Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 14. tbl. 21. árg. 4. apíl 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Opið daglega 12-17 Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Víðast hvar á Vesturlandi gerði sannkallað páskahret. Mest snjóaði á Snæfellsnesi, Dölum og í uppsveitum Borgarfjarðar. Færð spilltist af þessum sökum og kafaldsbyl gerði um tíma á Snæfellsnesi og á fjallvegum, svo sem á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Á páskadag má rekja óhöpp í umferðinni til krapa á vegum með tilheyrandi hálku. Meðfylgjandi mynd var tekin á páskadag í Ólafsvík. Ljósm. af. Sterkar vísbendingar eru um að fíkniefnaneysla sé að aukast á Akranesi og reyndar einnig víðar um umdæmi lögreglunnar á Vest- urlandi. „Við höfum áhyggjur af þessari þróun. Hér eru að finnast tæki og tól til fíkniefnaneyslu út um allar koppagrundir; á leikskóla- lóðum, við grunnskólana, á fáförn- um bílastæðum og víða á afskekkt- um stöðum þar sem fíkniefnaneyt- endur leita sér skjóls til neyslu og/ eða sölu. Tölfræðin í fjölda mála bendir í sömu átt um að neysla sé að aukast,“ segir Jónas H Ottós- son hjá rannsóknadeild Lögregl- unnar á Vesturlandi í samtali við Skessuhorn. Á tímabilinu 1. janúar til 3. apríl sl. hefur lögreglan stað- fest 16 tilfelli á Vesturlandi þar sem ökumenn hafa verið undir áhrifum fíkniefna við akstur. Á sama tíma- bili 2017 voru málin sjö talsins og hefur því meira en tvöfaldast milli ára. Jónas segir að lögregla hafi tek- ið ákvörðun um aukið umferðar- eftirlit um mitt síðasta ár. Emb- ættið hefur nú fengið til notkun- ar svokölluð stroktest til að mæla hvort viðkomandi sé undir áhrifum fíkniefna og auðveldar það störf- in til muna. Ný stroktest eru auk þess væntanleg sem mæla fleiri efni, þar á meðal róandi og slæv- andi efni, eða svokallað lækna- dóp. Áður þurfti að láta viðkom- andi ökumenn pissa í glas til að fá úr því skorið hvort neysla fíkni- efna hefði átt sér stað. Ef stroktest mælist jákvætt er viðkomandi síðan sendur í blóðprufu til staðfesting- ar á neyslu. Þessi aðferð lögreglu til eftirlits var tekin upp á síðasta ári og jókst verulega málafjöldinn í kjölfarið. Frá 1. janúar 2017 til 3. júní sama ár voru staðfest 13 tilfelli aksturs undir áhrifum fíkniefna, en málum fjölgaði í kjölfarið verulega og voru 53 þegar árið 2017 var úti. Lögreglan telur að neysla fíkni- efna sé að aukast á Akranesi á nýjan leik eftir nokkur ár þar sem ástand- ið var mun skaplegra. „Neysla hef- ur aldrei hætt alveg, en úr henni dró verulega fyrir á að giska fimm til sjö árum síðan. Meðal annars náðum við að hrekja burtu eða leysa upp hópa sem stóðu fyrir innflutningi og sölu fíkniefna hér á svæðinu. En það koma nýir hópar sem skipu- leggja flutning efna inn á svæð- ið. Oft eru þetta neytendur sem selja efni frá sér til að fjármagna eigin neyslu. Við höfum áhyggjur af þessari þróun núna og munum verða á tánum nú sem hingað til í eftirliti með fíkniefnaneyslu,“ seg- ir Jónas H Ottósson. Hann hvetur íbúa til að láta lögreglu vita í hvert sinn sem fólk hefur vísbendingar um neyslu eða sölu ólöglegra efna. „Almenningur verður að taka þátt í að uppræta þetta böl sem fíkni- efnin eru. Í því sambandi þurfa allir að taka höndum saman; við í lög- reglunni, stofnanir bæjarins og al- mennir borgarar. Þetta er verkefni samfélagsins alls að uppræta,“ seg- ir Jónas og bendir að endingu á að hægt er að senda lögreglu ábend- ingar á Facebook á „Lögreglan á Vesturlandi“. mm Fíkniefnaneysla að aukast á Akranesi og í nágrenni Fíkniefni og tæki til neyslu hafa fundist að undanförnu á nokkrum stöðum. Þessi poki með kannabisefni fannst á mánudaginn á bílastæði við skógræktina við Klapparholt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.