramma okkur inn í alþjóðlegu samhengi sem miðaldasetur, staður sagna og menn- ingar,“ segir hann að endingu. mm Guðrún Sveinbjarnardóttir og aðstoðarmenn hennar í grunni forns kirkjustæðis í Reykholti í júní 2007. Þar fundust merkar fornminjar sem greint er frá í bók sem nýverið kom út. Þarna skammt frá er Sturlungareitur. Ljósm. Skessuhorn. Guðlaugur Óskarsson þáverandi formaður sóknarnefndar og Björn Bjarnason þáverandi menntamálaráðherra undirrituðu stofnskrá Snorrastofu 23. september 1995. Föstudaginn 23. mars verður sýn- ingin „300 Brunahanar – stúdía í máli og myndum“ opnuð á Akra- nesi. Höfundar sýningarinnar eru Garðar H. Guðjónsson blaðamað- ur og Guðni Hannesson ljósmynd- ari. Sýningin verður haldin í gömlu lögreglustöðinni að Kirkjubraut 10 á Akranesi. Opnun fer fram föstu- daginn 23. mars kl. 17-19 og verð- ur sýningin opin helgina 24. og 25. mars kl. 13-17 og eru allir vel- komnir. Garðar og Guðni hjóluðu um Akranes sumarið 2017 og mynduðu alla brunahana bæjarins. Í ljós kom að á Akranesi eru sjö mismunandi tegundir brunahana, afar misjafnar að útliti, gerð og afli. Á sýningunni verða fulltrúar hverrar tegundar, alls sjö brunahanar. Þeir eru annars veg- ar sýndir í sínu náttúrulega umhverfi en hins vegar á svörtum grunni þar sem umhverfið hefur verið máð út. Hverri mynd fylgja margvíslegar upplýsingar um viðkomandi bruna- hana, svo sem um uppruna þeirra, sögu, staðsetningu, vatnsþrýsting, rennsli, fjölda viðkomandi tegundar í bæjarlandinu og fleira. Í sýning- arskrá er gerð grein fyrir heildar- fjölda brunahana á Akranesi og hve margir hanar eru af hverri tegund í póstnúmerinu 300. Höfundar verða á staðnum og geta upplýst gesti um efni sýning- arinnar. Þeir fæddust báðir á Akra- nesi 1963 og ólust þar upp. Guðni er ljósmyndari og starfsmaður Landmælinga Íslands en Garðar er blaðamaður og ráðgjafi í kynning- ar- og útgáfumálum. mm Brunahanar bæjarins í máli og myndum Höfundar sýningarinnar „300 Brunahanar“ á vegferð sinni um brunahanaflóru Akraness síðastliðið sumar, Garðar til vinstri og Guðni til hægri. Einn af brunahönum bæjarins sem verður á sýningunni í gömlu lög- reglustöðinni 23.-25. mars. Vinna við grunn íbúðablokkar við Stillholt 21 á Akranesi hófst í vet- ur. Nú er búið að koma fyrir á bygg- ingasvæðinu gríðarstórum bygginga- krana sem notaður verður við verkið. Það er Skagatorg ehf. sem byggir á lóðinni 37 íbúða blokk, sambærilega þeirri sem fyrirtækið byggði einnig á næstu lóð við hliðina, Stillholti 19, fyrir um tólf árum síðan. mm Einn fullkomnasti krani landsins Kraninn gnæfir yfir svæðið eins og sjá má við hlið níu hæða blokkarinnar á næstu lóð. Ljósm. mm. Í síðustu viku var annar krani notaður til að hífa kerru upp til að hægt væri að vinna við uppsetningu kranans. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.