Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 201822 Vísnahorn Vinur minn hringdi í mig og fór að spyrja mig um eftirfarandi vísur hvort ég kannaðist við þær og vissi um höfunda. Það varð til þess að ég fór að leita mér upplýsinga og hér kemur semsagt árangurinn. Einhver smá orðalagsmunur er til á þessum vísum en sagt er að Sigurður Breið- fjörð hafi eitt sinn komið í Brokey og orðið þar veðurtepptur. Leitaði þá til Hákonar rímna- skálds sem þar bjó þá með þessum orðum: Hafðu ráð með dug og dáð að drífa í burtu vominn því í bráð á þína náð þykist ég nú kominn. Hákon svaraði að bragði: Ég hef ei föng því leið er löng lið að veita þrjóti Kiljan ströng um Geirhvals göng geisar nú á móti. Þar sem nú er nýafstaðinn Boðunardagur Maríu sem er sannarlega ekki ómerkari há- tíðisdagur en aðrir, enda byggist allt upphaf kristninnar á þeim degi, væri ekki úr vegi að velta fyrir sér tungutaki stórskáldanna um þá atburði og byrjum á Jóhannesi úr Kötlum: Aftur fann hún það upp á víst undur mjúklega á brjóstin þrýst öllu öðru hún gleymdi. Unaður meiri en orð fá lýst inn í skaut hennar streymdi. Blóðheit, frjósöm og fagurbyggð fann hún komið við sína dyggð, engan segginn þó sá hún Heilögum anda yfirskyggð aftur á bak þar lá hún. Ástleitni guðsins ofurseld æfintýrið það sama kveld syrgði hin sæla meyja. Almáttugur; Ég held, ég held hvað skyldi Jósep segja? Annar stórsnillingur Rósberg G. Snædal yrkir líka Maríuvers: Ung varst þú einum gefin - öðrum það virða ber. Þó læt ég nótt sem nemur. - Nú er ég einn með þér. Heilagur andi hefur haft þetta fyrir mér. Og einn snillingurinn enn, Sigurður Han- sen, yrkir í anda #meetoo byltingarinnar: Enn eru skot og óheft þrá eðlisblota að nota en í atlotum ekki má ota sínum tota. Tryggvi Magnússon teiknari orti Jesúrímur og ýmislegt sem þar má finna fróðlegt um af- rek frelsarans hér á jörð. Reyndar finnst mér fólk hafa tilhneygingu til að velta sér of mik- ið upp úr æviferli Jesús og því sem fyrir hann bar á sinni ekkert of löngu lífsgöngu en gleyma heldur því sem hann sagði því vissulega segist hann vera sendiboði sem þýðir þá væntanlega að einhver hefur sent hann og þá einhverra er- inda. Sem sagt mönnum hættir til að týna kær- leikanum í hringiðu smáatriðanna. (Sem ýms- ir kirkjunnar menn telja að vísu engin smáaat- riði). En hér kemur hluti af útfærslu Tryggva Magnússonar og reynum að byrja framarlega í ferlinu: Járna hlynur Jósep hét júða einn í landi, nýtur bjó í Nasaret nauða firrtur grandi. Snikkari var og mund þess manns mun til verks ei spöruð. María nefndist heitmey hans, hyggin væn og fjöruð. Nú eins og vitað er fékk María heimsókn og þar með skilaboð: Lofts nam ferðalangurinn ljósust svörin spjalla: „Seggir munu soninn þinn son hins æðsta kalla.“ Helgum anda væri í vil við þig leik að eiga. Sikling hæða hlakkar til hjá þér hvíla mega. Nú ætli það þekki nú ekki flestir framhaldið af þeirri sögu nokkuð og rétt að fara hratt yfir sögu: Fjórða ríman frá því greindi að fyrri bæði og síð og allan tíma öðling reyndi auman fræða lýð. Út rak púka og allan fjandann að því Lúkas tér. Margur sjúkur illan andann út fann rjúka úr sér. Eitt sinn þá sín iðkar fræði, álma njörður leit sér skammt frá í sæld og næði svínahjörð á beit. Drottinn hóar djöflum mörgum dýrahróin í, þau fóru í sjóinn fram af björgum, flestöll dóu af því. - - - En dregur til þess er verða vill jafnan og kemur nú að innreið Jesú í Jerúsalem en þá stóð fyrir dyrum stórhátíð. Vorhátíð gyðinga sem síðan þróaðist yfir í páskahátíðina: Ösnu bundinn finnið fola, færið mér hann senn, ykkur mundu þetta þola þessa héraðs menn. Komu því næst þeir og sögðu: Þvílíkt stímabrak. Á folann sína larfa lögðu, lausnarann settu á bak. Borgarfólkið flíkum sínum fleygði veginn á, grýtti pálmagreinum fínum um götuna til og frá. Lýðurinn hljóp þar hrifning fylltur, honum var létt um spor, hósanna æpti hreint sem trylltur: Heill þér kóngur vor. - - - Buðlung reið um borgarhliðið með brogað rustalið, hann er leið þá hafði riðið, hélt í musterið. Í musteri valla brask má bralla, braml réð gera þar, hann rak út alla okurkalla eins og vera bar. Næstu viku drottinn dvaldi í dýrri Síonsborg, kjaftaði mikið og menn átaldi í musteri og víða um torg. Júdas klerka fór að finna, fjár þeir áttu vald, fárlegt verk kvaðst fús að vinna fengi hann endurgjald. Kaífas, sá varð kátur næsta, kastaði allri sút, bograði þá í byrðu læsta og borgaði kalli út. Júdas maura mikils virti meðan andann dró, þrjátíu aura þar hann hirti, það var fjandans nóg. Gleðin páska geyst að fer nú, gengur mikið á, þeygi háska öllum er nú ennþá vikið frá. Hér er skrambans vont að vera, vantar betri stað, páskalambið líst oss skera, langar að éta það. Reynið hvað þið framkvæmt fáið - fylkir tala vann, - þekkan stað í þorpi ef sjáið, þá er að fala hann. Meiðar svangir mækis gengu með farangur sinn, breiðan langan loftsal fengu, löbbuðu þangað inn. Eftir nokkrar lýsingar á mataræði og dryk- kusiðum lærisveinanna verður nú að fara nokk- uð hratt yfir sögu þar sem ég hefi syndgað ótæpilega uppá náðina með þáttarlengd: Naumast Júdas boða bíður, brýndi hann mútan ill. Klerkar Júda og kennilýður Kristi stúta vill. Júdas fyrstur fara vann fylltur illt með sinni, þá að Kristi þramma vann, þrjóturinn kyssti Frelsarann. Buðlung nú réð byrsta sig brátt og hátt svo mælti: Satan trúi ég sendi þig, svíkur þú með kossi mig. Dæmdum oss til aflausnar allra hnossa bestur ránarblossa raftur var rokna kross á festur. Klerka sálin ör til alls örg og hál að vonum með sitt tál og trúarfals þeim tókst að kála honum. Ætli við reynum svo ekki að klára dæmið með lokavísunni úr Mansöng áttundu rímu og óska ég þar með lesendum mínum alls þess besta sem orð fá að inna. Minnsta kosti fram yfir næstu páska, jafnvel lengur: Drottins friður fylgi yður, fullnuð er kviðan þetta sinn, sú er sniðug, létt og liðug, legg ég svo niður mansönginn. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Sú er sniðug, létt og liðug - legg ég svo niður mansönginn Landssamband veiðifélaga hefur sent sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherrann að beita sér fyrir því að allt eftirlit með fiskeldi í sjó verði flutt frá Matvælastofnun til Fiski- stofu. „Í bréfinu er vísað til atburða að undanförnu og getuleysi stofn- unarinnar til að upplýsa um slysa- sleppingar undanfarin ár. Telur Landssambandið að stofnunin ráði engan veginn við það verkefni sem henni var falið með breytingu á fiskeldislögunum 2014,“ segir í til- kynningu frá LV. Bendir Landssambandið á að í sjókvíaeldi er notaður norsk- ur framandi eldisstofn og af þeim sökum verði að gera ríkar kröfum um opinbert eftirlit. Þá er skort- ur á upplýsingagjöf Matvælastofn- unar harðlega gagnrýndur og virð- ist Landsambandinu að stofnunin virðist líta á óhöpp í sjókvíaeldi sem einhverskonar einkamál sem pukr- ast megi með. Vísar Landssam- bandið í bréfi sínu til atvika að und- anförnu í kjölfar fréttar Stundar- innar um skemmdir á kví í Tálkna- firði og leiðir líkur að því að upp- lýsingar um það hefðu ekki komið fram hefðu fréttir ekki verið birtar um óhappið í fjölmiðlum. Þá bend- ir Landssambandið á að Fiskistofa búi yfir innviðum til að sinna eft- irliti um land allt en á það skorti hjá Matvælastofnun. Í bréfinu er ennfremur gerð krafa um að sett- ar verði skýrar reglur um upplýs- ingaskyldu til almennings og hags- munaðila. mm Vilja að Fiskistofa fylgist með sjókvíaeldi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.