Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 20182 Síðastliðinn föstudag veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður lands- samtaka sauðfjárbænda, 21 veit- ingastað viðurkenninguna Ice- landic lamb - Award of Excel- lence. Viðurkenning þessi er veitt veitinga- og gististöðum fyrir fram- úrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslenska lambakjöt- inu til ferðamanna. Tveir staðir á Vesturlandi eru handhafar verð- launanna í þetta skiptið; Bjarteyj- arsandur í Hvalfirði og Narfeyrar- stofa í Stykkishólmi. Dómnefnd var skipuð Sigur- björgu Jónasdóttur, útvarpskonu á RUV, Dominique plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík og Haf- liða Halldórssyni, verkefnastjóra hjá Icelandic lamb. Þeir staðir sem hlutu viðurkenn- inguna að þessu sinni eru, í staf- rófsröð: Bjarteyjarsandur í Hvalfirði Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum Fiskfélagið Fiskmarkaðurinn Fosshótel Jökulsárlón Restaurant Grillið - Hótel Sögu Haust Restaurant - Fosshótel Reykjavík Hótel Anna Hótel Smyrlabjörg Íslenski Barinn Kopar lamb Inn, Eyjafjarðarsveit Matarkjallarinn Múlaberg Bistro Narfeyrarstofa Rústík Salka,Húsavík Slippurinn, Vestmannaeyjum Sushi Social Von Mathús, Hafnarfirði VOX Er þetta í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt samstarfsað- ilum Icelandic lamb á sviði veit- inga- og gististaða. Alls eru yfir 90 íslenskir veitingastaðir samstarfsað- ilar sauðfjárbænda í gegnum verk- efnið Icelandic lamb. Er því ætlað að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til upp- runa, hreinleika og gæða. „Árang- urinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti auk- ist verulega hjá veitinga- og gisti- stöðum sem taka þátt í verkefninu,“ segir í tilkynningu frá Icelandic lamb. kgk Briddsspilarar iða í skinninu því eitt stærsta briddsmót landshlutans er framundan. Hið árlega Opna Borg- arfjarðarmót í tvímennings bridds hefst á morgun, fimmtudaginn 12. apríl. Spiladagar verða þrír; á morg- un, 16. apríl og 23. apríl. Spilað verður á Akranesi fyrsta kvöldið en síðan í Logalandi. Það spáir blautu veðri næstu daga. Suðlæg átt er á morgun, fimmtu- dag, 5-10 m/s og rigning með köfl- um á vestanverðu landinu en víða hægviðri og þurrt fyrir austan. Hiti 3 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt á föstudag, 8-13 m/s. Rigning með köflum en úrkomulítið á norðaust- urlandi. 5-13 m/s síðdegis á föstu- dag, yfirleitt að suðaustan. Rign- ing með köflum en léttskýjað inn til landsins. Hlýnar í veðri. Aust- an- og suðaustanátt á laugardag, hvassast við ströndina og rigning með köflum en úrkomulítið norð- austanlands. Hiti 2 til 8 stig. Áfram- haldandi austan- og suðaustanátt á sunnudag, rigning á Suður- og Vesturlandi en þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig. Á mánudag gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu um land- ið suðaustanvert. Úrkomulítið fyrir norðan. Hlýnar í veðri. „Hvernig á klósettrúllan að snúa?“ var spurningin vikunnar á vef Skessuhorns í vikunni sem leið. „Endinn framan við rúllu“ sögðu langflestir, eða 79%. Þar með er það þrætuepli endanlega úr sög- unni. Næstflestir, 7%, sögðu ekki skipta máli hvernig rúllan snýr og „Klósettpappír, hvað er það?“ sögðu 5%. „Endinn aftan við rúllu sögðu 5% einnig og 5% sögðust ekki nota statíf fyrir rúlluna. Í næstu viku er spurt: Hvaða ein- kunn fær ríkisstjórnin hjá þér eftir fyrstu 6 mánuðina? Slökkviliðsmenn á Grundarfirði eru Vestlendingar vikunnar. Þeir söfnuðu í gegnum starfsmanna- félag sitt fyrir kaupum á tankbíl til slökkviliðsins. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Kynna skýrslu um safnamál BORGARBYGGÐ: Sveit- arfélagið Borgarbyggð hef- ur boðað til opins kynn- ingarfundar í Hjálmakletti um skýrslu vinnuhóps um safnamál í Borgarbyggð. Skessuhorn hefur ítarlega kynnt skýrslu þessa sem er umdeild. Fundurinn verður í kvöld, miðvikudaginn 11. apríl og hefst klukkan 20. Þar verður skýrslan kynnt, sem og þær hugmyndir sem að baki liggja. Frummælend- ur verða m.a. Sigurjón Þórð- arson ráðgjafi frá Nolta, Guðrún Jónsdóttir forstöðu- maður Safnahúss Borgar- fjarðar, Steinþór Kári Kára- son arkitekt frá Kurtogpí og Vilhjálmur Egilsson stjórn- arformaður Menntaskóla Borgarfjarðar. -mm Óháður aðili meti valkosti í vegagerð REYKHÓLAHR: lagt hefur verið til að fresta af- greiðslu á tillögu að breyt- ingum á aðalskipulagi Reyk- hólahrepps og að fengin verði óháð verkfræðistofa, helst erlend, til að meta og fara yfir valkosti í vegagerð í Gufudalssveit. Tillaga þess efnis var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum á fundi skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar hreppsins sl. mánudagsmorgun. „Ekki hafa verið fengnir hlutlausir óháðir fagaðilar til að meta hvort draga megi úr kostn- aði og auka umferðarör- yggi jarðgangaleiðar und- ir Hjallaháls t.d. með styttri göngum og breyttri veglínu í vestanverðum Djúpafirði, eingöngu hefur verið stuðst við upplýsingar frá fram- kvæmdaaðila sem vill og ætl- ar sér að fara leið Þ-H. Einn- ig liggur fyrir undirskrifta- listi frá íbúum þar sem far- ið er fram á að könnuð verði enn frekar leið sem teng- ir Reykhóla betur við Vest- fjarðarveg,“ segir í tillög- unni. Sveitarstjórn mun taka afstöðu til samþykktar skipu- lags-, húsnæðis- og hafnar- nefndar á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 11. apríl. -kgk Akranesmeist- arar í bridds AKRANES: Þriggja kvölda keppni í tvímenningi lauk hjá Briddsfélagi Akraness síðastliðinn fimmtudag. Úr- slit urðu þau að Akranes- meistarar urðu þeir Tryggvi Bjarnason og Þorgeir Jósefs- son með 446,9 stig sem gerir 56,4% skor. Í öðru sæti urðu Alfreð Þ. Alfreðsson og Vikt- or Björnsson með 435,3 stig (55%). Þriðju urðu svo Árni Bragason og Guðmundur Sigurjónsson með 423,5 stig (53,5%). -mm Þorsteinn Þorvaldsson vélstjóri lést mánudaginn 2. apríl síðastlið- inn á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands á Akranesi, 93 ára að aldri. Þorsteinn var einn af stofnfélögum Golfklúbbsins leynis og minnast félagar hans í klúbbnum Þorsteins með meðfylgjandi orðum: „Þorsteinn var einn af frumherj- um Golfklúbbsins leynis og einn af stofnfélögum klúbbsins. Þorsteinn var formaður í 13 ár samfleytt frá árinu 1967 og sat í stjórn klúbbsins í rúm 20 ár. Þorsteinn var gerður heiðursfélagi leynis á 20 ára afmæli klúbbsins árið 1985 og Elín Hann- esdóttir eftirlifandi eiginkona hans sömuleiðis árið 1992. Það er ekki á neinn hallað þótt fullyrt sé að með krafti sínum og dugnaði hafi hann öðrum fremur haldið klúbbnum gangandi fyrstu áratugi í starfi klúbbsins og skapað honum smám saman þann sess sem hann hefur í dag. Þorsteinn innti af hendi mikla sjálfboðavinnu frá fyrsta degi sem fólst í uppbyggingu vallar, vallarumhirðu og vélaviðhaldi sem klúbburinn er þakklátur fyrir. Golfklúbburinn leynir minnist Þorsteins með miklum hlýhug og sendir eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu hugheilar samúðarkveðjur.“ mm And lát: Þorsteinn Þorvaldsson á Akranesi lionsklúbbur Akraness kom fær- andi hendi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi í síðustu viku og færði stofnuninni að gjöf nýtt og fullkomið ristilspeglunartæki. Tæk- ið er af gerðinni Olympus KV-6 Suction og kostar hingað komið 4,9 milljónir króna. Árni Arnarson læknir veitti gjöfinni móttöku fyr- ir hönd HVE úr, hendi Valdimars Þorvaldssonar, formanns lions- klúbbs Akraness. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, for- stjóri HVE, þakkaði klúbbnum fyr- ir rausnarlegheitin og jafnframt fyr- ir þær fjölmörgu gjafir sem klúbb- urinn hefur fært stofnuninni. Fram kom að lionsklúbbur Akraness gaf Sjúkrahúsinu á Akranesi fyrst gjöf fyrir réttum 60 árum, tveimur árum eftir stofnun hans. Ristilspeglanir hafa verið framkvæmdar á Akranesi frá því árið 1996 og eru mikilvæg- ur þáttur í rannsóknum, eftirliti og lækningum. mm Gáfu HVE nýtt ristilspeglunartæki Árni Arnarson læknir, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri, Valdimar Þorvaldsson formaður Lionsklúbbsins, Rósa Marinós- dóttir sviðsstjóri hjúkrunar á HVE og Ásgeir Ásgeirsson fjármálastjóri. Framúrskarandi í matreiðslu lambakjöts Bjarteyjarsandur og Narfeyrarstofa handhafar verðlauna Icelandic Lamb Handhafar verðlaunanna Icelandic Lamb - Award of Excellence.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.