Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 2018 15 SK ES SU H O R N 2 01 8 þekkingu og reynslu í viðgerðum og viðhaldsvinnu – Réttindi og hæfni til að nota vinnuvélar er kostur en ekki skilyrði – við bætum úr því. Verkstæði fyrirtækisins er vel tækjum búið. Það sinnir viðhaldi og flestum viðgerðum, stórum og smáum, á verks- miðjubúnaði, vinnuvélum og sláttuprömmum fyrirtækisins. Við erum samhentur hópur og gerum miklar kröfur um öryggi og gæði. Skeifudagurinn mikli Hestamannafélagið Grani og Landbúnaðarháskóli Íslands vill bjóða ykkur hjartanlega velkomin á Skeifudaginn mikla Dagurinn verður haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 19. apríl 13:00 Setningarathöfn Töltgrúbba Vesturlands Kyninng nemenda í reiðmennsku II á tamningartryppum Úrslit í Reynisbikarnum Úrslit í Gunnarsbikarnum - fjórgangskeppni nemenda í reiðmennsku II 15:00 Kaffihlaðborð í mötuneyti skólans á Hvanneyri - 1.000 kr Verðlaunaafhending Dregið úr stóðhestahappdrætti Grana Hlökkum til að sjá ykkur SK ES SU H O R N 2 01 8 Húsvörður í Logaland Ungmennafélag Reykdæla óskar eftir að ráða húsvörð fyrir Félagsheimilið Logaland. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Ungmennafélagið hvetur þá sem hafa áhuga og hugmyndir um hvernig megi auka nýtingu á Logalandi til framtíðar að sækja um. Allar hugmyndir verða skoðaðar. Með aukinni nýtingu er möguleiki á hærra starfshlutfalli. Nánari upplýsingar um starfið gefur formaður félagsins Þórhildur María Kristinsdóttir á netfangið tota@vesturland.is eða í síma 699-7938 Þórarinn Jónsson frá Hamri í Þver- árhlíð býr í Borgarnesi. Hann hef- ur talsvert fengist við að gera upp gamla bíla og dráttarvélar. Í blíð- viðrinu í liðinni viku var Þórarinn á rúntinum á Willis árgerð 1947 sem hann hefur nýlega lokið við að gera upp. Fréttaritari Skessuhorns hitti Þórarinn að máli og spurði um bíl- inn. Bíll þessi var, að sögn Þórarins, í slæmu ástandi þegar hann fékk hann í hendur og því tók nokkur ár með hléum að gera bílinn upp. Bíllinn kom nýr að Snældu- beinsstöðum í Reykholtsdal og bar lengst af númerið M-267, en fékk númerið M-25 þegar hann var seldur í Borgarnes. Í dag er bíllinn með númerið M-32. Vélin í bílnum er 60 hestafla bensínvél, bíllinn er um tonn að þyngd og skráður fyrir ökumann og þrjá farþega. þg Á rúntinum á 71 árs Willys jeppa Þórarinn Jónsson við Willys 1947, M-32. Þeir línubátar frá Rifi og Ólafsvík, sem hafa róið undir látrabjargi á steinbít, hafa að undanförnu mok- fiskað. Sumir bátarnir hafa kom- ið með allt að 25 tonn að landi yfir daginn. Félagarnir á Særifi SH frá Rifi hafa fiskað vel. Hér eru þeir Grétar Kristjónsson og Arnar laxdal skip- stjóri að landa steinbít úr Særifi, en aflinn í þessum túr var 19 tonn. af Góð steinbítsveiði við Látrabjarg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.