Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 2018 7 Atvinnuflugmannsnám Flugvirkjanám Einka- og styrktarþjálfaranám Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku Fótaaðgerðafræði Tæknifræðinám Háskóla Íslands til BS prófs Nánari upplýsingar og skráning á www.keilir.net Veitingar í boði. Allir velkomnir. Keilir verður með námskynningar í Símenntunarstöð Vesturlands mánudaginn 9. apríl, á Akranesi kl. 17 - 18 og í Borgarnesi kl. 20 - 21. Við bjóðum upp á létt spjall um námsframboð Keilis þar sem þú getur meðal annars kynnt þér Háskólabrú í stað- og fjarnámi bæði með og án vinnu, sem og annað námsframboð skólans: Nýtt tækifæri til náms Kynning á námsframboði Keilis á Vesturlandi KEILIR // ÁSBRÚ // 578 4000 // keilir.net Verkefnisstjóri á sviði rannsókna og alþjóðamála Laus er til umsóknar 80% staða við LbhÍ sem samanstendur af aðstoð við styrkjaumsóknir vegna rannsókna og hlutverki alþjóðafulltrúa. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: Framúrskarandi samstarfshæfni og lipurð í samskiptum er algjört skilyrði Framhaldsmenntun á háskólastigi á sviði sem tengist starfssemi skólans Víðtæk reynsla af gerð styrkumsókna í samkeppnissjóði Framúrskarandi tungumálakunnátta og þjónustulund Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og eigi síðar en 1. ágúst 2018. Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. mannauðsstjóra í síma 433 5000 eða með tölvupósti (arnag@lbhi.is) UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 9. APRÍL 2018. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Arna Garðarsdóttir Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti arnag@lbhi.is. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ferilsskrá og kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um samskiptahæfni umsækjanda og reynslu af vinnslu styrkumsókna. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Fram kom í viðtali RUV í gær við Svandísi Svavarsóttur heilbrigðisráðherra að aukin of- neysla lyfseðilsskyldra lyfja og fíkniefna sé verulegt áhyggjuefni. Þá kom einnig fram í fjölmiðlum um helgina að Hjalti Már Björns- son, bráðalæknir á Landspítalanum, óttast morfínfaraldur hér á landi. Ráðherra segir að það sé engin ein töfra- lausn til við þessari ofneyslu heldur þurfi að skoða heildina. „Við sjáum til dæmis að senni- lega er þarna um að ræða að of mikið er verið að ávísa þessum lyfjum. Þannig þurfum við að styrkja kerfið okkar í heild. Það er að segja að við höfum fleiri úrræði við svefnleysi, kvíða, þunglyndi og ofvirkni. Þannig að við höfum sterkari geðheilbrigðisúrræði en við höfum í dag. Í grunninn er auðvitað um að ræða stærra verkefni heldur en bara heilbrigðismál, þetta er líka samfélagsverkefni því að við þurfum líka að huga að félagslegum þáttum og for- vörnum,“ sagði Svandís í viðtali við RUV. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Land- spítalanum, segir að æ fleiri ánetjist morfín- skyldum verkjalyfjum hér á landi. Þróunin sé í sömu átt og í Bandaríkjunum, þar sem talað hefur verið um morfínfaraldur. „Við höfum verið að þróast í sömu átt og Bandaríkin núna síðustu árin í því að við sjáum aukningu í sölu á sterkum morfínskyldum lyfjum og ávísanir lækna hafa verið að aukast. Og svo sjáum við í bráðalækningum aukinn fjölda af einstakling- um sem koma eftir of stóran skammt sem þarf að bjarga, eins og gerðist um nýliðna páska- helgi.“ Um páskahelgina komu tíu á bráða- móttöku Landspítalans vegna ofneyslu fíkni- efna og áfengis; þar af voru fimm tilvik mjög alvarleg þar sem fólk var komið í öndunar- og hjartastopp. mm Ofneysla lyfja og fíkni- efna verulegt áhyggjuefni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.