Skessuhorn


Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.03.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. Alls bárust 94 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Sigursælir.“ Vinningshafi er Kristján Finnbogason, Breiðalæk, Barðaströnd, 451 Patreksfjörður. Máls- háttur Óhóf Erfiði Eldur Munkur Rétt Vissa Tók Ílát Lána Kátur Fákur Reykur Óöld Hönd Teng- ing Vermir Blóð- suga Fen Þátt- taka Þys Ras Málaði Átt Óhljóð Fjar- könnun Mjög Hellti Gola Fiskur Ekla Rammi Hljóta Núna Áhald Elfuna Bein 7 Rosknar 2 X 2 eins Sam- heldni Dans- leikur Adam 5 Álit Kusk Ófús Sk.st. Brall Krókur Form Tónn Óttaðist Reim Tölur Söngl Unun 3 Hagnað Mörk Kelda Reipi Dreifir Sk.st. Hegri Bugt Bára Hey Tónn Læti Sjór Innræti Sk.st. Mjöður Depill- inn Virða Stjórn Leifar 1 Daður Hrönn Liðaði 499 Kjarnar Gátt 6 Hankar Loforð Reyrði Flan Á reikn- ingi Laust Viðlag Innyfli Rugl Leikni Rófu 8 Líka Sætta sig við Styrkja Röst Fum Föl Víma Drakk Eimyrja 4 Ótti Kvað Fag Tvíhlj. Vein Sáð- lönd Óreiða 2 Þáttur Reiðihlj Veislu 1 2 3 4 5 6 7 8 Þ R Í R E F S T U E Ð A T A L A N I L M A R Ó N A S Ó M I V A N N S N Ó I L E N S A I L J A R Æ F A R G Á T U G Á Ó L Æ T I S Á U N Æ M U N N U R I Ð J A R Ð R Ó T R Ó N A V O N I R T R Ú S S E I S A F Á N I Á A R Ó V I R K U R S Ó T K R I K I N A F S A K A R N N N N N Ö R Ú T Y O S N Ú N I R S B L E K F T A G L H A O D D I F A L L Á A R Ó L U E Ð F L E I N N R Ó S T U R N Á F Ó S T R A O P T R Á S S S I G U R S Æ L I RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Veðurfarið hefur stund- um verið að stríða okkur aðeins í vetur. Alltaf góð regla að fylgjast vel með veðurspám. Eitthvert sinn voru þeir að skipu- leggja eftirleit á Hofsafrétt, Hjálmar á Tungu- hálsi og Finnbogi Stefánsson á Þorsteinsstöð- um. Hjálmar vildi fara daginn eftir, en Bogi sagði að það væri að koma lægð upp að landinu og best að láta hana fara hjá áður en farið væri frameftir. Þegar Sigfús í Steintúni heyrði þetta varð honum að orði: Nú er háski á heiðinni hrævareldar loga. Lægðartussa á leiðinni og líkar illa Boga. Margt hefur verið kveðið um eyðibýli á Ís- landi og flest fallegt. Hjálmar frá Hofi kvað við eyðirúst: Yfir nóttin færir frið, fegurð óttu þrotin, því er hljótt að hlusta við húsatóftarbrotin. Eins er það nú með fólk og eyðirústir að hinu áþreifanlega efni fer heldur aftur með árunum. Sigurður Halldórsson frá Selhaga í Vatnsdal var heilsutæpur síðustu ár sín og mátti lítið á sig reyna nema ganga úti í góðu veðri: Aga ströngum una verð eftir föngum glaður er þó löngum einn á ferð útigöngumaður. Björn Ingólfsson var sömuleiðis farinn að finna til breytinga þegar hann orti á sextugsaf- mælinu sínu: Víst er ég annar en var ég fyrst, við þetta skal þó glaður una. Ég hef svo sem ekki mikið misst nema minnið og vitið og náttúruna. Menn láta af því að heilbrigðiskerfið okkar sé ekki eins og best gæti verið. Vanmannað og fjár- svelt. Brynjólfur Ingvarsson læknir skjalfesti svo komu sjúklings sem trúlega hefur verið kominn í hóp ,,góðkunningja“: Hann Finnbogi er kominn í fimmtánda sinnið, farinn á taugum og svaf ekki blund. Sturluð öll hugsun og stórbilað minnið. Status er eins og við síðasta fund. Hinn svokallaði Brama lífselexir átti á sínum tíma að bjarga öllu og nánast skapa eilífa æsku samkvæmt auglýsingum. Ekki mun þetta alveg hafa staðist og ódauðleikinn hefur eitthvað látið á sér standa. Kannske sem betur fer, ekkert viss um að hann sé svo skemmtilegur. En allavega kvað Grímur Thomsen á þeim árum: Jónas lækni og Lárus þá legg ég og Tómas saman. Í einu gef ég alla þá eitt fyrir glas af Brama. Líklega er það sem menn komast næst ódauð- leikanum að lifa kennitölu sína og þar með sjálf- an sig. Bjartmar Hannesson orti um mann sem hafði nokkur umsvif á nýfenginni kennitölu: Hlátur upp ég hefi kreist um hríð í veðri svölu. Fara sumir furðu geyst á fjórðu kennitölu. Halldór mun höfundur þessarar vísu hafa heitið eða heitir vonandi enn. Veit ég ekki nán- ari deili á honum en þetta er ágæt vísa og gæti vel átt við sjálfan mig: Oft hef ég drukkið eins og svín og í sukkið gengið, því hefur lukka lífsins mín ljótar hrukkur fengið. Ég hef grun en ekki vissu um að höfundur næstu vísu sé Jóhann Pálsson frá Smiðjuhóli en þetta er líka prýðis vísa hvað sem öðru líður: Sjáðu bláa bílinn minn burtu dreginn héðan. Hann er eins og eigandinn ónýtur að neðan. Með vorinu fer væntanlega af stað hin ár- lega deila um ágæti lúpínunnar sem er vissulega kraftaverkaplanta í báðar áttir. ,,Getur unnið mein og bót“. Stundum er talað um svarta nátt- úruvernd. Það er að segja þá sem vilja varðveita foksanda og mela án uppgræðslu. Pétur Þor- steinsson átti þokkalega hagmæltan hund sem gegndi nafninu Basil fursti og mun sá vera höf- undur þessarar stöku: Oft ég svartan sandinn leit, sauði digra þar á beit, ekkert fegra á fold ég veit en foksanda og mela. Lúpínan er landinu að stela. Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum sem lengi var starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga orti oft undir dulnefninu Dvergur og gaf út ljóðabók- ina Dvergmál. Eitthvað hefur honum ekki lík- að ástandið og kannske verið þörf fyrir andlega lúpínu þegar hann orti: Hér er eitthvert andlegt slen. Enginn gróðurmáttur. Það er árans ekki sen eymd og slóðaháttur. Nú er liðin sú tíð að forðagæslumenn komi á bæi undir vorið og líti eftir fóðrun og heyb- irgðum. Guðmundur Helgason í Stangarholti kvað um einn ágætan forðagæslumann: Á magn af töðu málin slær, mjög út spöðum patar, upp á blöð því öllu nær á engri hlöðu gatar. Ekki veit ég hvort það var sami forðagæslu- maður sem trúlega hefur verið eitthvað að finna að fóðrun þegar Guðmundur svaraði: Eintóm tjara er í því að ég spari heyin, líka svara lömbin því. Líttu bara á greyin. Höskuldur Eyjólfsson á Hofsstöðum bjó um tíma austur í Flóa á Saurbæ í Villingaholtshreppi og hlaut þar nokkra frægð á bannárunum. Eitt sinn var hann að koma með rútu frá Reykjavík austur fyrir fjall en sumir farþegar voru með ónot í hans garð þannig að bílstjóranum þótti nóg um: Síst mitt raskast sinnis far svona í fljótu hasti, þó að andans aumingjar að mér hnútum kasti. Öll þurfum við að taka til okkar lífsnæringu með einhverjum hætti. Hvort sem hún er nú Vegan eða bara endurunnið Vegan sem er nátt- úrlega flottara. Um eða fyrir 1940 borðuðu tveir menn í félagsmötuneyti og þótti maturinn eitt- hvað aðfinnsluverður. Þá fæddist þessi staka með þeim afleiðingum að ráðskonan afsagði að hafa slíka menn í fæði: Brauðið klesst og kjötið morkið, kæfan úldin, smjörið þrátt, mjólkin frosin, flotið storkið, fjand´erum við leikin grátt. Það er stundum vandlifað í henni veröld greinilega og ekki mikið sem má segja. En ljúk- um þættinum með þessari vísu Sveins frá Eli- vogum sem hann orti undir líkræðu: Hreint er verst að hlusta á, hneykslar gestaflokkinn, þegar prestadjásnin dá dauðan pestarskrokkinn. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Ég hef svo sem ekki mikið misst - nema minnið og vitið og náttúruna!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.