Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 201814 Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, Grundarfjarðarbæ Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti þann 4. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss ásamt umhverfismati hennar, skv. 41. gr. skipulagslaga. Tillaga að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss tekur til um 10,5 ha svæðis umhverfis fossinn. Innan marka deiliskipulagssvæðisins verða bílastæði, gönguleiðir, upplýsingaskilti, áningarstaðir og salernisaðstaða. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Það þjónar bæði ferðalöngum og náttúrunni að skipuleggja svæðið og umgengni um það af kostgæfni. Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunum Borgarbraut 16 og birt á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is, frá 5. apríl til og með 17. maí 2018. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með fimmtudeginum 17. maí 2018. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 17. maí 2018 annað hvort á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eða með pósti merkt: Grundarfjarðarbær, Deiliskipulag, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Grundarfjarðarbæjar bæjarstjóri Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Sumarafleysingar. Okkur vantar góðan starfskraft á HVE Akranesi í sumar. Um er að ræða starf í umönnun 60% og 80% stöður, vaktavinna, morgun,kvöld og helgarvaktir Frá byrjun júní – loka ágúst. 2018 Mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf Nemar fá mikla reynslu. Upplýsingar gefur Rósa Marinósdóttir sími 432-1000 rosa.marinosdottir@hve.is Sjúkraliðar - sjúkraliðanemar - hjúkrunarnemar ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vest- urlands fór fram síðastliðinn mánudag. Þá lét Þórhildur Þor- steinsdóttir bóndi á Brekku af embætti formanns og Jón Gísla- on bóndi á lundi í lundarreykja- dal tók við keflinu. Bryndís Karls- dóttir frá Geirmundarstöðum gekk einnig úr stjórninni og í stað henn- ar kom Sigrún Hanna Sigurðar- dóttir bóndi á lyngbrekku í Döl- um. Þriðji maður í stjórninni er svo Hannes Magnússon bóndi á Eystri- leirárgörðum. Aðspurður segir Jón formaður að eftirspurn eftir setu í stjórninni hafi verið meiri en framboðið og í raun hafi hann tekið þetta verkefni að sér af brýnni þörf. „Búnaðarsam- tökin líkt og Bændasamtök Íslands og búgreinafélögin eru í ákveð- inni tilvistarkreppu. Það helg- ast af ákvörðun þess efnis að ekki var lengur hægt að skylda bænd- ur til aðildar að þessum félögum og því hafi sjóðagjöld hrunið. Fé- lög eins og Búnaðarsamtök Vestur- lands hafa því ekki náð viðunandi fótfestu að nýju eftir þá breytingu. Það verður því verkefni okkar að ákveða næstu skref og finna fé- laginu tilgang í takti við hlutverk og ekki síst tekjur,“ sagði Jón í sam- tali við Skessuhorn. mm Formannsskipti í BúVest Þórhildur Þorsteinsdóttir og Jón Gíslason nýr formaður BúVest. Nýverið var skipað upp úr flutn- ingaskipinu Wilson Brake á Akra- nesi 3048 sex hundruð kílóa sekkj- um af áburði. Hver um sig er 600 kíló og var farmurinn því 1829 tonn. Auk þess var landað 136 bunktum af girðingarstaurum. Alls var farmurinn því tæp tvö þús- und tonn. Bifreiðastöð ÞÞÞ sá um uppskipun en innflutnings- og söluaðili er Fóðurblandan. Innan skamms verður hafist handa við útkeyrslu á áburðinum til bænda á Vesturlandi enda stutt í vorverkin. mm Áburði landað á Akranesi Sjóbirtingsveiðin hófst að venju 1. apríl síðastliðinn. Á fimmtu- daginn í liðinni viku, þegar blaða- maður Skessuhorns var á ferð um leirársveitina, sá hann til þriggja manna sem þá stóðu við einn fengsælasta veiðistaðinn í leirá neðan við brúna. Nokkuð af þunnum ís lá yfir strengnum þar sem fiskurinn liggur gjarna, til- búin til að grípa agn veiðimanna. Brugðu þá mennirnir á það ráð að kasta yfir ísinn þungu stykki, brjóta ísinn og flýta því að ísinn hreinsaðist af. Já, stundum þarf að hafa fyrir hlutunum. Engum sögum fer af veiði. mm Brutu niður ísinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.