Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 201820 Framsókn og frjálsir munu halda opna málefnafundi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Málefna- fundirnir eru hluti af málefnastarfi framboðsins. Fundirnir fara fram í kosningamiðstöð okkar að Kirkju- braut 54 – 56. Fyrsti málefnafund- urinn fer fram fimmtudagskvöld- ið 5. apríl og þá verður fundað um menntamál. Mánudagskvöldið 9. apríl verður fundað um íþrótta- og æskulýðsmál, þriðjudagskvöld- ið 10. apríl um skipulags- og um- hverfismál, miðvikudagskvöldið 11. apríl um velferðarmál, mánudags- kvöldið 16. apríl um atvinnumál og ferðaþjónustu og þriðjudagskvöldið 17. apríl verður fundað um menn- ingar- og safnamál. Allir fundirnir fara fram frá klukkan 20:00 – 21:30. Á þessum fundum óskum við eftir samtali við þig en það er okkur mik- ilvægt að fá að heyra rödd þína. Hún skiptir máli til að gera gott Akranes að enn betra Akranesi. Þú þarft ekki að hafa áhuga á póli- tík til að mæta. Áhugi þinn á að gera Skagann okkar að enn betra sam- félagi er góð ástæða til að mæta og spjalla. Hvort sem þú hefur áhuga á menntamálum, æskulýðsmálum, íþróttastarfi, skipulagsmálum, um- hverfismálum, atvinnumálum, mál- efnum aldraðra, málefnum fólks með fötlun, ferðaþjónustu og/eða menningar- og safnamálum, þá hvetjum við þig til að mæta og láta skoðanir þínar í ljós. Nánari upp- lýsingar um dagskrá fundanna má finna á Facebook síðu framboðsins: Framsókn og frjálsir. Ef þú hefur ábendingar um eitt- hvað sem betur má fara eða um það sem þér liggur á hjarta þá getur þú einnig sent okkur skilaboð í gegnum Facebook síðu okkar. Á Facebook síðu okkar finnur þú einnig ýmis konar upplýsingar um framboðið. Frambjóðandi dagsins verður á dagskrá næstu dagana og auk þess verða settar inn auglýsingar um viðburði á vegum okkar. Má þar m.a. nefna vöfflu- kaffi á sumardag- inn fyrsta og við- burð í tengslum við dag umhverfs- ins. Við hvetjum þig til að fylgjast með. X við B fyrir Betra Akranes, #xb #betraakranes Elsa Lára Arnardóttir Höf. er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi Mótum framtíðina saman Pennagrein Annað mótið í vetur í mótaröð Hestamannafélagsins Snæfellings fór fram 28. mars síðastliðinn í Stykkishólmi. Mótaröðin var sett á í þeim tilgangi að efla og auka samstarf á milli félaganna inn- an Snæfellings og nýta um leið þá stórgóðu aðstöðu sem skapast hefur með reiðhöllunum sem ris- ið hafa á svæðinu. Skráningar voru 55 talsins víðsvegar af Snæfells- nesi. Í öllum flokkum var fólk sem hefur ekki mikið verið að stunda keppni og var greinilega búið að æfa stíft síðustu vikurnar og mik- ið var um flottar sýningar. Sigur- vegari í tölti 17 ára og yngri var Sól Jónsdóttir, sigurvegari í 2. flokki var Íris Huld Sigurbjörns- dóttir og sigurvegari í 1. flokki var Jón Bjarni Þorvarðarson. Þá má ekki gleyma pollaflokknum þar sem allir voru í fyrsta sæti en þar voru skráð 14 börn og voru þau öll leyst út með verðlaunapen- ingi. Fjöldi fyrirtækja gaf vinninga og fengu efstu fimm sætin í öllum flokkum glæsilega vinninga. Vinn- ingar voru frá Líflandi Borgarnesi, KB Borgarnesi, Ástund, Búvörum SS, JGR Borgarnesi, MS Búðar- dal, Würth, Friðborg harðfiski og B.Sturlusyni. Næsta mót verður svo í Grund- arfirði miðvikudaginn 18. apríl. iss Reiðhallirnar á Snæfellsnesi innspýting í félagsstarfið Jón Bjarni frá Bergi sigraði 1. flokkinn. Sól Jónsdóttir frá Bergi sigraði í tölti 17 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarbyggð býður fram sterkan og áreiðanleg- an lista í komandi sveitastjórnakosn- ingum. Listinn samanstendur af fjöl- breyttum hópi fólks sem er búsett um allt sveitarfélagið. Eitt af helstu áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á komandi kjörtímabili er að gera Borgarbyggð að enn betri búsetu- kosti fyrir fjölskyldur, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytt atvinnutæki- færi, góða menntun og metnaðar- fullt tómstunda- og íþróttastarf fyrir alla aldurshópa. Sem hluti af þeirri vegferð verður farið í sérstakt átak til að fjölga íbúum og gera fyrirtækj- um enn auðveldara með að starfa í Borgarbyggð. Fyrsta sætið skipar Lilja Björg Ágústsdóttir. Lilja er menntaður grunnskólakennari og lögfræðing- ur og starfar við Háskólann á Bif- röst. Hún er fædd og uppalin í Búð- ardal en flutti í Borgarbyggð árið 2006 og býr nú á Signýjarstöðum í Hálsasveit. Lilja er gift Þorsteini pálssyni rafmagnstæknifræðingi og eiga þau fjóra syni. Á síðasta kjör- tímabili var Lilja varaformaður í fræðslunefnd og varamaður í sveit- arstjórn en auk þess var hún dugleg að taka þátt í ýmsum starfshópum fyrir hönd sveitarstjórnar. Núna er hún formaður stýrihóps um stefnu- mótun í íþrótta- og æskulýðsmál- um og formaður byggingarnefndar leikskólans Hnoðrabóls. Lilja legg- ur áherslu á faglega og opna stjórn- sýslu þar sem íbúar eru vel upplýst- ir og hafa tækifæri til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbún- ing stefnumótunar. Í öðru sæti listans er Silja Eyrún Steingrímsdóttir. Silja er menntað- ur stjórnsýslufræðingur en starfar nú sem skrifstofustjóri hjá Stéttar- félagi Vesturlands. Hún er fædd og uppalin á Akranesi en hefur verið með annan fótinn í Borgarnesi síðan 1998 og búið þar síðan 2006 ásamt eiginmanni sínum pálma Þór Sæv- arssyni, byggingartæknifræðingi og fjórum börnum. Silja hefur mikinn áhuga á félagsmálum og tók með- al annars þátt í mótun nýrrar stefnu í upplýsinga- og lýðræðismálum á kjörtímabilinu, hún situr í for- eldraráði leikskólans Klettaborgar og hefur verið formaður foreldra- félags Grunnskólans í Borgarnesi. Silja leggur meðal annars áherslu á að farið verði í sérstakt átak til fegr- unar Borgarness en í því felst meðal annars viðhald gatna og gangstétta innan bæjarins. Einnig að bæta að- stöðu til íþróttaiðkunar með auknu aðgengi að íþróttamannvirkjum. Í því skyni verði farið í faglega stefnu- mótunarvinnu með hagsmunaðilum um uppbyggingu og framtíðarstarfs- semi íþróttamannvirkja sveitafélags- ins þar sem meðal annars verður skoðaður ávinningur af viðbyggingu við íþróttahúsið í Borgarnesi og byggingu fjölnota íþróttahúss. Þriðja sætið skipar Sigurður Guð- mundsson. Sigurður hefur brenn- andi áhuga á íþrótta- og æsku- lýðsmálum og er með B.Sc. próf í íþrótta-, lýðheilsu- og kennslu- fræðum og sveinspróf í húsasmíð- um. Sigurður er framkvæmdastjóri UMSB. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði íþrótta, viðburðastjórnun- ar, námskeiðahalds, fundahalda og félagsstarfa hvers konar. Ræturnar til Borgarbyggðar eru sterkar og eft- ir 15 ár í höfuðborginni flutti hann aftur heim á Hvanneyri, einkum til að láta gott af sér leiða fyrir sveitar- félagið sitt. Sigurður er kvæntur Al- dísi Örnu Tryggvadóttur, viðskipta- fræðingi og markþjálfa og eiga þau fjögur börn. Hjónin reka heilsu- tengdu ferðaþjónustuna Coldspot. Sigurður er stoltur Borgfirðingur og telur Borgarbyggð hafa alla burði til að verða eftirsóknarverðasta sveitar- félag landsins fyrir börn, ungmenni, foreldra, vinnandi fólk, atvinnurek- endur og aldraða. Hann vill beita sér fyrir aukinni markaðssetningu á Borgarbyggð svo glæða megi hvort tveggja atvinnulífið og mannlífið – til hagsbóta fyrir alla núverandi og verðandi íbúa Borgarbyggðar. Í fjórða sæti er Axel Freyr Eiríks- son. Axel er útskrifaður með B.Ed. í grunnskólakennslu frá Háskóla Ís- lands og starfar eins og er í Norður- áli. Einnig hefur hann lagt stund við skrif pistla í Skessuhornið. Axel býr í Ferjukoti ásamt unnustu sinni Elísa- betu Fjeldsted og saman eiga þau tvö börn. Árið 2008 flutti hann ásamt Elísabetu í Borgarnes og hefur búið í Borgarfirðinum síðan. Félagsmál eru honum hugleikin og er hann fé- lagi í Stangaveiðifélagi Borgarness þar sem hann gegndi gjaldkerastöðu um tíma. Nýverið tók hann svo við sem deildarstjóri Borghreppsdeildar KB. Axel telur meðal annar mikil- vægt að auka aðkomu ungs fólks að stjórnsýslunni til að mynda með setu fulltrúa ungmennaráðs í fræðslu- nefnd og virkari þátttöku ungmenna í stefnumótun og ákvarðanatöku er lýtur að þeirra málefnum. Fimmta sætið skipar Sigurjón Helgason bóndi á Mel í Hraun- hreppi. Sigurjón býr þar ásamt konu sinni Þórey Björk Þorkelsdóttir og saman eiga þau fimm börn. Á Mel er rekið blandað bú, 60 kýr og um 150 kindur. Sigurjón er lærður vél- virki frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og búfræðingur frá Landbúnað- arháskólanum Hvanneyri. Sigurjón hefur verið formaður Búnaðafélags Mýramanna í 8 ár. Hann legg- ur meðal annars áherslu á öflugan landbúnað og styrkingu grunnstoða á borð við samgöngur, fjarskipti og gott aðgengi að þjónustu óháð bú- setu. Að lokum minnum við á opinn kynningarfund með frambjóðend- um Sjálfstæðisflokksins í Borgar- byggð fyrir komandi sveitastjórn- akosningar. Fundurinn fer fram í Félagsbæ Borgarnesi, fimmtudag- inn 12. apríl frá kl. 18:30 – 20:00. Í boði verða léttar veitingar. Með góðri kveðju, Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. Fimm efstu á framboðslistanum. F.v. Sigurjón, Silja Eyrún, Axel Freyr, Lilja Björg og Sigurður. Hverjir skipa efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð? Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.