Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 201818 Skagastelpurnar í hljómsveit- inni Madre Mia komust áfram ásamt rappbandinu 200 Mafía í fyrstu undanúrslitum Músíktil- rauna sem fram fóru á sunnu- dagskvöld. Sveitin Madre Mia samanstendur af þremur 14 og 15 ára stelpum af Akranesi sem allar hafa góðan grunn í tónlist. Katrín Lea Daðadóttir syng- ur og leikur á bassa og kassa- trommur, Hekla María Arnar- dóttir syngur og leikur á gítar og Sigríður Sól Þórarinsdóttir syngur og leikur á hljómborð. Þær stöllur munu spila aftur á úrslitakvöldinu laugardag- inn 24. mars auk þess sem þær koma fram á söngkeppni Sam- fés sem haldin verður í Laugar- dalshöll sama dag. Það verður því í mörg horn að líta hjá söng- stelpunum á næstunni. arg Skagastelpurnar í Madre Mia áfram í Músíktilraunum Þær Hekla María Arnardóttir, Sigríður Sól Þórarinsdóttir og Katrín Lea Daðadóttir skipa hljómsveitina Madre Mia. Sambandsþing Ungmennasam- bands Borgarfjarðar var haldið í 96. sinn í Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri síðastliðinn mið- vikudag. Þar veitti Jóhann Stein- ar Ingimundarson, stjórnarmaður UMFÍ, Rósu Marinósdóttur gull- merki UMFÍ fyrr framlag sitt til starfa innan UMSB í gegnum árin. Rósa er vel að verðlaununum kom- in enda hefur hún unnið mjög óeig- ingjarnt sjálfboðastarf innan UMSB frá því hún flutti á Hvanneyri árið 1980. „Ég flutti hingað frá Akur- eyri en þar hafði ég einnig verið virk í íþróttastarfi. Sjálf spilaði ég hand- bolta og keppti í frjálsum íþróttum með UMSE sem barn og ungling- ur en hætti því svo. Ég er meira fyr- ir að sinna ýmsum störfum tengd- um íþróttum heldur en að keppa. Ég spila þó öldungablak núna með nokkrum góðum konum úr Borgar- firðinum og hef gaman af. Við erum einmitt á leið á mót um mánaðamót- in apríl-maí,“ segir Rósa í samtali við Skessuhorn. Aðspurð segist hún ætla að halda sjálfboðastarfi innan UMSB áfram eins lengi og hún hefur heilsu til. „Mér þykir mjög gefandi að sinna öllum þessum störfum. Ég hef mest unnið innan Ungmennafélagsins Ís- lendings og ég held að ég hafi sinnt þar öllum störfum, hvort sem það snertir íþróttir, almenn félagsstörf eða leiklist. Ég er ekki á leiðinni að hætta neitt í bráð, ekki á meðan ég hef heilsu til að halda áfram,“ seg- ir Rósa. Hún hefur unnið sjálfboða- starfi á flestum frjálsíþróttamótum í Borgarbyggð frá árinu 1985 auk þess sem hún hefur unnið á öllum ung- lingalandsmótum sem haldin hafa verið í Borgarnesi á þessum tíma. „Ég var í landsmótsnefnd fyrir stóra Landsmótið árið 1997 og var í móts- stjórn fyrir frjálsíþróttamótin á ung- lingalandsmótunum 2010 og 2016.“ Sjálfboðaliðar mikilvægir fyrir allt íþróttastarf Rósa hefur starfað sem framkvæmda- stjóri hjúkrunar og rekstrar hjá Heil- brigðisstofnun Vesturlands undan- farið ár en fyrir það var hún yfir- hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu- stöðinni í Borgarnesi. „Staðan sem ég er í núna er aðeins tímabundin til eins árs. Ég geri ráð fyrir að snúa aftur í Borgarnes einhvern tímann,“ segir hún. Rósa hefur í gegnum árin einn- ig lagt körfuknattleiksdeild Skalla- gríms lið og er virkur meðlimur í Kvenfélaginu 19. júní. „Ég reyni að taka alltaf þátt í þeim sjálfboða- störfum þar sem ég tel mig hafa eitt- hvað fram að færa. Hér áður fyrr var ég duglegri í sjálfboðastarfi fyr- ir körfuknattleiksdeildina en núna er ég aðeins að vinna á nytjamark- aði til styrktar deildinni. Nytjamark- aðurinn er opinn alla laugardaga og ég ver að jafnaði einum laugardegi í mánuði í afgreiðslustörf þar. Ég hef verið formaður Kvenfélagsins 19. júní í á fimmta ár og ég ver töluverð- um tíma í ýmsar fjáraflanir og við- burði þar,“ segir Rósa. „Mér finnst mikilvægt að vera virk í félagsstarfi, þar fæ ég útrás fyrir félagsþörf og þá orku sem ég hef auk þess sem mér finnst ég nýta tímann vel ef ég er að sinna sjálfboðastarfi. Það er mín skoðun að allir ættu að sinna sjálf- boðastarfi í sínu samfélagi, bæði því það er hollt fyrir mann sjálfan en einnig mikilvægt fyrir samfélagið. Án sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda uppi almennilegu íþrótta- og félagsstarfi,“ bætir hún við. Unglingalandsmótin frá- bær fjölskylduskemmtun Aðspurð hvað sé skemmtilegast við starfið innan UMSB segir Rósa unglingalandsmótin standa upp úr. „Fyrst þegar tekin var ákvörðun um að unglingalandsmótin ættu alltaf að vera um verslunarmannahelgi var ég mjög mótfallin því. Mér fannst of mikið að allar verslunarmannahelg- ar ættu að vera lagðar undir þetta og var ekki tilbúin til að skuldbinda mig við það. Ég verð að viðurkenna að það tók ekki langan tíma að snúa minni skoðun við. Þessi mót eru að mínu mati ein frábærustu mót sem haldin eru fyrir börn og unglinga hér á landi og að hafa þau um versl- unarmannahelgina var frábær hug- mynd,“ segir Rósa og brosir. „Þetta er góður vettvangur fyrir fjölskyldur að eiga saman góða stund án vímu- efna yfir þessa helgi. Mig langar allt- af að fara, á hverju ári, þó ég eigi ekki lengur börn sem taka þátt. Núna fer ég með barnabörnin,“ segir hún. Rósa á fjögur uppkomin börn sem öll tóku þátt í íþróttum þegar þau voru yngri en eru að sögn Rósu að- eins áhugafólk í dag. „Við höfum öll mikinn áhuga og gaman af öllu íþróttastarfi en erum ekkert afreks- fólk sjálf. Börnin mín hafa öll smit- ast aðeins af mínum áhuga á sjálf- boðastarfi og á unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmanna- helgina 2016 tók öll fjölskyldan þátt í sjálfboðastarfinu.“ Hvetur fólk til að taka þátt í félagsstarfi Rósa segir það vera sorglegt að sjá hversu lítinn tíma fólk gefur sér í félagsstarf í sínu samfélagi í dag. „Fólk virðist hafa minni tíma nú en áður og þar má held ég kenna tölvum og símum um. Það eru allir svo upp- teknir í þessum tækjum að tíminn hverfur. Hér áður fyrr leitaði mað- ur líka í svona sjálfboðastörf fyrir fé- lagsskapinn en nú lætur fólk nægja félagsskapinn sem það fær í gegn- um internetið. Þetta er sorgleg þró- un en við erum held ég flest, ef ekki öll, sek um að eyða of miklum tíma í þessi tæki. Ég hvet alla til að prófa að taka þátt í félagsstarfi og upplifa þann skemmtilega anda sem myndast þeg- ar fólk tekur sig til að gerir eitthvað saman til að lífga upp á samfélagið sitt,“ segir Rósa að endingu. arg Rósa Marinósdóttir sæmd gullmerki UMFÍ: „Án sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda uppi íþrótta- og félagsstarfi“ Rósa Marinósdóttir hlaut gullmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu íþróttastarfs UMSB. Hér er hún ásamt Jóhanni Steinari Ingimundarsyni stjórnarmanni í UMFÍ. Rósa í góðum félagskap Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á unglinga- landsmóti síðasta sumar. Ljósm. UMFÍ. Rósa með dætrum sínum á unglingalandsmótinu í Borgarnesi sumarið 2016. Þær voru allar sjálfboðaliðar á mótinu. Ljósm. UMFÍ. Rósa í vinnu á unglingalandsmótinu í Borgarnesi 2016. Ljósm. UMFÍ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.