Skessuhorn


Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.04.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. ApRÍL 201826 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Haukakonur höfðu betur gegn Skallagrímskonum í fyrsta leik lið- anna í úrslitakeppninni í leik sem spilaður var á Ásvöllum á mánu- dagskvöldið. Haukar sigruðu með 88 stigum gegn 74. Deildarmeist- arar Hauka tóku forystuna strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi. Í lok fyrsta leikhluta voru Haukakonur átta stigum yfir gest- unum en Skallagrímskonur gáfu þá örlítið í og náðu að minnka foryst- una í þrjú stig um tíma en misstu svo muninn niður í sex stig og stað- an 35-29 í hálfleik. Whitney Michelle Frazer átti góðan leik fyrir Hauka og skoraði 27 stig og átti 11 fráköst. Carmen Tyson-Thomas spilaði frábærlega fyrir Skallagrím og skoraði 34 stig og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti einnig mjög góðan leik skoraði 17 stig, átti 11 fráköst og gaf sex stoð- sendingar. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit og næst mætast liðin í Borgarnesi á föstudaginn 6. apríl, þá eigast liðin við 10. apríl í Hafn- arfirði, 13. apríl í Borgarnesi og 15. apríl í Hafnarfirði. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. arg Borgnesingurinn Kristín Sif Björg- vinsdóttir vann til silfurverðlauna á Norðurlandamóti í boxi sem fram fór nýverið í Noregi. Krist- ín Sif keppti í -75 kg flokki kvenna og mætti Julie Holte frá Noregi á laugardeginum og sigraði eftir ein- róma dómaraákvörðun. Þá mætti hún Love Holgersson frá Dan- mörku í úrslitum á lokadegi móts- ins en þurfti að lúta í lægra haldi og silfrið því niðurstaðan. Kristín Sif á ekki langan boxferil að baki en hún var aðeins búin með tvo bar- daga áður en hún fór á mótið. Hún er þriðji Íslendingurinn sem unnið hefur til verðlauna á Norðurlanda- mótinu í boxi. Árið 2013 vann Kol- beinn Kristinsson til silfurverð- launa og árið 2016 hlaut Valgerður Guðsteinsdóttir brons. arg Silfurverðlaun á Norður- landamótinu í boxi Kristín Sif Björgvinsdóttir með silfrið. Ljósm. Steinar Thors, fengin af mmafrettir.is Haukar höfðu betur gegn Skallagrími í fyrsta leik Lagt á ráðin. Ljósm. skallagrimur.is Svipmynd úr leiknum á mánudaginn. Ljósm. karfan.is „Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vina- hópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþrótta- félagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar. Þarna verður einnig hefð- bundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí í sumar á Sauð- árkróki. Landsmótið verður sannkölluð íþróttaveisla. „Á mótinu er hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar á daginn auk fróðleiks og fræðslu og skemmtunar á kvöldin. Dagskránni er skipt niður í fjóra flokka; kepptu, láttu vaða, leiktu þér og skemmtu þér. Flokkurinn Láttu vaða er ein af nýju áherslunum en þar geta þátttak- endur Landsmótsins fengið tækifæri til að prófa fjölda íþróttagreina eða fá kennslu og kynningu í þeim. Móts- gestir geta valið hverju þeir taka þátt í og sett mótið sitt saman. Eitt verð gildir fyrir allt mótið, hvort heldur tekið er þátt í einni grein eða mörg- um. Flestir viðburðirnir sem boðið er upp á í tengslum við Landsmótið eru fríir og fá þátttakendur afslátt á ýmsa aðra viðburði.“ Allir 18 ára og eldri geta skráð sig til þátttöku á Landsmótið, en að auki verður margt í boði fyrir móts- gesti yngri en 18 ára. Hægt er að skrá sig á Landsmótið og fylgjast með því á www.landsmotid.is. og á viðburðasíðu á Facebook. mm Skráning hafin á Landsmótið í sumar Svipmynd frá keppni í blaki í Hveragerði í fyrra. Ljósm. UMFÍ. Borgnesingurinn og golfar- inn Bjarki pétursson lauk síð- astliðinn miðvikudag keppni á Hootie Intercollegiate mótinu sem fram fór í bandaríska há- skólagolfinu dagana 25.-27. mars. Bjarki stundar nám við Kent State háskólann í Banda- ríkjum og endaði lið skólans í öðru sæti á mótinu. Þá varð Bjarki í fimmta sæti í einstak- lingskeppni en hann lék mjög vel á mótinu og endaði samtals sjö höggum undir pari. arg Bjarki Pétursson fimmti á háskólamóti Bjarki Pétursson spilaði vel á Hootie Intercollegiate mótinu í bandaríska há- skólagolfinu. Ljósm. Fengin af kylfingur.is Á sambandsþingi UMSB sem ný- verið var haldið á Hvanneyri voru sjö einstaklingum veittur styrkur úr afreksmannasjóði UMSB. Til- gangur sjóðsins er að styrkja af- reksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa fram- úrskarandi árangri í íþrótt sinni. Þeir Arnar Smári Bjarnason, Sig- urður Aron Þorsteinsson og Mar- inó pálmason náðu ekki að veita styrkjunum viðtöku þar sem þeir voru að keppa í körfuknattleik á sama tíma og þingið fór fram. Aðrir sem hlutu styrk voru Bjarni Guðmann Jónsson körfuknattleik, Bjarki pétursson golf, Daði Freyr Guðjónsson dans og Máni Hilm- arsson fyrir hestaíþróttir. (Mæð- ur Daða Freys og Bjarka mættu til að taka við styrkjunum fyrir þá). Lengst til hægri á mynd er Rósa Marinósdóttir frá UMSB. mm Styrkir úr afreks- mannasjóði UMSB

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.