Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 201820 Fyrir rúmri viku var ég mjög áhyggjufull kona. Ég var að skipuleggja árshátíð Brekkubæjarskóla og var viss um að í þetta sinn myndi þetta ekki ganga upp. Kennararnir væru ekki bún- ir að æfa krakkana nógu vel. Það væri ekki hægt að bjóða gest- um upp á þessa frammistöðu. En auðvitað voru þetta óþarfa áhyggjur alveg eins og í fyrra og öll árin þar á undan. Krakk- arnir slá alltaf í gegn. Yngstu börnin stíga sín fyrstu spor á sviði skólans og syngja um hversu mikið furðuverk mannslík- aminn er og sjötti bekkur býður upp á brot úr mamma mía. Atriðin renna áfram hvert af öðru og allir gera sitt besta. Auð- vitað er það þannig að sumir nemendur eru meira áberandi en aðrir en allir eru með og það er það sem skiptir mestu máli. margir unglingar í Brekkubæjarskóla spila á hljóðfæri og það tók Heiðrúnu tónmenntakennara ekki langan tíma að búa til sjö manna hljómsveit sem sá um undirleik í öllum atrið- um. Það er engin árshátíð án söngvara en þeir virðast spretta á trjánum hér í Brekkubæ. margir þessara krakka eru í tón- listarskólanum en allir hafa þeir verið að koma fram bæði á árshátíðum og morgunstundum skólans undanfarin ár og eru því komnir með mikla reynslu. Eftir fyrstu sýningu varð mér ljóst að enn eitt árið höfðu kennarar og nemendur í Brekkubæjarskóla unnið kraftaverk. Allir voru að læra og vinna leiksigra, hver á sinn hátt og það er fátt sem gleður hjartað meira en nemandi sem stígur af svið- inu með rjóða vanga, bros á vör og segir: ,,Þetta var svo gam- an.“ Hallbera Fríður Jóhannesdóttir Árshátíð Brekkubæjarskóla Nemendur Grunnskóla Grundar- fjarðar hafa staðið í ströngu undan- farna daga við að undirbúa árshátíð skólans. Krakkarnir á Eldhömrum riðu á vaðið og sýndu frábært dans- og söngatriði áður en nemendur í 1. – 4. bekk sýndu leikritið um skila- boðaskjóðuna. 5. - 7. bekkur voru svo með leikrit og leikin atriði sem sýnd voru á skjá fyrir gesti. Ljóst er að uppskera strangra æfinga skilaði sér vel út í salinn hjá þessum dug- legu krökkum. tfk Árshátíð Grunnskóla Grundarfjarðar Nemendur á yngra stigi gera skilaboðaskjóðunni góð skil. Í Grunnskóla Grundarfjarðar hef- ur orðið þónokkur fjölgun ungviðs í stofum skólans. Fyrir utan hefð- bundna nemendur þá hafa nokkr- ir hænuungar bæst í hópinn. Þetta er árlegur viðburður rétt fyrir páska að krakkarnir fá að ala nokkra unga. Ungarnir koma frá Hamrabúinu og fara væntanlega þangað aftur þegar þeir stækka og hefja sjálfir störf við eggjaframleiðslu. Það er fátt vina- legra en tístið í ungunum sem óma um skólastofuna hjá krökkunum en það eru börnin í 2. bekk sem hafa umsjón með ungunum ár hvert. tfk Páskaungar í Grunnskóla Grundarfjarðar Hérna eru nemendur úr sjötta og sjöunda bekk að skoða ungana. Hestamannafélagið Borgfirðing- ur stóð fyrir páskeggjaleit fyrir yngstu kynslóðina í félaginu um liðna helgi. Voru faldir málaðir steinar fyrir utan reiðhöllina Faxa- borg í Borgarnesi og eftir að börn- in voru búin að fara í nokkra leiki var þeim hleypt af stað í leitina. Þegar þau svo voru búin að finna einn málaðan stein og koma hon- um til skila, var þeim afhent páska- egg í verðlaun. Um 30 börn mættu að þessu sinni. iss Hestamannafélagið bauð upp á páskaeggjaleit skátafélagið Örninn í Grundarfirði bauð Grundfirðingum í hoppu- kastalafjör í íþróttahúsi Grundar- fjarðar eftir messu á pálmasunnu- dag. Það er séra Aðalsteinn Þor- valdsson sóknarprestur í Grund- arfirði sem stendur fyrir þessu en sami háttur hefur verið hafður á undanfarin ár. séra Aðalsteinn hélt uppi fjörinu í hoppukastalan- um þar sem börnin ærsluðust og fengu góða útrás. tfk Hoppað á pálmasunnudag Þessum hressu krökkum leiddist ekki eitt augnablik.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.