Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Fjögur hundruð störf á sextán árum Síðastliðin þrjú ár hef ég fylgst betur með lífinu við höfnina á Akranesi en árin þar á undan. Það helgast af því að ég hef átt hlut í gömlum báti og sæk- ir nú fjölskyldan þorsk í soðið og loft í lungun þegar vel viðrar. Í bæjarfélag- ið flutti ég hins vegar fyrir sextán árum. Við fjölskyldan keyptum okkur íbúð við sjávarsíðuna, en þeirri staðsetningu fylgir það sem ég vil kalla milljón dollara útsýni. Út um gluggana sjáum við nú fækkandi mannvirki Sements- verksmiðjunnar. Eftir að byggingar víkja hver af annarri er ég til dæmis far- inn að sjá kirkjuturninn og hús sem falin hafa verið bakvið þessi miklu mann- virki í sextíu ár. En við sjáum einnig höfnina, blámáluð glansandi ný skip HB Granda sem þar eru oft bundin við bryggju. Við sjáum líka út á Faxaflóann; höfuðborgarsvæðið og raunar allt suður á Reykjanes. Í góðu skyggni má sjá ljósin í vita úti á Reykjanesi og umferð millilandaflugvéla í Keflavík. Ég met þetta útsýni sem forréttindin mín. En það eru þessar breytingar í atvinnu- háttum, sem blasa við framan glugganna okkar, sem fá mig til að staldra við. Á ekki lengri tíma en þessum sextán árum frá því við færðum okkur um set, úr sveitinni og á Skagann, er búið að loka Sementsverksmiðjunni. Í stað hennar verður nú innan fárra ára farið að reisa íbúðabyggð. En tvisvar eða þrisvar á ári kemur rauð- og gulmálað flutningaskip með norskt sement. Blæs því upp í sementssílóin og heldur síðan leiðar sinnar. Nokkrir karlar hafa vinnu við afgreiðslu á norsku sementi. Á að giska tvö eða þrjú prósent þeirra starfa sem voru meðan menn sáu enn tilgang í að reka íslenska sementsfram- leiðslu. En verksmiðjan komst á einhverjum tímapunkti í hendur manna sem kunnu tæplega að reka sementsverksmiðju. Fíll hefði vafalítið staðið sig betur við afgreiðslu í postulínsbúð. Úr því sem komið er ég ákaflega þakklátur fyr- ir að byrjað er að rífa mannvirkin sem hafa staðið þarna viðhaldslítil í mörg ár og aðallega skapað björgunarsveitarfólki óumbeðin og ólaunuð sjálfboða- störf við að hefta fok í vondum veðrum. litlu suðvestar er svo höfnin, fyrrum lífæð þessa samfélags sem byggt var á Skaganum. Fyrir sextán árum heyrði maður og fann oft dynki skipsvélanna þegar þau komu hvert af öðru að landi drekkhlaðin fiski til vinnslu. Iðandi mannlíf var alla daga kringum höfnina. Svo fór eignarhald útgerðarfyrirtæk- isins í hendur annars fyrirtækis sunnan flóans og auðvitað fór þá kvótinn einnig. Gömul saga og ný. Eftir stendur höfnin að stórum hluta vannýtt. Um tíma í vetur var enginn fiskmarkaður, viðskiptin voru ekki næg. Með samstilltu átaki nokkurra tókst að fá annan fiskmarkað til að opna útibú til reynslu því allir sáu hversu nauðsynlegt það er. Frá þeim tíma sem nýtt útibú fiskmarkaðar var opnað hafa menn lagst á eitt við að skapa markaðinum verk- efni. Allir vita að rekstur fiskmarkaðar er forsenda fyrir því að bátar komi að landi með afla, hvort sem það eru heimamenn eða svokallaðir flakkarar sem leita hverju sinni uppi hafnir sem liggja nærri fengsælum miðum. Enn á ný kemur svo upp vandi. Nú er að því virðist sakleysisleg breyting sem boðuð er á stjórnun strandveiða ógnun við tilveru fiskmarkaðar og almennt að menn geri yfirleitt út á strandveiðar frá Akranesi í sumar. Um það er hægt að lesa í blaðinu í dag, þar sem rætt er við tvo af forystumönnum smábátafélagsins á staðnum. Það er þungt í þeim hljóðið. Báðar þessar gríðarlega stóru breytingar á atvinnuháttum í ekki stærra bæj- arfélags hafa átt sér stað á innan við sextán árum. Ég kýs að rifja þetta upp nú til að minna ráðamenn á þingi, í sveitarstjórnum og í raun almenning allan á að sífellt þarf að standa vörð um þá atvinnu sem skynsamlegt er verja, hverju nafni sem hún nefnist. Það er barátta um störfin og einhvern veginn eru alltaf einhver öfl tilbúin til að ná til sín viðskiptum ef þau geta grætt á því. Hvort sem um er að ræða sementssölu, kvóta eða annað sem menn telja verðmæti í. Það nefnilega munar um á að giska fjögur hundruð störf sem tengjast fyrr- greindum tveimur athafnasvæðum. Magnús Magnússon. Leiðari Árekstur tveggja bíla varð á fjórða tímanum síðastliðinn laugardag á þjóðveginum skammt frá Akranesi, sunnan við gatnamótin á Akrafjalls- vegi. Þrír voru í bílunum og voru allir fluttir til læknisskoðunar á sjúkrahús. Að sögn lögreglu slasað- ist fólkið ekki alvarlega. Við árekst- urinn valt annar bíllinn, fór yfir girðingu og hafnaði í skurði. ki Harður árekstur línubáturinn Grundfirðingur SH 24 mun leggja að bryggju í Grund- arfirði í síðasta skipti í lok maí næstkomandi. Búið er að segja upp allri áhöfn skipsins og verður því lagt í lok maí. Friðbjörn Ásbjörns- son, framkvæmdastjóri Soffaníasar Cecilssonar hf. sem gerir út skipið, sagði reksturinn hafa þyngst mik- ið á þessu ári. „Rekstargrundvöllur Grundfirðings SH 24 er algjörlega brostinn,“ sagði Friðbjörn í stuttu spjalli við fréttaritara Skessuhorns. „Þetta eru margir þættir. Sterk króna, há veiðigjöld á þær fiskteg- undir sem skipið veiðir og svo höf- um við verið í vandræðum með að manna skipið,“ segir Friðbjörn. „Veiðigjöldin fara úr 15,4 millj- ónum í 62,2 milljónir þannig að hækkunin er verulega íþyngjandi. Þetta er hækkun um 47 milljónir á milli ára og það er stór þáttur í því að staðan er eins og hún er,“ segir hann að endingu. tfk Samkvæmt mannfjöldatalningu Hagstofunnar voru íbúar í tíu sveit- arfélögum fyrrum Vesturlandskjör- dæmis 16.257 þann 1. janúar síðast- liðinn. Hafði þeim fjölgað um 965 milli ára, eða um 6,31%. Íbúum fjölgaði í átta sveitarfélögum, en í Skorradalshreppi og Dalabyggð varð lítilsháttar fækkun. Akranes- kaupstaður er sem fyrr fjölmenn- asta sveitarfélagið en þar búa nú 7259, eða 44,65% íbúa. Borgar- byggð hefur næstflesta íbúa en Snæfellsbær og Stykkishólmsbær koma næstir að stærð. Önnur sveit- arfélög hafa undir þúsund íbúa. mm Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um rúmlega sex prósent á einu ári Uppsagnir á Grundfirðingi SH 24 SVEITARF./ÁR: 2014 2015 2016 2017 2018 Akranes 6.699 6.767 6.908 7.051 7.259 Skorradalshreppur 58 62 53 58 56 Hvalarðarsveit 617 635 622 636 648 Borgarbyggð 3.535 3.539 3.637 3.677 3.745 Grundararðarbær 872 900 899 869 877 Helgafellssveit 53 53 55 52 58 Stykkishólmur 1.095 1.107 1.113 1.168 1.177 Eyja- og Miklaholtshreppur 148 144 138 120 129 Snæfellsbær 1.691 1.679 1.663 1.625 1.641 Dalabyggð 673 680 678 673 667 Samtals á Vesturlandi: 16.257

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.