Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 2018 23 FASTEIGNIR OG LAUSAFÉ Í ÓLAFSVÍK LIT ehf. Ingi Tryggvason hrl. löggiltur fasteignasali Borgarbraut 61 310 Borgarnesi sími: 437-1700 gsm: 860-2181 netfang: ingi@lit.is veang: lit.is Bankastræti 1, skvinnsluhús byggt 1985 og 1994, 1.598,3 ferm. Bankastræti 3, iðnaðarhúsnæði byggt 1977, 260,3 ferm. Norðurtangi 1, verbúð, byggt 1971, 639,5 ferm., um 15 herb. sem hægt er að leigja út. Samtals er því um að ræða 2.498,1 ferm. Lausafé: Fiskvinnsluvélar, frystar, lyftarar og eira tengt rekstri skvinnslu. Ásett verð á fasteignir og lausafé 200.000.000. Varðandi skoðun og nánari upplýsingar skal haft samband við Inga Tryggvason hrl. ingi@lit.is og s. 860 2181. Tilboðum skal skilað á ingi@lit.is í síðasta lagi 2. maí 2018. SK ES SU H O R N 2 01 8 Til sölu eru fasteignir og lausafé sem áður voru í eigu Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík. Fasteignir: Síðastliðinn laugardag var hjólal- ið Team Rynkeby Ísland á æfingu á Akranesi og í nágrenni. lagt var að stað að morgni frá Íþrótta- miðstöðinni á Jaðarsbökkum og hjólað inn að gamla Botnsskála í Hvalfirði og þaðan til baka. Sam- tals rúmlega 100 kílómetra leið. Um var að ræða eina af skyldu- æfingum liðsins, en að jafnaði er æft tvisvar sinnum í viku. „liðið lét þennan svala aprílmorgun ekki á sig fá, en hitastigið fór niður í mínus eina gráðu á leiðinni. Að æfingu lokinni var síðan slakað á í heitu pottunum á Jaðarsbökkum,“ segir Guðrún Gísladóttir, einn liðsmanna í samtali við Skessu- horn. Team Reynkeby er samnor- rænt góðgerðarverkefni en liðs- menn hjóla á hverju ári til parísar til styrktar börnum með erfiða sjúkdóma. Að þessu sinni verða um 1900 hjólarar í 48 liðum frá öllum Norðurlöndunum, ásamt 450 manna aðstoðarliði. Þetta er í annað sinn sem Ísland er með lið og samanstendur það af 40 hjól- urum og átta manna aðstoðarliði sem sér meðal annars um að gefa liðinu að borða. liðin leggja af stað frá mis- munandi stöðum en íslenska liðið leggur af stað frá Kolding í Dan- mörku 30. júní og kemur ásamt öllum hinum liðunum til parísar 7. júlí. Þá hafa liðsmenn hjólað ríflega 1200 km en lengsta dag- leiðin er rúmlega 200 km. Þess má geta að liðið hjólar saman alla leiðina og því þurfa allir að vera vel undirbúnir fyrir það. „Til að undirbúa sig sem best er reikn- að með að hver liðsmaður hjóli 2.500 km áður en lagt er af stað til parísar,“ segir Guðrún. Íslenska liðið samanstendur af fólki á öllum aldri af höfuðborg- arsvæðinu, Norðurlandi og fjór- um frá Akranesi. liðsmenn Team Rynkeby greiða allan kostnað af þátttökunni sjálfir, þar með taldar ferðir og búnað, en öll 48 liðin eru á eins hjólum og í eins hjólafatn- aði. Íslenska liðið safnar styrkjum sem allir renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á Íslandi en á síðasta ári söfnuðust rúmlega 9,4 milljónir króna. „liðið mun á næstu vikum æfa af fullum krafti samhliða því að leita eftir styrkj- um til fyrirtækja og einstaklinga í þetta mikilvæga verkefni,“ segir Guðrún Gísladóttir að endingu. Hægt er að finna frekari upp- lýsingar á heimasíðunni www. teamrynkeby.is og á facebook síð- unni www.facebook.com/Team- RynkebyIsland. kgk/ Ljósm. Guðrún Gísladóttir. Team Rynkeby Ísland æfði á Akranesi og í Hvalfirði Liðsmenn Team Rynkeby Ísland í þann mund að leggja af stað frá Jaðarsbökkum. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Stemma, landssamband kvæða- manna, heldur landsmót sitt á Bif- röst í Borgarfirði dagana 20. og 21. apríl næstkomandi. Meðal að- ildarfélaga er Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti. Dagskrá landsmótsins hefst klukkan 20 föstudaginn 20. apríl með kvæðatónleikum og verða flytjendur ýmsir kvæðamenn. Í boði á laugardaginn verða nám- skeið í kvæðalögum, kveðskap og bragfræði og eru allir velkomnir. Meðal dagskráratriða verður er- indi Rósu Þorsteinsdóttur klukkan 9:30 um lögin, ljóðin, kvæðamenn og um notagildi bókarinnar Segul- bönd Iðunnar, safn kvæðalaga og ljóða í bók sem kemur út á vordög- um. Á námskeiðum um bragfræði og kvæðalög sem standa yfir frá klukkan 10:45-15:15 verður lögð áhersla á sjaldgæfa bragarhætti, og kennd kvæðalög úr Segulböndum Iðunnar sem falla að þessum brag- arháttum. Klukkan 16 verður frá- sögn um Margréti Hjálmarsdóttur og fleiri kvæðamenn í flutningi af- komenda hennar. Milli dagskrár- liða verða ýmiss borgfirsk skáld kynnt og kveðnar stemmur við kvæði þeirra. Að sögn Báru Grímsdóttur for- manns Stemmu og Kvæðamanna- félagsins Iðunnar er óskað eftir að gestir skrái sig til þátttöku hjá henni fyrir 17. apríl næstkomandi í síma 694-2644 eða með tölvupósti á: bara.grimsdottir@gmail.com mm Svipmynd frá Landsmóti kvæðamanna sem haldið var á Siglufirði árið 2014. Landssamband kvæðamanna kemur saman á Bifröst Pennagrein Undanfarin tvö ár hef ég átt sæti í menntastefnuhópi Framsóknar- flokksins. Hópurinn skilaði af sér umfangsmikilli vinnu á flokks- þingi Framsóknarmanna sem fram fór í mars. Í vinnu hópsins var m.a. leitað til þeirra sem starfa innan leik– og grunnskóla, Menntavís- indasviðs Háskóla Íslands og til Kennarasambandsins. Þeir gestir sem sóttu fundi hópsins lögðu mikla áherslu á eftirfarandi þætti: Að bæta þurfi starfsaðstæður kenn- ara í skólum á öllum skólastigum. Til að skólastefna um menntun án aðgreiningar geti gengið þarf að skýra hugtakið, verkaskiptingu, endurskoða fjármögnun og auka stoðþjónustu við nemendur og kennara. Hækka þarf laun kennara og end- urskoða kjarasamninga. Auka þarf virðingu fyrir kennara- starfinu. Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við þær umræður sem áttu sér stað á fundi Framsóknar og frjálsra um menntamál. Fund- urinn var fyrsti fundur framboðs- ins í málefnavinnu fyrir komandi kosningar. Kennarar mættu á fundinn en auk þess fengu fram- bjóðendur skilaboð frá starfsfólki leik– og grunnskóla hér á Akra- nesi. Á fundi Framsóknar og frjálsra kom það m.a. fram að bæta þurfi starfsumhverfi innan leik– og grunnskóla. Grunnskólakennarar sakna þess sveigjanleika sem var til staðar og leggja mikla áherslu á að stoðþjónusta við starfsfólk og nemendur verði aukin. Einn- ig voru starfsmannamál leik– og grunnskóla mikið rædd. Þar var m.a. komið inn á mikilvægi þess að skólarnir fái kennara í almenna forfallakennslu, eins og t.d. vegna veikinda. Auk þessa var almenn umræða um tillögu Framsóknar um styttri/ sveigjanlegri vinnuviku, um heimanámsaðstoð, morgunmat í grunnskólum Akraness, stöðu er- lendra nemenda, stöðu unglinga í skólunum, um skipulagsdaga og svona má áfram telja. Við viljum þakka þeim sem mættu á fundinn og þeim sem sendu okkur skilaboð og ábend- ingar. Það er dýrmætt að fá þessar upplýsingar frá ykkur sem starf- ið innan leik– og grunnskóla. Þið vitið manna mest við hverju þarf að bregðast. Þessar upplýsingar og ábendingar eru gott veganesti inn í þá málefnavinnu sem fram- undan er. Ekki hika við að hafa samband við okkur frambjóðendur Fram- sóknar og frjálsra ef þið viljið koma skoðunum ykkar á framfæri um það sem betur má fara í okkar góða samfélagi. Nánari upplýsingar um störf Framsóknar og frjálsra má finna á Facebook síðu framboðsins: Framsókn og frjálsir. Elsa Lára Arnardóttir Höf. er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi Menntun er máttur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.