Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 2018 25 Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Uppruni Íslendinga og landnámið Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur flytur Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Þriðjudagurinn 10. apríl 2018 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Ýmsum spurningum verður velt upp, er varðar landnám Íslands, landnámsmenn og uppruna þeirra. Guðmundur hefur gefið út bókina Árdagar Íslendinga (2016), þar sem leitað er svara við spurningum af þessu tagi. Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Nýfæddir Vestlendingar Borgarbyggð – miðvikudagur 4. apríl Félag aldraðra Borgarfjarðardölum mun hittast í Snorrastofu í Reykholti kl. 14:00. Þar mun Óskar Guðmundsson rithöfundur segja frá tilurð þess að styttan af Snorra Sturlusyni kom heim í Reykholt. Akranes – fimmtudagur 5. apríl Hljómsveitin Madre mia frá Akranesi mun troða upp í Dularfullu Búðinni kl. 20:00. Borgarbyggð – fimmtudagur 5. apríl Skotíþróttafélag Vesturlands býður upp á prufutíma undir handleiðslu skotstjóra í glæsilegri æfingaaðstöðu innandyra kl. 20:00. Allir velkomnir, jafnt konur sem karlar. Börn eldri en 15 ára velkomin með leyfi forráðmanna. Borgarbyggð – föstudagur 6. apríl Skallagrímskonur taka á móti Haukum í fjósinu í Borgarnesi kl. 19:15 í öðrum leik liðana í undanúrslitaeinvíginu. Borgarbyggð – laugardagur 7. apríl Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi og hefst kl. 13:00. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Flutt verður skýrsla um liðið starfsár, reikningar skýrðir og bornir undir atkvæði. Óskar Guðmundsson formaður félagsins flytur erindi. Borgarbyggð – laugardagur 7. apríl Búnaðarfélag Mýramanna heldur Mýraeldahátíð í Faxaborg í Borgarnesi. Hátíðin hefst kl. 13:00 og þar munu fjölmörg fyrirtæki kynna vöru sína og þjónustu, hoppukastali verður fyrir börnin og Jógvan Hansen tekur nokkur lög. Um kvöldið verður kvöldvaka í Lyngbrekku og svo ball fram á nótt þar sem Jógvan Hansen og Hreimur Örn Heimisson munu leika fyrir dansi. Dalabyggð – laugardagur 7. apríl Vetrarleikar Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal og hefjast stundvíslega kl. 12:00. Síðasti dagur til að skrá sig er á fimmtudaginn 5. apríl. Dalabyggð – sunnudagur 8. apríl Á Rjómabúinu Erpsstöðum hefur í nokkur ár verið framleitt skyr uppá gamla mátann. Skyrið hefur vakið mikla athygli meðal gesta á Rjómabúinu og nú á að opna þar skyrsýningu og fræðslusetur um sögu og framleiðsluferli skyrsins. Sýningin opnar formlega kl. 13:00. Dalabyggð – sunnudagur 8. apríl Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Dalabúð í Búðardal kl. 17:00 og að fundi loknum verður boðið upp á súpu. Borgarbyggð – mánudagur 10. apríl Skallagrímskonur sækja Haukakonur heim kl. 19:15 í þriðja leik liðana í undanúrslitaeinvíginu Borgarbyggð – þriðjudagur 10. apríl Áhugaverður fyrirlestur fyrir alla sem stunda hestamennsku í félagsheimili hestamannafélagsins Borgfirðings kl. 19:30. Helga Gunnarsdóttir dýralæknir kemur og verður með fyrirlestur um heilbrigði hestsins, fyrirbyggjandi aðgerðir, hvað þú getur gert til að láta hestinum líða betur og endast lengur glaður og heilbrigður. Á döfinni 3. apríl. Stúlka. Þyngd: 3.592 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Katrín Ósk Stefánsdóttir og Tómas Ingi Hlynsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Reglusamt par leitar að íbúð til langtímaleigu Við leitum að íbúð fyrir par með einn kött í grennd við Borgarnes eða Hvanneyri. Við erum bæði í fastri vinnu og reyklaus. Íbúðin þarf að vera að minnsta kosti tveggja her- bergja og laus frá byrjun eða um miðjan júlí. Kveðja Inga Lóa og René. Endilega hafið samband í síma 692-4793 eða á netfangið ingaloa03@ gmail.com. Hús til sölu á Spáni Glæsilegt Einbýlishús á einni hæð til sölu í Oasis, La Marina. Húsið er nýtt með þremur svefnherbergjum og einkasundlaug. Nánari upp- lýsingar í síma 782-5298 eða 0034-675-100-266. Húsnæði á Spáni Ertu að leita að húsnæði á Spáni? Mikið af flottum eign- um til sölu. Hægt að skoða á http://www.marinaestate. net. Endilega hafið samband við Jóhönnu í síma 782-5298 eða 0034-675-100-266. Heilsársdekk til sölu Er með til sölu heildár- sdekk. Stærð 225/65/17, lítið slitin. Seljast á 25.000 krónur. Nánari upplýsingar í síma 858-9888. Markaðstorg Vesturlands 26. mars. Drengur. Þyngd: 3.844 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Sunnefa Burgess og Jóhann Örn Jónbjörnsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. LEIGUMARKAÐUR Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSu- horn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM TIL SÖLU Framboðsfundur í Borgarbyggð Haldinn verður opinn kynningarfundur með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fundurinn fer fram í Félagsbæ Borgarnesi, fimmtudaginn 12. apríl næstkomandi frá kl. 18:30 – 20:00. Í boði verða léttar veitingar. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.