Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 27.03.2018, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 27. mARs 2018 23 ræða eldri karlmenn af gamla skól- anum. „En ég tek það aldrei inn á mig. Ég er bara það ánægður með sjálfan mig. svona er bara gamla kynslóðin og fáfræðin.“ Þegar Alexander kom út úr skápn- um árið 2013 var hann að ljúka fyrsta árinu sínu í rafvirkjun. „Ég hélt ég myndi þurfa að hætta á rafiðna- brautinni af því ég myndi verða fyrir aðkasti. En það var bara ekki þann- ig,“ segir hann hlæjandi. „meira að segja þeir sem ég hélt að myndu verða erfiðastir og taka þessu hvað verst, tóku þessu best og voru bara mest opnir fyrir þessu.“ Hann segir að sömu sögu sé að segja um starf hans í rafvirkjabransanum. Hann verði ekki fyrir neinu aðkasti frá samstarfsfélögum vegna kynhneigð- ar sinnar. „mér finnst bara viðhorf til samkynhneigðar hafa breyst hratt á síðustu árum.“ Opinn fyrir enn frekara námi Framtíðin liggur þó ekki endi- lega í rafvirkjuninni, segir Alex- ander. Hann finnur það berlega að hans áhugi er sterkari í förðun, tísku og markaðssetningu. „mig lang- ar til svíþjóðar að læra markaðs- fræði. Læra markaðsfræði og taka svo meistaragráðu í fjölmiðlafræði.“ Hann hefði áhuga á að starfa sem förðunarfræðingur, en förðunar- heimurinn á Íslandi er þröngur og torsóttur. „Það eru svo margir förð- unarfræðingar á Íslandi og það er engin ein vellaunuð staða sem mað- ur getur gengið í.“ Til að starfa sem förðunarfræðingur þyrfti hann að starfa sjálfstætt og markaðssetja sig í gegnum samfélagsmiðla eins og In- stagram. „svo er bara svo mikið að gera hjá mér í rafvirkjuninni eins og er að ég hef ekki tíma til að mark- aðssetja mig þar.“ Það er því nóg að gera hjá Alexander, hvort sem það er í rafvirkjun eða förðun, á Íslandi eða í útlöndum. „mig langar samt allt- af að koma aftur á Akranes. Ég held ég komi alltaf til baka þegar ég verð eldri. mér þykir svo vænt um þenn- an bæ.“ klj Foreldrafélag Leikskólans sólvalla í Grundarfirði stóð fyrir árlegri páskaeggjaleit síðasta fimmtudag. Þá voru gulir steinar faldir víðsveg- ar um garðinn í leikskólanum sem hægt var að skipta út fyrir góm- sætt páskaegg. mikill hamagang- ur var í öskjunni og fundu allir sem þátt tóku í leitinni egg. Aron Leví Tryggvason er hér með uppskeru erfiðisins. tfk Páskaeggjaleit á Leikskólanum Sólvöllum „Þetta eru svolítið mismunandi heimar,“ segir Alexander Aron Guðjónsson hlæjandi, en hann er bæði rafvirki og förðunarfræðing- ur. Alexander er fæddur og uppal- inn á Akranesi þar sem hann hefur búið í sama húsinu alla sína æsku. „Við erum búin að vera í þessu húsi í yfir tuttugu ár. Það verður erfitt að fara eitthvert annað,“ segir hann en hann ásamt foreldrum sínum stefna að því að skipta um húsnæði á næst- unni. „Ég bind svo margar minn- ingar við hluti og staði,“ segir hann með innlifun og telur upp ótal hluti sem hann hefur geymt í gegnum tíðina og þarf að skoða aftur núna þar sem hann er að pakka og taka til fyrir flutningana. Rafvirkjun fyrsta val Alexander á góðar minningar af Akranesi. „Það er æðislegt að alast upp hérna. Ég vil ala mín börn upp hérna í framtíðinni.“ Hann klár- aði grunnskóla og framhaldsskóla á Akranesi og valdi að fara í iðnnám í fjölbrautaskólanum. „mér finnst mjög leiðinlegt að sitja á skólabekk. En ég þurfti að velja eitthvað,“ seg- ir hann hlæjandi. „Ég þekkti ein- hverja á rafiðnabrautinni sem sögðu að það væri mjög skemmtilegt þar, svo ég sló til og prófaði.“ Hann sá þó fljótlega að námið átti ágætlega við hann. Alexander segir að honum hafi alltaf þótt gaman að vinna með tækni og græjur. „Það sem sumum finnst flókið finnst mér gaman.“ Honum finnst gaman að leysa þraut- ir og finna út úr hlutunum og þess vegna hentaði rafvirkjun honum vel. „Ég ætlaði samt aldrei að vinna við þetta,“ segir hann svo hlæjandi. Förðunarfræðingurinn Eftir að Alexander útskrifaðist úr rafvirkjun í desember 2015 skráði hann sig í Förðunarskóla mood (mood make-up school) í janú- ar 2016. Námið er diplómanám og stendur yfir í átta vikur. „Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf haft áhuga á. Tíska og förðun og svona.“ Eft- ir það þreifaði hann fyrir sér á at- vinnumarkaðnum. Hann prófaði að starfa í leikskóla og á frístunda- heimili og starfaði líka um tíma sem þjónn á veitingastað í Vík í mýrdal þar sem amma hans og afi bjuggu áður en þau fluttu á Akranes. „svo vann ég líka í snyrtivörubúðinni Fotia og vinn þar ennþá af og til.“ Hann hafði þó ekki enn lokið sveins- prófinu í rafvirkjun og það nagaði hann. Í ágúst 2017 ákveður hann að klára rafvirkjann fyrir fullt og allt og ná sér í sveinspróf í faginu. Hann sótti um vinnu hjá Raf-Pro á Akra- nesi; „og ég sé sko ekki eftir því. Það hefur komið mér á óvart hvað mér finnst þetta gaman.“ Vinnan í raf- virkjuninni kemur þó niður á starfi hans sem förðunarfræðingur. Þegar Alexander starfaði á leikskóla hafði hann meiri tíma til að sinna förðun- inni. „Ég var með að minnsta kosti tvær konur í förðun um hverja helgi. Það gat alveg farið upp í fjórar. En núna gefst mér ekki tími.“ Samfélag sem er opið fyrir samkynhneigð Þegar Alexander var í sjöunda og átt- unda bekk gerði hann sér grein fyr- ir því að hann væri samkynhneigð- ur. Á þeim tíma var hann ekki tilbú- inn að tala um það opinberlega og gerði það ekki fyrr en hann var byrj- aður í fjölbrautaskólanum á Akra- nesi. Hann kom „út“ sumarið 2013, áður en hann byrjaði annað árið sitt í FVA. „Það er ótrúlegt hvað heim- urinn er búinn að breytast mikið á stuttum tíma. Bara á þessum fimm árum síðan ég kom út úr skápnum,“ segir Alexander. Hann bætir því við að honum þyki það næstum miður að hafa komið út úr skápnum opin- berlega, það sé ekkert óvenjulegra en að vera gagnkynhneigður, eða ætti ekki að vera það. „Ég kom út úr skápnum árið 2013 og það kom engum á óvart,“ segir hann hlæj- andi. „Ég átti von á því að þetta yrði erfiðara.“ Hann hafi ekki orðið fyr- ir neinu aðkasti, nema ef um er að Sameinar tvo heima með atvinnuvali sínu Rafvirki og förðunarfræðingur og á sér draum um markaðsnám Alexander á allar græjur til að geta farðað heima við og var kominn með góðan hóp af viðskiptavinum áður en hann þurfti að hætta því vegna anna í rafvirkjuninni. Alexander Aron er menntaður sem rafvirki og förðunarfræðingur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.