Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 2018 13 Ný þáttaröð af hinum vinsælu þáttum Að vestan hóf göngu sína á N4 á annan í páskum. Líkt og áður sjá þau Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir um gerð þátt- anna. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni og það er gott að vera farin aftur af stað í tökur,“ segir Hlédís. „Það eru forréttindi að fá að segja frá því jákvæða í samfélaginu og tala við skemmtilegt fólk. Við Heiðar fáum oft hrós fyrir þáttinn en það hrós er viðmælendanna, það eru þeir sem gera þáttinn að því sem hann er. Við erum þakklát fyrir traustið sem þau sýna okkur.“ Fyrsti þáttur Að vestan fór í loftið í apríl árið 2016 og síðan hafa 40 þættir verið framleiddir og sýndir á N4. Hlédís segir við- tökurnar hafa verið afar góðar, bæði meðal viðmælenda og áhorf- enda um land allt. „Við fáum afar jákvæð viðbrögð, enda ekki erfitt að vera með áhugaverða umfjöll- un um Vesturland. Það er sannar- lega af nógu að taka, verst finnst mér að geta ekki fjallað um allt eða geta bara ekki gert heimildar- mynd um hvert og eitt umfjöllun- arefni. Helst myndi ég vilja það,“ segir Hlédís og hlær. Í nýju þátta- röðinni verða fyrstu 12 þættirn- ir sýndir fram að sumarfríi og fór fyrsti þáttur í loftið á annan í pásk- um, eins og fyrr segir. -fréttatilk. Að vestan aftur í loftið á N4 Hlédís Sveinsdóttir við tökur á þáttunum. Ljósm. úr safni. Verð á bílaeldsneyti hefur almennt verið að hækka að undanförnu. Það gerist á sama tíma og gengi doll- ars hefur veikst gagnvart krónu, en dollarinn var 1. apríl síðastlið- inn skráður á 98,03 krónur. Doll- arinn hefur veikst gagnvart krónu um 7,7% frá 1. október til 1. apríl. Algengt verð á 95 oktana bensíni var þennan dag frá 210,80 krónur og upp í 212,80 krónur á flestum sölustöðum á Vesturlandi. Lang- ódýrasta bensínið var þann 1. apríl sl. hægt að kaupa hjá Orkunni við Smiðjuvelli á Akranesi; 203,80 kr. lítrann. mm Eldsneytisverð hækkar þrátt fyrir veikari dollar GSM bensín er verðkönnun á vefnum sem jafnt og þétt fylgist með verði á elds- neyti. Þannig var verðið skráð í hádeginu 1. apríl sl. www.skessuhorn.is Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls Borgarnes Borgarbraut Akureyri Óseyri Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur Á bænum Hundastapa var á dögunum settur upp GEA Monobox mjaltaþjónn frá Líflandi. GEA Monobox Af því tilefni munu ábúendur á Hundastapa, í samstarfi við Lífland, vera með opið fjós föstudaginn 6. apríl á milli kl. 15:00 og 19:00. Þar munu gestir fá tækifæri til þess að kynna sér kosti GEA mjaltatækninnar og fá ráðgjöf frá söluráðgjöfum Líflands. Óvænt uppákoma og léttar veitingar í boði. Allir velkomnir Höfum íbúðir til leigu á Bifröst frá 1. júní 2018 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Langtíma eða skammtíma leiga. Um er að ræða íbúðir með sér inngangi í endurbættu fjölbýlishúsi á Bifröst. 25 mín akstur er frá Bifröst í Borgarnes. Frekari upplýsingar eru veittar í netfangi hotel@bifrost.is. SK ES SU H O R N 2 01 8

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.