Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 2018 21 SK ES SU H O R N 2 01 8 Deiliskipulag í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. mars 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir Bakka hvamm, Lækjarhvamm og nýja götu sem fær nafnið Ásuhvammur. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóðum fyrir ein- býlis-, par- og raðhús. Svæðið er auðkennt sem íbúðasvæði A í Aðalskipu lagi Dalabyggðar 2004-2016 og er um 3,5 ha að stærð. Tillögurnar liggja frammi frá 12. apríl 2018 á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is. Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfang byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 25.mai 2018. Dalabyggð 4. apríl 2018 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 8 Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi Akraneskaupstaður veitir 15 milljónir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi á árinu 2018. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að halda uppi öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Styrktarsjóðurinn hækkar í ár um 30% en árinu 2017 voru veittir styrkir að fjárhæð kr. 10,9 milljónir króna. Tilgangur styrkjanna er að veita fjárhagslegan stuðning til þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga á aldrinum 3 - 18 ára. Skilyrði er að félagið hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og er umsóknarfrestur til og með 30. apríl næstkomandi. Styrktímabil er 1. janúar - 31. desember 2017. Nánari upplýsingar veitir skóla- og frístundasvið Akranes- kaupstaðar í síma 433 1000 eða með tölvupósti á netfangið skoliogfristund@akranes.is Verslunin Hans og Gréta á Akranesi verður flutt í nýtt og stærra húsnæði í byrjun næsta mánaðar. Verslunin er nú staðsett við Smiðjuvelli 32, í sama húsæði og Bónus, en mun flytja í sama rými og verslunin Mod- el er til húsa, við Þjóðbraut 1. Nýja húsnæðið er um 200 fermetrar að stærð og því um töluverða stækkun að ræða. „Ég stefni á að opna versl- unina á nýjum stað föstudaginn 11. maí. Verslunarrýmið á nýja staðn- um er um helmingi stærra en það sem við erum í núna. Það verður kærkomið að fá þetta rými og mun ég nýta það vel til að bæta vöruúr- val. Ég ætla að taka inn fatnað fyrir fullorðna og unglinga auk þess sem ég mun taka inn meira af ungbarna- vörum eins og leikteppum, gjafap- úðum og slíkt. Ég ætla einnig að bæta við nokkrum spennandi vöru- merkjum og mun t.d. taka inn bæði Adidas og Speedo fyrir alla aldurs- hópa,“ segir Hrefna Björnsdóttir eigandi verslunarinnar í samtali við Skessuhorn. Byrjaði að selja notuð barnaföt Verslunin var fyrst opnuð í októ- ber 2013 þegar Hrefna byrjaði að selja notaðan barnafatnað á mark- aði. Nú tæpum fimm árum síðar hefur margt breyst en í dag eru að- eins seld ný föt í Hans og Grétu. „Í byrjun óraði mig ekki fyrir því að ég myndi standa hér í dag en ég hef byggt þetta hægt og rólega upp og er þakklát fyrir hversu vel verslun- inni hefur verið tekið. Í maí 2015 fluttum við í núverandi húsnæði við Smiðjuvelli og þá hætti ég að selja notuð föt og fór að selja ný gæðaföt frá ýmsum skandinavískum merkj- um. Svo hef ég hægt og rólega bætt við vöruúrvalið og unnið að því að lækka vöruverð eins og ég get. Þegar ég byrjaði keypti ég vörurn- ar hérlendis en núna er ég aðeins byrjuð að flytja vörur inn sjálf til að geta lækkað verðið. Það tekur tíma og þolinmæði að byggja upp svona verslun og þetta er hörkuvinna,“ segir Hrefna og heldur áfram: „Ég hef haft mikinn stuðning frá bæði fjölskyldu og vinum og án þeirra er ég ekki viss um að ég hefði ráðist í að stækka verslunina núna.“ Fagnar samkeppni Hrefna segir aukna samkeppni á Akranesi hafa átt stóran þátt í því að hún ákvað að stækka verslunina og auka vöruúrvalið. Hún segist þó aðeins líta jákvætt á að fá slíka sam- keppni í bæinn því annars sé auð- velt að gleyma sér. „Auðvitað fann ég aðeins fyrir því þegar lindex var opnað á Akranesi og líka þeg- ar H&M kom til landsins. En sam- keppni er aðeins af hinu góða, hún er mikilvæg til að halda manni við efnið og ýta á mann að gera betur,“ segir Hrefna og brosir. „Ég fann að ég þyrfti annað hvort að gera eitt- hvað til að vera með í samkeppn- inni eða bara að hætta og loka. Eft- ir mikla umhugsun var niðurstaðan sú að ég var ekki tilbúin að hætta. Enda er nóg pláss hér á Akranesi fyrir allar þessar verslanir og mitt vöruúrval er allt annað en það sem er í boði hjá lindex og öðrum versl- unum hér,“ segir Hrefna. Vinnur líka sem dagmamma Aðspurð hvort frekari breytingar verði gerðar þegar verslunin verður komin í nýtt húsnæði segir Hrefna að fyrst um sinn muni lítið breyt- ast. „Ég stefni á að lengja opnunar- tíma örlítið og vera með opið frá kl. 13-18. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvort ég lengi opnunartímann enn frekar eða fari í frekari breyt- ingar. Ég vinn sem dagmamma fyrir hádegi og hef lofað mér áfram í því starfi í að lágmarki eitt ár til viðbót- ar og mun því ekki geta opnað fyrir hádegi. Þessa dagana er ég að koma mér betur inn í samfélagsmiðla og stefni á að vera mun virkari þar. Ég er að prófa mig áfram á Instagram núna og er komin með manneskju til að sjá um það fyrir mig. Ég er líka með vefverslun þar sem fólk getur pantað og fengið sent frítt hvert á land sem er. Ég legg mikinn metn- að í að veita góða þjónustu, bæði í versluninni og á internetinu,“ segir Hrefna. Verslunarrými Model verður minnkað Eins og fyrr segir verður verslunin flutt í sama rými og verslunin Model er nú. Hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir hafa átt og rek- ið verslunina frá árinu 1992. Fyrst var verslunin til húsa í Mörkinni við hliðina á Akraneskirkju en flutti þaðan að Stillholti þar sem hún var til húsa í mörg ár eða þar til verslun- in var flutt í núverandi húsnæði við Þjóðbraut 1. Um þessar mundir er unnið að því að skipta rými verslun- arinnar upp í tvö aðskilin rými svo hægt verði að opna Hans og Grétu í öðrum endanum. „Húsnæði Mod- el er um 750 fm að stærð og við gæt- um vel minnkað verslunarrýmið okkar töluvert án þess að það komi niður á vöruúrvali eða þjónustu. Okkur fannst því alveg upplagt að skipta rýminu upp og leigja út ann- an endann,“ segir Guðni í samtali við Skessuhorn. arg Verslunin Hans og Gréta opnar senn í Model Hrefna Björnsdóttir eigandi verslunarinnar Hans og Grétu mun í byrjun næsta mánaðar flytja verslunina í nýtt og stærra húsnæði í sama rými og verslunin Model. Guðni Tryggvason á verslunina Model ásamt eiginkonu sinni Hlín Sigurðardótur. Nú er unnið að því að skipta upp verslunarrými Models svo hægt sé að opna Hans og Grétu í öðrum endanum. Sér inngangur verður í hvora verslun fyrir sig.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.