Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 1
Starfsmannafélag Slökkvi- liðs Grundarfjarðar keypti á dögunum gamlan tank- bíl frá Brunavörnum Árnes- sýslu. Tankbíllinn er af gerð- inni Iveco og er framleiddur árið 1985 og er því löglegur fornbíll. Tankurinn á honum er 12 þúsund lítra og munar um minna þegar mikið ligg- ur við. Í vetur voru aðstæður oft þannig að nánast ómögu- legt var að komast í vatnsból í dreifbýlinu í kringum Grund- arfjörð vegna frosthörku og snjóalaga og því hefði þessi bíll verið nauðsynlegur ef eldur hefði orðið laus í sveit- inni. Það var starfsmanna- félagið sem fjárfesti í bílnum og færir slökkviliðinu að gjöf, en strákarnir í slökkviliðinu hafa verið duglegir að safna peningum með útgáfu daga- tals undanfarin ár. Alltaf hef- ur ágóðinn farið í uppbygg- ingu á slökkviliðinu og engin breyting var á því í ár. tfk FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 15. tbl. 21. árg. 11. apíl 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Verðum 5 ára í maí Opið daglega 12:00-17:00 frá 1. maí 10:00-18:00 Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Síðastliðinn laugardag var hjólalið Team Rynkeby Ísland á æfingu á Akranesi og í Hvalfirði. Lagt var að stað frá Jaðarsbökkum og hjólað inn að gamla Botnsskála og þaðan til baka, samtals um 100 kílómetra leið. Liðið lét þennan svala aprílmorgun ekki á sig fá, en hitastigið fór niður í mínus eina gráðu á leiðinni. Nánar er sagt frá verkefni hópsins á bls. 23. Ljósm. Guðrún S Gísladóttir. Tankbíll til Grundarfjarðar Marinó Ingi Eyþórsson prýðir einn mánuðinn á dagatalinu góða, en andvirði af sölu þess fór til kaupa á bílnum.Guðmundur Reynisson er hér að ljúka við að fylla á tankinn. Tankbíllinn er glæsilegur á að líta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.