Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 201814 Framundan eru tímamót hjá Huldu Sigurðardóttur á Akranesi. Í sum- ar nær þessi glaðlynda kona hin- um löggilta aldri þegar vinnu- markaðurinn er gjarnan kvadd- ur, hún verður 67 ára. Þá hætt- ir hún starfi sínu til sextán ára að vera vistarstjóri á heimavist Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Starfinu fylgir íbúð á vistinni þar sem Hulda hefur búið og því eru flutningar framundan. Hún kveðst munu sakna þess að vera ekki leng- ur „mamman“ í hópi 64 ungmenna hverju sinni sem dvelja á heimavist- inni meðan skólinn stendur yfir frá hausti og til vors. „Þetta er frábært starf og fjölbreytt. Raunar þarf vist- arstjóri að vera allt í senn; ákveð- inn en um leið uppalandi, læknir og hjúkka, en kannski fyrst og fremst sálufélagi. Ég held mér hafi tekist þetta verkefni ágætlega og hugsa með hlýju til þeirra meira en þús- und unglinga sem hér hafa búið frá því ég byrjaði í þessu starfi.“ Við lítum með Huldu yfir árin, hverf- um fyrst til upprunans úr stærstu ætt Borgarfjarðarhéraðs, En hún kveðst þó getin í Dölum, hafi not- ið þeirra forréttinda að alast upp í Borgarfirði en hefur lengstan sinn starfsaldur búið á Akranesi. Við ræðum um sorgir og sigra, drauma en kannski ekki síst kostina við að láta létta lund ráða á lífsins göngu- för. Dansað svo húsið hristist „Móðir mín Ágústa Jónsdóttir var þriðja yngst í hópi sextán Gunn- laugsstaðasystkina. Afi minn hét Jón Þórólfur Jónsson og amma Jó- fríður Ásmundsdóttir. Heimilið á Gunnlaugsstöðum var í mínum huga, og ég held margra fleiri, al- veg einstakt. Þetta var afskaplega glaðsinna fólk sem vildi hafa gam- an af lífinu. Mömmu fannst upp- vöxturinn alveg æðislegur og hún minntist þess oft með glampa í aug- um hvað það var gaman á Gunn- laugsstöðum þegar hún var að alast upp í gríðarstórum hópi systkina. Á heimilinu ríkti fölskvalaus gleði og það var kannski dansað og sungið á efri hæðinni í gamla bænum þann- ig að húsið hristist og skalf. Þessi gleði smitaði síðan út frá sér. pabba mínum fannst gaman að kynnast tengdafólkinu sínu eftir að hann kom inn í fjölskylduna og var þakk- látur fyrir að hafa strax verið tekið sem einum úr hópnum. Skapgerð þessa fólks á Gunnlaugsstöðum var einstök. Mér finnst ég aldrei á lífs- leiðinni hafa kynnst neinni konu sem ég ber jafn mikla virðingu fyr- ir, og hef dáðst eins mikið af, og henni Jófríði ömmu minni. Hún var yndisleg kona sem börn jafnt og fullorðnir báru virðingu fyrir. Hún þekkti allt sitt fólk, þótt hópurinn yrði stór, allt til síðasta dags, en hún var 96 ára þegar hún féll frá og af- komendahópurinn stór eins og gef- ur að skilja.“ Getin í Dölunum Faðir Huldu, Sigurður Ásgríms- son, var fæddur 1911. „Hann var Akurnesingur en ólst að stórum hluta upp hjá frændfólki sínu í Gróf í Reykholtsdal. Mamma var ellefu árum yngri en pabbi, hafði orðið ekkja 23 ára og þá búin að eignast eina dóttur, Erlu hálfsystur mína, sem nú er látin. Foreldrar mínir kynntust því í sveitinni. Þau hófu sinn búskap í Kothúsum á Akra- nesi en hugurinn stefndi til búskap- ar í sveitinni. Þau réðu sig í vinnu- mennsku, fyrst á Lundi í Lundar- reykjadal en svo gerist pabbi ráðs- maður í Hvammi í Hvammssveit. Þau hefja svo sjálfstæðan búskap í Selhaga í Stafholtstungum og flytja þangað á fardögum 1951. Þar fæð- ist ég þetta fyrsta sumar þeirra þar. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei þessi fyrstu ár mín búið í Dölunum finnst mér einhvern veginn svo vænt um Dalina, kannski af því mér var sagt að þar hafi ég komið undir,“ seg- ir Hulda og hlær innilega, eins og reyndar hún gerir oft í þessu spjalli við blaðamann á kaffistofunni á rit- stjórn Skessuhorns. „Mér líður allt- af vel þegar ég er komin vestur fyrir Bröttubrekku, finnst einhvern veg- inn eins og ég sé komin heim, jafn- vel þótt ég telji mig Borgfirðing í húð og hár.“ Mikil einangrun á vetrum Sjö árum eftir að foreldrar Huldu hófu búskap í Selhaga ákveða þau að taka sig upp og flytja að Jafnaskarði í sömu sveit þar sem þau bjuggu allt þar til 1968 að þau bregða búi og flytja á Akranes. „Úr huga mínum hefur aldrei horfið sýn frá því ég var barn um svipað leiti og við flytj- um frá Selhaga. Ég hef verið svona sex eða sjö ára gömul og Baulan blasir við í hugskoti mínu og sól- in er að fara á bakvið fjallstoppinn. Þetta var fögur sýn sem ég aldrei geymi. Þá erum við líklega að flytja okkur um set og fara vestur í Jafn- askarð,“ rifjar Hulda upp dreym- in. „Flest mín uppvaxtarár á ég því á þessum fallega en harðbýla stað Jafnaskarði. Þótt bærinn liggi ekki langt frá alfaraleið í beinni loftlínu, var alveg ótrúlega mikil einangrun þarna á vetrum og erfitt með alla aðdrætti. Það var erfitt fyrir stórt heimili að búa við slíka einangrun, en við systkinin vorum sex. Það var kannski ófært um veginn yfir háls- inn og að Hreðavatni allt að fimm, sex mánuði á vetrum. Það var ekki fyrr en pabbi fór að keyra vestur úr yfir freðnar mýrar að hann komst þá leiðina og út á þjóðveginn. Þá rauf hann þessa einangrun sem á Jafnaskarði gat verið. Líklega hafa foreldrar mínir gefist upp á búskap af þessum sökum. En það var fallegt á Jafnaskarði, á sumrin leyfi ég mér að líkja umhverfinu þar við paradís. Í raun er samt Borgarfjörðurinn allur fallegasta hérað landsins.“ Kynntust í Búðardal Fyrstu vinnu sína af bæ stund- aði Hulda hjá þeim Olgu og Leó- pold í Hreðavatnsskálanum. Eft- ir það lá leið hennar vestur í Dali þar sem hún vann við barnaskól- ann á Laugum í eitt ár og eftir það í Búðardal þar sem hún tók sam- an við fyrri mann sinn. „Hann hét Sigmar Hjálmtýr Jónsson og var frá Saursstöðum í Haukadal. Við kynntumst fyrst á balli í Hreða- vatnsskálanum. Það voru jú mörg ævintýrin sem þar gerðust, maður lifandi,“ segir Hulda en bætir við að þau séu mörg ekki til frásagnar og því síður á prent. „Eftir vinn- una í Dölunum flytjum við á Akra- nes árið 1970. Sigurður Már elsti sonur okkar fæðist 1972, Stefn- ir Örn 1977 og Sævar Þór 1985. Á þessum árum vann ég við sitt- hvað; var í frystihúsinu um tíma, skúraði pósthúsið í tæpa þrjá ára- tugi og vann í sextán ár með hléum á sambýlinu við Vesturgötu. Þá sá ég í tólf ár um þrif á leikskólanum Vallarseli. Eftir aldamótin ræð ég mig svo í þetta starf hjá fjölbraut og gerist vistarstjóri.“ Prestur, læknir og sálfræðingur „Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að starf vistarstjóra hafi verið óeðlilega skemmtilegur tími. Ég á svo ótrúlega skemmtileg- ar minningar héðan, þótt auðvitað hafi stundum skipst á skin og skúrir eins og gengur. Þarna hef ég kynnst ungu fólki af öllu Vesturlandi og reyndar víðar af landinu einnig því þeir sem áttu lengst að fengu jú inni á heimavistinni. Þarna á unga fólk- ið dýrmæt mótunarár og mér finnst ég hafa verið heppin að fá að taka þátt í þeim. Raunverulega þarf vist- arstjóri að vera allt í senn; prestur, læknir og sálfræðingur. Maður þarf svolítið að gera sitt lítið af þessu öllu. Jafnvel lögreglustjóri,“ bæt- ir Hulda við og brosir. Hún seg- ir að yfir þúsund ungmenni hafi „Ég hef alltaf verið mikið fyrir fólk og hreinlega elska fólk“ Rætt við vistarstjórann Huldu Sigurðardóttur sem kveður starf sitt í vor Hulda Sigurðardóttir. Hjónin Þorsteinn Pétursson og Hulda Sigurðardóttir. Ágústa og Sigurður, foreldrar Huldu. Myndina tók Ólafur Árnason árið 1971. Hulda minnist þess að á sumrin má líkja Jafnaskarði við Paradís á Jörðu, en einangrunin á vetrum var mikil. Hulda á jólum 2012.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.